Erlent

Verkamannaflokkurinn mælist enn með mest fylgi í Noregi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ríkisstjórn Solberg héldi velli.
Ríkisstjórn Solberg héldi velli. vísir/EPA

Verkamannaflokkurinn undir forystu Jonas Gahr Støre mælist stærstur í aðdraganda norsku þingkosninganna, með 28,1 prósents fylgi. Þetta er niðurstaða könnunar sem TNS gerði fyrir TV2 og birtist í gær. Íhaldsflokkur forsætisráðherrans Ernu Solberg mælist með 23,4 prósenta stuðning.Þetta myndi þýða fylgistap fyrir báða flokka miðað við kosningar ársins 2013. Þá fékk Verkamannaflokkurinn 30,8 prósent atkvæða en Íhaldsflokkurinn 26,8 prósent. Sé miðað við síðustu könnun TNS er Íhaldsflokkurinn að tapa 1,4 prósenta fylgi en Verkamannaflokkurinn að bæta við sig 1,1 prósenti en hann hefur verið að missa fylgi á síðustu vikum.Framfaraflokkurinn, sem er með Íhaldsflokknum í ríkisstjórn, mælist í 15,2 prósentum samanborið við 16,3 prósent árið 2013. Þá mælast Kristilegir demókratar og Venstre, sem verja Solberg-stjórnina vantrausti, með um 5 prósenta fylgi hvor.Ef sama niðurstaða kæmi upp úr kjörkössunum á mánudag héldi stjórnin velli með stuðningi flokkanna tveggja. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.