Vel sóttur íbúafundur í Öræfum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. nóvember 2017 06:12 Um 200 manns sóttu fundinn í gærkvöldi, þó svo að þess mynd lögreglunnar á Suðurlandi beri það ekki með sér. Lögreglan á Suðurlandi Íbúafundafundur um stöðu mála í Öræfajökli var haldinn í Hofgarði í Öræfum í gærkvöldi. Um tvö hundruð íbúar í Öræfum sátu fundinn. Þar ræddu vísindamenn um ástandið í jöklinum og fulltrúar almannavarna kynntu vinnu vegna rýmingaráætlunar en fundinum hafði áður verið frestað vegna veðurs. Eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag fór Tómas Jóhannesson, fagstjóri á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands, yfir atburðarásina í jöklinum síðustu vikur og túlkaði mælingarnar sem liggja fyrir. Hann gerir ráð fyrir því að sigketilinn sem myndast hefur í Öræfajökli muni áfram dýpka í svipuðum takti og verið hefur.Um tvö hundruð manns sóttu fundinn.Sigurður GunnarssonKristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunnar hjá Veðurstofunni, sagði frá mælingum og aukinni vöktun sem Veðurstofan hefur staðið fyrir. Hún segir fleiri mæla verða setta upp í vikunni. Þá fór Víðir Reynisson hjá lögreglunni á Suðurlandi yfir fyrstu hugmyndir um rýmingaráætlun og sóttist eftir áliti íbúa á því hvernig rýming í þrepum gæti farið fram. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að margir íbúar í Öærfum hafi lýst yfir áhyggjum á lélegu símasambandi á svæðinu en til stendur að senda sms skilaboð til að koma upplýsingum til íbúa á svæðinu ef eldsumbrot hefjast. Fundur almannavarna með fulltrúum ferðaþjónustu fer fram í Freysnesi klukkan 09:00 í dag. Tengdar fréttir Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00 Segist hafa fengið afbókun vegna fréttaflutnings um að eldsumbrot séu í raun hafin í Öræfajökli Jarðeðlisfræðingur sem lagði þetta mat á stöðuna í viðtali á föstudag segir aftur á móti skýrt að kvikuinnskot hafi orðið og enginn geti spáð um framhaldið. 26. nóvember 2017 13:26 Neyðarrýmingaráætlunin tilbúin Neyðarrýmingaráætlun sem grípa á til verði eldgos í Öræfajökli er tilbúin. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður. 22. nóvember 2017 16:38 Kvika komin upp undir yfirborð Öræfajökuls Langlíklegast er að kvika sé komin mjög nærri yfirborði Öræfajökuls, að mati jarðeðlisfræðings, sem telur eldsumbrot í raun hafin. 24. nóvember 2017 23:00 Boðað til íbúafundar í Öræfum Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi munu vísindamenn fara yfir stöðuna og fulltrúar almannavarna kynna vinnu vegna rýmingaráætlunar. 27. nóvember 2017 11:44 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Íbúafundafundur um stöðu mála í Öræfajökli var haldinn í Hofgarði í Öræfum í gærkvöldi. Um tvö hundruð íbúar í Öræfum sátu fundinn. Þar ræddu vísindamenn um ástandið í jöklinum og fulltrúar almannavarna kynntu vinnu vegna rýmingaráætlunar en fundinum hafði áður verið frestað vegna veðurs. Eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag fór Tómas Jóhannesson, fagstjóri á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands, yfir atburðarásina í jöklinum síðustu vikur og túlkaði mælingarnar sem liggja fyrir. Hann gerir ráð fyrir því að sigketilinn sem myndast hefur í Öræfajökli muni áfram dýpka í svipuðum takti og verið hefur.Um tvö hundruð manns sóttu fundinn.Sigurður GunnarssonKristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunnar hjá Veðurstofunni, sagði frá mælingum og aukinni vöktun sem Veðurstofan hefur staðið fyrir. Hún segir fleiri mæla verða setta upp í vikunni. Þá fór Víðir Reynisson hjá lögreglunni á Suðurlandi yfir fyrstu hugmyndir um rýmingaráætlun og sóttist eftir áliti íbúa á því hvernig rýming í þrepum gæti farið fram. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að margir íbúar í Öærfum hafi lýst yfir áhyggjum á lélegu símasambandi á svæðinu en til stendur að senda sms skilaboð til að koma upplýsingum til íbúa á svæðinu ef eldsumbrot hefjast. Fundur almannavarna með fulltrúum ferðaþjónustu fer fram í Freysnesi klukkan 09:00 í dag.
Tengdar fréttir Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00 Segist hafa fengið afbókun vegna fréttaflutnings um að eldsumbrot séu í raun hafin í Öræfajökli Jarðeðlisfræðingur sem lagði þetta mat á stöðuna í viðtali á föstudag segir aftur á móti skýrt að kvikuinnskot hafi orðið og enginn geti spáð um framhaldið. 26. nóvember 2017 13:26 Neyðarrýmingaráætlunin tilbúin Neyðarrýmingaráætlun sem grípa á til verði eldgos í Öræfajökli er tilbúin. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður. 22. nóvember 2017 16:38 Kvika komin upp undir yfirborð Öræfajökuls Langlíklegast er að kvika sé komin mjög nærri yfirborði Öræfajökuls, að mati jarðeðlisfræðings, sem telur eldsumbrot í raun hafin. 24. nóvember 2017 23:00 Boðað til íbúafundar í Öræfum Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi munu vísindamenn fara yfir stöðuna og fulltrúar almannavarna kynna vinnu vegna rýmingaráætlunar. 27. nóvember 2017 11:44 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00
Segist hafa fengið afbókun vegna fréttaflutnings um að eldsumbrot séu í raun hafin í Öræfajökli Jarðeðlisfræðingur sem lagði þetta mat á stöðuna í viðtali á föstudag segir aftur á móti skýrt að kvikuinnskot hafi orðið og enginn geti spáð um framhaldið. 26. nóvember 2017 13:26
Neyðarrýmingaráætlunin tilbúin Neyðarrýmingaráætlun sem grípa á til verði eldgos í Öræfajökli er tilbúin. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður. 22. nóvember 2017 16:38
Kvika komin upp undir yfirborð Öræfajökuls Langlíklegast er að kvika sé komin mjög nærri yfirborði Öræfajökuls, að mati jarðeðlisfræðings, sem telur eldsumbrot í raun hafin. 24. nóvember 2017 23:00
Boðað til íbúafundar í Öræfum Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi munu vísindamenn fara yfir stöðuna og fulltrúar almannavarna kynna vinnu vegna rýmingaráætlunar. 27. nóvember 2017 11:44