Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. október 2017 07:00 Það er ýmislegt í stöðunni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað fulltrúa allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi til fundar við sig á Bessastöðum í dag. Hann mun ræða einslega við hvern og einn formann. Allt frá því fyrir helgi hafa forystumenn stjórnmálaflokkanna átt óformlegt samtal um mögulegt stjórnarsamstarf. Bjarni, Katrín og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sögðu öll í fjölmiðlum í gær að þau gerðu tilkall til stjórnarmyndunarumboðs. Katrín segist vonast til þess að hægt verði að mynda ríkisstjórn með þeim flokkum sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili. Það þýðir að fulltrúar VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins skipuðu þá stjórn sem myndi njóta stuðnings 32 manna meirihluta. Það er minnsti mögulegi meirihluti sem völ er á.Eiríkur BergmannEftir alþingiskosningarnar í fyrra þótti staðan mjög snúin. Rúmir tveir mánuðir liðu áður en þriggja flokka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar varð að veruleika. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði á Bifröst, telur að annað landslag geti blasað við núna. „Ég held að þetta sé talsvert opnari staða heldur en var í fyrra,“ sagði Eiríkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Einkum og sér í lagi vegna þess að menn hafa ekki farið í sömu útilokunarkeppnina og í fyrra.“ „Við sjáum vinstri möguleika undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Núverandi stjórnarandstaða plús Viðreisn. Hægra megin undir forystu Sjálfstæðisflokksins gæti verið stjórn með Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þar eru kannski persónuerjur sem gætu sett strik í reikninginn. En valdastólarnir toga nú menn fast til sín,“ sagði Eiríkur Bergmann. Engir möguleikar eru á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar og myndun þriggja flokka stjórnar krefst aðildar bæði Sjálfstæðisflokksins og VG. Sterkasta þriggja flokka stjórnin, stjórn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknarflokksins, myndi hafa 35 þingmenn að baki sér. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað fulltrúa allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi til fundar við sig á Bessastöðum í dag. Hann mun ræða einslega við hvern og einn formann. Allt frá því fyrir helgi hafa forystumenn stjórnmálaflokkanna átt óformlegt samtal um mögulegt stjórnarsamstarf. Bjarni, Katrín og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sögðu öll í fjölmiðlum í gær að þau gerðu tilkall til stjórnarmyndunarumboðs. Katrín segist vonast til þess að hægt verði að mynda ríkisstjórn með þeim flokkum sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili. Það þýðir að fulltrúar VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins skipuðu þá stjórn sem myndi njóta stuðnings 32 manna meirihluta. Það er minnsti mögulegi meirihluti sem völ er á.Eiríkur BergmannEftir alþingiskosningarnar í fyrra þótti staðan mjög snúin. Rúmir tveir mánuðir liðu áður en þriggja flokka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar varð að veruleika. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði á Bifröst, telur að annað landslag geti blasað við núna. „Ég held að þetta sé talsvert opnari staða heldur en var í fyrra,“ sagði Eiríkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Einkum og sér í lagi vegna þess að menn hafa ekki farið í sömu útilokunarkeppnina og í fyrra.“ „Við sjáum vinstri möguleika undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Núverandi stjórnarandstaða plús Viðreisn. Hægra megin undir forystu Sjálfstæðisflokksins gæti verið stjórn með Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þar eru kannski persónuerjur sem gætu sett strik í reikninginn. En valdastólarnir toga nú menn fast til sín,“ sagði Eiríkur Bergmann. Engir möguleikar eru á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar og myndun þriggja flokka stjórnar krefst aðildar bæði Sjálfstæðisflokksins og VG. Sterkasta þriggja flokka stjórnin, stjórn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknarflokksins, myndi hafa 35 þingmenn að baki sér.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira