Ekkert umburðarlyndi vegna hótana í garð lögreglumanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. nóvember 2017 07:00 Brotum gegn valdstjórninni fjölgar og þolinmæði fyrir fyllirísrugli er lítil. Fréttablaðið/Daníel „Einu sinni var það þannig að ef maður sagði löggunni að halda kjafti þá var ekkert hlustað á það. Í dag er ákært fyrir hvert einasta fyllirísröfl,“ segir Stefán Karl Kristjánsson hæstaréttarlögmaður um ákærur og dóma fyrir valdstjórnarbrot. Refsivernd lögreglumanna var aukin 2007 og refsirammi fyrir brot gegn valdstjórninni hækkaður úr sex í átta ár að hámarki. Síðan þá hefur umburðarlyndi lögreglu gagnvart hvers kyns hótunum og ofbeldi gegn lögreglumönnum snarminnkað og málafjöldi í valdstjórnarbrotum hefur aukist mjög. Fyrir breytinguna var að jafnaði ákært í innan við helmingi þeirra mála sem kærð voru en eftir breytinguna fjölgaði málum mjög og að meðaltali er ákært í 80 prósentum kærðra mála.Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Fréttablaðið/ValliEkki er gerður nægilegur greinarmunur á alvarleika mála í dómaframkvæmdinni að mati viðmælenda Fréttablaðsins. „Það er orðin til mjög fastmótuð dómvenja um 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta lögreglumanni en 60 dagar fyrir ofbeldi gegn lögreglumanni. Þetta eru mjög vægar refsingar miðað við að refsiramminn er átta ára fangelsi,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari og bætir við: „Það mætti hífa refsingar fyrir alvarlegri brotin upp ef við myndum vinsa út þau brot sem eru í rauninni ekki alvarleg,“ segir Kolbrún og vísar til innihaldslausra hótana drukkinna ungmenna í garð lögreglu. Kolbrún segir að beita megi öðrum og vægari úrræðum eins og ákærufrestun til dæmis í vægum brotum ungmenna á aldrinum 15 til 21 árs og falla frá saksókn þegar menn sýna mikla iðrun. „Um tíma vorum við með hluta af valdstjórnarbrotunum í sáttamiðlun og það fannst mér mjög gott. Þar komu ungir krakkar inn sem voru að stíga sín fyrstu skref út af sporinu og við erum að reyna að stoppa þá þróun,“ segir Kolbrún og nefnir dæmi um ungmenni í sáttamiðlun sem fékk að eyða tíma með forvarnardeild lögreglu og kynnast störfum og verkefnum lögreglunnar. „Þetta er svo miklu vænlegra til árangurs held ég, varðandi til dæmis virðingu fyrir lögreglunni og störfum hennar,“ segir Kolbrún.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.„Við lögðumst alfarið gegn því að hluti þessara mála fari í sáttamiðlunarferli,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. „Ástæðan er sú að lögreglumaðurinn, sem hótað er, er fulltrúi valdstjórnarinnar. Hann er fulltrúi valds sem honum er falið með lögum. Það er ekki verið að hóta persónunni heldur embættinu. Á þeim forsendum mótmæltum við því að þessi mál fari í svona sáttamiðlun. Við hjá Landssambandi lögreglumanna höfum alltaf lagt á það mikla áherslu að þessi mál séu tekin alvarlega. Það er verið að hóta samfélaginu en ekki persónunni á bak við einkennisfatnaðinn.“ Snorri segir lagabreytinguna hafa verið gerða eftir töluverðan þrýsting frá Landsambandinu. „Þá var kannski ekki ígrundað nægilega hvaða áhrif það hefði,“ segir Snorri og bætir við: „Við höfum gagnrýnt þessa framkvæmd frá því refsiramminn var hækkaður að það er ekki verið að nýta hann nægilega.“ Hann segist þó ekki sammála því að fækka ætti ákærum og einblína á alvarlegri málin. „Fyrst og fremst verðum við að treysta á almenna skynsemi dómara þegar verið er að kveða upp dóm.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Einu sinni var það þannig að ef maður sagði löggunni að halda kjafti þá var ekkert hlustað á það. Í dag er ákært fyrir hvert einasta fyllirísröfl,“ segir Stefán Karl Kristjánsson hæstaréttarlögmaður um ákærur og dóma fyrir valdstjórnarbrot. Refsivernd lögreglumanna var aukin 2007 og refsirammi fyrir brot gegn valdstjórninni hækkaður úr sex í átta ár að hámarki. Síðan þá hefur umburðarlyndi lögreglu gagnvart hvers kyns hótunum og ofbeldi gegn lögreglumönnum snarminnkað og málafjöldi í valdstjórnarbrotum hefur aukist mjög. Fyrir breytinguna var að jafnaði ákært í innan við helmingi þeirra mála sem kærð voru en eftir breytinguna fjölgaði málum mjög og að meðaltali er ákært í 80 prósentum kærðra mála.Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Fréttablaðið/ValliEkki er gerður nægilegur greinarmunur á alvarleika mála í dómaframkvæmdinni að mati viðmælenda Fréttablaðsins. „Það er orðin til mjög fastmótuð dómvenja um 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta lögreglumanni en 60 dagar fyrir ofbeldi gegn lögreglumanni. Þetta eru mjög vægar refsingar miðað við að refsiramminn er átta ára fangelsi,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari og bætir við: „Það mætti hífa refsingar fyrir alvarlegri brotin upp ef við myndum vinsa út þau brot sem eru í rauninni ekki alvarleg,“ segir Kolbrún og vísar til innihaldslausra hótana drukkinna ungmenna í garð lögreglu. Kolbrún segir að beita megi öðrum og vægari úrræðum eins og ákærufrestun til dæmis í vægum brotum ungmenna á aldrinum 15 til 21 árs og falla frá saksókn þegar menn sýna mikla iðrun. „Um tíma vorum við með hluta af valdstjórnarbrotunum í sáttamiðlun og það fannst mér mjög gott. Þar komu ungir krakkar inn sem voru að stíga sín fyrstu skref út af sporinu og við erum að reyna að stoppa þá þróun,“ segir Kolbrún og nefnir dæmi um ungmenni í sáttamiðlun sem fékk að eyða tíma með forvarnardeild lögreglu og kynnast störfum og verkefnum lögreglunnar. „Þetta er svo miklu vænlegra til árangurs held ég, varðandi til dæmis virðingu fyrir lögreglunni og störfum hennar,“ segir Kolbrún.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.„Við lögðumst alfarið gegn því að hluti þessara mála fari í sáttamiðlunarferli,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. „Ástæðan er sú að lögreglumaðurinn, sem hótað er, er fulltrúi valdstjórnarinnar. Hann er fulltrúi valds sem honum er falið með lögum. Það er ekki verið að hóta persónunni heldur embættinu. Á þeim forsendum mótmæltum við því að þessi mál fari í svona sáttamiðlun. Við hjá Landssambandi lögreglumanna höfum alltaf lagt á það mikla áherslu að þessi mál séu tekin alvarlega. Það er verið að hóta samfélaginu en ekki persónunni á bak við einkennisfatnaðinn.“ Snorri segir lagabreytinguna hafa verið gerða eftir töluverðan þrýsting frá Landsambandinu. „Þá var kannski ekki ígrundað nægilega hvaða áhrif það hefði,“ segir Snorri og bætir við: „Við höfum gagnrýnt þessa framkvæmd frá því refsiramminn var hækkaður að það er ekki verið að nýta hann nægilega.“ Hann segist þó ekki sammála því að fækka ætti ákærum og einblína á alvarlegri málin. „Fyrst og fremst verðum við að treysta á almenna skynsemi dómara þegar verið er að kveða upp dóm.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira