MS á Akureyri kveikir á díselkatli þegar rafmagnið klárast Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. október 2017 12:30 Skortur á fjárfestingu í orkuflutningakerfum á Norðurlandi hefur bitnað harkalega á atvinnulífi í Eyjafirði. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi hætt við að hefja rekstur á Akureyri af þessum sökum. Mjólkursamsalan þarf að reiða sig á díselolíu í rafmagnsframleiðslu þegar skert framboð er af rafmagni eða kerfi liggur niðri. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins um ástand innviða kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða á Íslandi nemi 372 milljörðum króna. Ein mest aðkallandi viðhalds- og fjárfestingarþörfin er í flutningskerfum raforku í dreifbýli. Hér um að ræða þriggja fasa rafmagn sem flest stærri fyrirtæki þurfa. Nánast allar nýjar raflínur í flutningskerfinu hafa mætt andstöðu og mikið hefur verið um kærumál sem hefur gert það að verkum að engin slík framkvæmd hefur orðið að veruleika á síðustu árum. Eyjafjörður er sá staður sem hefur farið hvað verst úti þegar fjárfesting í flutningskerfum er annars vegar. „Það eru ýmis fyrirtæki í framleiðslu sem treysta á rafmagn og þola illa flökt. Til dæmis framleiðslufyrirtæki sem lenda í því að framleiðslan skemmist þegar það kemur flökt á rafmagnið. Það er að gerast oftar núna en á undanförnum árum,“ segir Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Elva Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri hjá atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar segir að skortur á kerfum til að flytja rafmagn ístandi atvinnulífi fyrir norðan fyrir þrifum.Deila rafmagni með Vífilfelli og ýmsum þvottahúsum Þegar skert framboð er af rafmagni á Akureyri eða kerfi liggur niðri kveikir Mjólkursamsalan á Akureyri á stórum katli sem knúinn er áfram af díselolíu til að framleiða rafmagn. Verksmiðja Vífilfells og ýmis þvottahús á Akureyri fá svo rafmagn frá þessum katli. Skemmtiferðaskip sem koma til Akureyrar geta ekki sótt neitt rafmagn á Akureyri en keyra þess í stað á olíu meðan þau eru í höfn. Þá eru dæmi um fyrirtæki hafi hætt við hefja rekstur á Akureyri af þessum sökum. Elva segir að í raun og veru standi skortur á háspennulínum til að flytja þriggja fasa rafmagn „atvinnulífi og samfélagi í Eyjafirði í heild sinni fyrir þrifum“. Í raun hefur ekkert breyst í þessum málum frá því Fréttablaðið greindi frá því á árinu 2014 að öll raforka í Eyjafirði væri uppseld. Ísland er langstærsti raforkuframleiðandi í heiminum per íbúa og það er til nóg rafmagn á Norðurlandi til að anna orkuþörf atvinnulífsins á þessum svæðum. Það vantar bara fjárfestingu í háspennulínum. „Það er til nægt rafmagn í kerfinu en það eru flutningskerfi innan svæðis sem er ekki nógu sterkt. Það er komið til ára sinna og það er kominn tími á endurnýjun á byggðalínunni,“ segir Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Akureyrar. Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Skortur á fjárfestingu í orkuflutningakerfum á Norðurlandi hefur bitnað harkalega á atvinnulífi í Eyjafirði. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi hætt við að hefja rekstur á Akureyri af þessum sökum. Mjólkursamsalan þarf að reiða sig á díselolíu í rafmagnsframleiðslu þegar skert framboð er af rafmagni eða kerfi liggur niðri. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins um ástand innviða kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða á Íslandi nemi 372 milljörðum króna. Ein mest aðkallandi viðhalds- og fjárfestingarþörfin er í flutningskerfum raforku í dreifbýli. Hér um að ræða þriggja fasa rafmagn sem flest stærri fyrirtæki þurfa. Nánast allar nýjar raflínur í flutningskerfinu hafa mætt andstöðu og mikið hefur verið um kærumál sem hefur gert það að verkum að engin slík framkvæmd hefur orðið að veruleika á síðustu árum. Eyjafjörður er sá staður sem hefur farið hvað verst úti þegar fjárfesting í flutningskerfum er annars vegar. „Það eru ýmis fyrirtæki í framleiðslu sem treysta á rafmagn og þola illa flökt. Til dæmis framleiðslufyrirtæki sem lenda í því að framleiðslan skemmist þegar það kemur flökt á rafmagnið. Það er að gerast oftar núna en á undanförnum árum,“ segir Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Elva Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri hjá atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar segir að skortur á kerfum til að flytja rafmagn ístandi atvinnulífi fyrir norðan fyrir þrifum.Deila rafmagni með Vífilfelli og ýmsum þvottahúsum Þegar skert framboð er af rafmagni á Akureyri eða kerfi liggur niðri kveikir Mjólkursamsalan á Akureyri á stórum katli sem knúinn er áfram af díselolíu til að framleiða rafmagn. Verksmiðja Vífilfells og ýmis þvottahús á Akureyri fá svo rafmagn frá þessum katli. Skemmtiferðaskip sem koma til Akureyrar geta ekki sótt neitt rafmagn á Akureyri en keyra þess í stað á olíu meðan þau eru í höfn. Þá eru dæmi um fyrirtæki hafi hætt við hefja rekstur á Akureyri af þessum sökum. Elva segir að í raun og veru standi skortur á háspennulínum til að flytja þriggja fasa rafmagn „atvinnulífi og samfélagi í Eyjafirði í heild sinni fyrir þrifum“. Í raun hefur ekkert breyst í þessum málum frá því Fréttablaðið greindi frá því á árinu 2014 að öll raforka í Eyjafirði væri uppseld. Ísland er langstærsti raforkuframleiðandi í heiminum per íbúa og það er til nóg rafmagn á Norðurlandi til að anna orkuþörf atvinnulífsins á þessum svæðum. Það vantar bara fjárfestingu í háspennulínum. „Það er til nægt rafmagn í kerfinu en það eru flutningskerfi innan svæðis sem er ekki nógu sterkt. Það er komið til ára sinna og það er kominn tími á endurnýjun á byggðalínunni,“ segir Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Akureyrar.
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira