Tilvalið áramótaheit að gerast blóðgjafi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2017 20:00 Fjöldi fólks lagði leið sína í Blóðbankann í dag og gaf blóð. Vísir/Egill Mikið álag hefur verið á heilbrigðisstofnanir í dag vegna rútuslyssins sem varð skammt frá Kirkjubæjarklaustri í morgun. Auk mikilla anna hjá viðbragðsaðilum á vettvangi hefur einna mest álag verið á bráðamóttöku Landspítalans, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og í Blóðbankanum. Landspítalinn var settur á gult viðbragðsstig vegan slyssins í morgun og kalla þurfti út allar hendur á dekk. Í kjölfar slyssins í morgun hvatti Blóðbankinn blóðgjafa í O-flokki til að koma og gefa blóð og voru þeir ekki lengi að bregðast við. Opnunartími blóðbankans var jafnframt lengri í dag en venjulega á miðvikudögum og er opið til klukkan sjö í kvöld og á morgun. „Við áttum að morgni dags rúmlega 600 einingar, þar af 350 af blóðflokki O og að öllu jöfnu er það góður viðbúnaður og alveg í takt við það sem að við búum okkur undir, við þessar aðstæður þá verður maður líka að hafa virðingu fyrir því sem að getur komið og orðið óvænt,“ segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir í Blóðbankanum. Sem stendur er ekki leitað að nýjum blóðgjöfum heldur aðeins þeim sem áður hafa gefið blóð. „Það er það sem kemur að bestu gagni við þessar aðstæður. „Við viljum ekki fá í dag fólk sem hefur hugsað sér að gerast blóðgjafar, nýjir blóðgjafar, við bendum á að bara strengja þess heit um áramótin að gerast blóðgjafar á árinu 2018 og koma eftir áramótin. Þá kemur þeirra blóðgjöf að jafn miklum notum,“ segir Sveinn.Einn annasamasti dagur ársins„Það komu til okkar tólf sjúklingar í tveimur þyrlum laust fyrir klukkan hálfþrjú og það eru þeir sem eru meira slasaðir og það er það fólk sem við erum að vinna við að bjarga núna,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Dagurinn í dag, 27. desember, er alla jafna einn af annasömustu dögum ársins á spítalanum og jókst álagið í dag enn frekar vegna slyssins. Ólafur segir þó vel hafa gengið í dag miðað við aðstæður. „Þetta kemur á okkur á álagstíma og er heilmikið verkefni, samstarfið við heilbrigðisstofnanir á suðurlandi og annarsstaðar á landinu hefur verið mjög gott og eins við samhæfingarmiðstöðina í Skógarhlíð og það byggir allt svona viðbragð mjög mikið á góðu samstarfi margra aðila,“ segir Ólafur. Á meðan álagið er hvað mest beina stjórnendur spítalans þeim tilmælum til fólks að leita frekar til heilsugæslu eða á læknavakt, í þeim tilfellum sem veikindi eða meiðsli eru minniháttar. „Við höfum annað þessu hingað til í dag en það má búast við einhverjum töfum í dag á þjónustunni en okkur sýnist að við séum svona að ná tökum á stöðunni núna,“ sagði Ólafur þegar fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við hann seinni partinn í dag Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira
Mikið álag hefur verið á heilbrigðisstofnanir í dag vegna rútuslyssins sem varð skammt frá Kirkjubæjarklaustri í morgun. Auk mikilla anna hjá viðbragðsaðilum á vettvangi hefur einna mest álag verið á bráðamóttöku Landspítalans, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og í Blóðbankanum. Landspítalinn var settur á gult viðbragðsstig vegan slyssins í morgun og kalla þurfti út allar hendur á dekk. Í kjölfar slyssins í morgun hvatti Blóðbankinn blóðgjafa í O-flokki til að koma og gefa blóð og voru þeir ekki lengi að bregðast við. Opnunartími blóðbankans var jafnframt lengri í dag en venjulega á miðvikudögum og er opið til klukkan sjö í kvöld og á morgun. „Við áttum að morgni dags rúmlega 600 einingar, þar af 350 af blóðflokki O og að öllu jöfnu er það góður viðbúnaður og alveg í takt við það sem að við búum okkur undir, við þessar aðstæður þá verður maður líka að hafa virðingu fyrir því sem að getur komið og orðið óvænt,“ segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir í Blóðbankanum. Sem stendur er ekki leitað að nýjum blóðgjöfum heldur aðeins þeim sem áður hafa gefið blóð. „Það er það sem kemur að bestu gagni við þessar aðstæður. „Við viljum ekki fá í dag fólk sem hefur hugsað sér að gerast blóðgjafar, nýjir blóðgjafar, við bendum á að bara strengja þess heit um áramótin að gerast blóðgjafar á árinu 2018 og koma eftir áramótin. Þá kemur þeirra blóðgjöf að jafn miklum notum,“ segir Sveinn.Einn annasamasti dagur ársins„Það komu til okkar tólf sjúklingar í tveimur þyrlum laust fyrir klukkan hálfþrjú og það eru þeir sem eru meira slasaðir og það er það fólk sem við erum að vinna við að bjarga núna,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Dagurinn í dag, 27. desember, er alla jafna einn af annasömustu dögum ársins á spítalanum og jókst álagið í dag enn frekar vegna slyssins. Ólafur segir þó vel hafa gengið í dag miðað við aðstæður. „Þetta kemur á okkur á álagstíma og er heilmikið verkefni, samstarfið við heilbrigðisstofnanir á suðurlandi og annarsstaðar á landinu hefur verið mjög gott og eins við samhæfingarmiðstöðina í Skógarhlíð og það byggir allt svona viðbragð mjög mikið á góðu samstarfi margra aðila,“ segir Ólafur. Á meðan álagið er hvað mest beina stjórnendur spítalans þeim tilmælum til fólks að leita frekar til heilsugæslu eða á læknavakt, í þeim tilfellum sem veikindi eða meiðsli eru minniháttar. „Við höfum annað þessu hingað til í dag en það má búast við einhverjum töfum í dag á þjónustunni en okkur sýnist að við séum svona að ná tökum á stöðunni núna,“ sagði Ólafur þegar fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við hann seinni partinn í dag
Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira