Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 10:40 Bjarni Benediktsson eftir fund með forseta Íslands í dag. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. Bjarni fór á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Bjarni segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sterkasta tilkallið til stjórnarmyndunarumboðs í ljósi þess að flokkurinn er með mestan þingstyrk í kjölfar kosninganna. Hann gefur lítið fyrir tal að stjórnarandstaðan sé nú komin með 32 þingmanna meirihluta og eigi því tilkall til umboðsins. „Í fyrsta lagi finnst mér þetta hjákátleg skýring á niðurstöðum kosninganna. Auðvitað sjá það allir að það eru nýju flokkarnir sem eru stóru tíðindin í þessu. 32 þingmenn fyrir stjórnarandstöðu þegar einn stjórnarflokkurinn þurrkast út af þingi og hinir báðir tapa mönnum, það er enginn sigur fyrir stjórnarandstöðuna, enda var þetta ekki samstillt stjórnarandstaða,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi að loknum fundi hans með forsetanum.Vill meira svigrúm til viðræðna Hann segir að enn séu menn að vinna úr niðurstöðum kosninganna. Hann segist hafa rætt við nokkra formenn flokka um mögulegt samstarf en vill þó ekki gefa upp hvaða formenn það eru. Hann benti á að báðir formennirnir sem hann gerði stjórnarsáttmála með hafi horfið af þingi um helgina og á þar við Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formann Viðreisnar og Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar. Hann segist því vona að stjórnmálamenn fái svigrúm til viðræðna svo hægt sé að komast að skynsamlegri niðurstöðu.Bjarni var fyrstur í röð þeirra stjórnmálamanna sem fara á fund forseta í dag. Vísir/Ernir„Ég er ekki kominn hingað í dag með formaðan meirihluta og ég er þeirrar skoðunar að það kunni jafnvel að vera ágætt í kjölfar þessara kosninga a leyfa rykinu aðeins að setjast og leyfa fólki að eiga samtal, jafnvel óformlegar viðræður.“Áttu von á löngum stjórnarmyndunarviðræðum? „Ég bara veit ekki hverju ég á von á.“ Hann segir það hafa orðið ljóst undanfarin ár að ef menn vilji styrkja sig sem stjórnmálum þá sé langbest að halda sig frá ríkisstjórn landsins. „Við þær aðstæður þá þurfa stjórnmálaleiðtogar aðeins að spyrja sig, á að gefa eftir gagnvart þessari tilfinningu og forðast ábyrgð, eða snýst þetta um að bera ábyrgð þegar er erfitt? Ég hef skipað mér í þennan seinni flokk að láta það ekki trufla mig þó það kunni að reyna á að taka þátt í að leiða fram niðurstöðu um stór mál, erfið mál,“ segir Bjarni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bein útsending: Formenn fara á fund forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun funda með formönnum allra flokkanna átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi á Bessastöðum í dag. 30. október 2017 08:00 Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. Bjarni fór á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Bjarni segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sterkasta tilkallið til stjórnarmyndunarumboðs í ljósi þess að flokkurinn er með mestan þingstyrk í kjölfar kosninganna. Hann gefur lítið fyrir tal að stjórnarandstaðan sé nú komin með 32 þingmanna meirihluta og eigi því tilkall til umboðsins. „Í fyrsta lagi finnst mér þetta hjákátleg skýring á niðurstöðum kosninganna. Auðvitað sjá það allir að það eru nýju flokkarnir sem eru stóru tíðindin í þessu. 32 þingmenn fyrir stjórnarandstöðu þegar einn stjórnarflokkurinn þurrkast út af þingi og hinir báðir tapa mönnum, það er enginn sigur fyrir stjórnarandstöðuna, enda var þetta ekki samstillt stjórnarandstaða,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi að loknum fundi hans með forsetanum.Vill meira svigrúm til viðræðna Hann segir að enn séu menn að vinna úr niðurstöðum kosninganna. Hann segist hafa rætt við nokkra formenn flokka um mögulegt samstarf en vill þó ekki gefa upp hvaða formenn það eru. Hann benti á að báðir formennirnir sem hann gerði stjórnarsáttmála með hafi horfið af þingi um helgina og á þar við Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formann Viðreisnar og Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar. Hann segist því vona að stjórnmálamenn fái svigrúm til viðræðna svo hægt sé að komast að skynsamlegri niðurstöðu.Bjarni var fyrstur í röð þeirra stjórnmálamanna sem fara á fund forseta í dag. Vísir/Ernir„Ég er ekki kominn hingað í dag með formaðan meirihluta og ég er þeirrar skoðunar að það kunni jafnvel að vera ágætt í kjölfar þessara kosninga a leyfa rykinu aðeins að setjast og leyfa fólki að eiga samtal, jafnvel óformlegar viðræður.“Áttu von á löngum stjórnarmyndunarviðræðum? „Ég bara veit ekki hverju ég á von á.“ Hann segir það hafa orðið ljóst undanfarin ár að ef menn vilji styrkja sig sem stjórnmálum þá sé langbest að halda sig frá ríkisstjórn landsins. „Við þær aðstæður þá þurfa stjórnmálaleiðtogar aðeins að spyrja sig, á að gefa eftir gagnvart þessari tilfinningu og forðast ábyrgð, eða snýst þetta um að bera ábyrgð þegar er erfitt? Ég hef skipað mér í þennan seinni flokk að láta það ekki trufla mig þó það kunni að reyna á að taka þátt í að leiða fram niðurstöðu um stór mál, erfið mál,“ segir Bjarni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bein útsending: Formenn fara á fund forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun funda með formönnum allra flokkanna átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi á Bessastöðum í dag. 30. október 2017 08:00 Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Bein útsending: Formenn fara á fund forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun funda með formönnum allra flokkanna átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi á Bessastöðum í dag. 30. október 2017 08:00
Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00
Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent