Sautján tillögur bárust í hönnunarsamkeppni um nýja hjúkrunarheimilið. Það fór svo að Urban arkitektar unnu samkeppnina og fengu fimm milljónir króna í verðlaunafé. Tillagan gengur út á byggingu á tveimur hæðum í hringlaga formi sem umvefur heimilið og rammar inn starfsemina.
Verðlaunatillögurnar voru upplýstar í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þar var líka undirritaður samningur á milli sveitarfélaganna og ríkisins um 10 ný aukaherbergi á nýja hjúkrunarheimilið sem verða nú 60 í stað 50.
Framkvæmdir við nýja hjúkrunarheimilið hefjast á nýju ári og á það að verða tilbúið á vormánuðum 2020 ef allt gengur upp.
Magnús Hlynur Hreiðarsson kynnti sér málið líkt og sjá má í spilaranum hér að ofan.
