MS á Akureyri kveikir á díselkatli þegar rafmagnið klárast Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. október 2017 12:30 Skortur á fjárfestingu í orkuflutningakerfum á Norðurlandi hefur bitnað harkalega á atvinnulífi í Eyjafirði. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi hætt við að hefja rekstur á Akureyri af þessum sökum. Mjólkursamsalan þarf að reiða sig á díselolíu í rafmagnsframleiðslu þegar skert framboð er af rafmagni eða kerfi liggur niðri. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins um ástand innviða kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða á Íslandi nemi 372 milljörðum króna. Ein mest aðkallandi viðhalds- og fjárfestingarþörfin er í flutningskerfum raforku í dreifbýli. Hér um að ræða þriggja fasa rafmagn sem flest stærri fyrirtæki þurfa. Nánast allar nýjar raflínur í flutningskerfinu hafa mætt andstöðu og mikið hefur verið um kærumál sem hefur gert það að verkum að engin slík framkvæmd hefur orðið að veruleika á síðustu árum. Eyjafjörður er sá staður sem hefur farið hvað verst úti þegar fjárfesting í flutningskerfum er annars vegar. „Það eru ýmis fyrirtæki í framleiðslu sem treysta á rafmagn og þola illa flökt. Til dæmis framleiðslufyrirtæki sem lenda í því að framleiðslan skemmist þegar það kemur flökt á rafmagnið. Það er að gerast oftar núna en á undanförnum árum,“ segir Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Elva Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri hjá atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar segir að skortur á kerfum til að flytja rafmagn ístandi atvinnulífi fyrir norðan fyrir þrifum.Deila rafmagni með Vífilfelli og ýmsum þvottahúsum Þegar skert framboð er af rafmagni á Akureyri eða kerfi liggur niðri kveikir Mjólkursamsalan á Akureyri á stórum katli sem knúinn er áfram af díselolíu til að framleiða rafmagn. Verksmiðja Vífilfells og ýmis þvottahús á Akureyri fá svo rafmagn frá þessum katli. Skemmtiferðaskip sem koma til Akureyrar geta ekki sótt neitt rafmagn á Akureyri en keyra þess í stað á olíu meðan þau eru í höfn. Þá eru dæmi um fyrirtæki hafi hætt við hefja rekstur á Akureyri af þessum sökum. Elva segir að í raun og veru standi skortur á háspennulínum til að flytja þriggja fasa rafmagn „atvinnulífi og samfélagi í Eyjafirði í heild sinni fyrir þrifum“. Í raun hefur ekkert breyst í þessum málum frá því Fréttablaðið greindi frá því á árinu 2014 að öll raforka í Eyjafirði væri uppseld. Ísland er langstærsti raforkuframleiðandi í heiminum per íbúa og það er til nóg rafmagn á Norðurlandi til að anna orkuþörf atvinnulífsins á þessum svæðum. Það vantar bara fjárfestingu í háspennulínum. „Það er til nægt rafmagn í kerfinu en það eru flutningskerfi innan svæðis sem er ekki nógu sterkt. Það er komið til ára sinna og það er kominn tími á endurnýjun á byggðalínunni,“ segir Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Akureyrar. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Skortur á fjárfestingu í orkuflutningakerfum á Norðurlandi hefur bitnað harkalega á atvinnulífi í Eyjafirði. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi hætt við að hefja rekstur á Akureyri af þessum sökum. Mjólkursamsalan þarf að reiða sig á díselolíu í rafmagnsframleiðslu þegar skert framboð er af rafmagni eða kerfi liggur niðri. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins um ástand innviða kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða á Íslandi nemi 372 milljörðum króna. Ein mest aðkallandi viðhalds- og fjárfestingarþörfin er í flutningskerfum raforku í dreifbýli. Hér um að ræða þriggja fasa rafmagn sem flest stærri fyrirtæki þurfa. Nánast allar nýjar raflínur í flutningskerfinu hafa mætt andstöðu og mikið hefur verið um kærumál sem hefur gert það að verkum að engin slík framkvæmd hefur orðið að veruleika á síðustu árum. Eyjafjörður er sá staður sem hefur farið hvað verst úti þegar fjárfesting í flutningskerfum er annars vegar. „Það eru ýmis fyrirtæki í framleiðslu sem treysta á rafmagn og þola illa flökt. Til dæmis framleiðslufyrirtæki sem lenda í því að framleiðslan skemmist þegar það kemur flökt á rafmagnið. Það er að gerast oftar núna en á undanförnum árum,“ segir Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Elva Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri hjá atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar segir að skortur á kerfum til að flytja rafmagn ístandi atvinnulífi fyrir norðan fyrir þrifum.Deila rafmagni með Vífilfelli og ýmsum þvottahúsum Þegar skert framboð er af rafmagni á Akureyri eða kerfi liggur niðri kveikir Mjólkursamsalan á Akureyri á stórum katli sem knúinn er áfram af díselolíu til að framleiða rafmagn. Verksmiðja Vífilfells og ýmis þvottahús á Akureyri fá svo rafmagn frá þessum katli. Skemmtiferðaskip sem koma til Akureyrar geta ekki sótt neitt rafmagn á Akureyri en keyra þess í stað á olíu meðan þau eru í höfn. Þá eru dæmi um fyrirtæki hafi hætt við hefja rekstur á Akureyri af þessum sökum. Elva segir að í raun og veru standi skortur á háspennulínum til að flytja þriggja fasa rafmagn „atvinnulífi og samfélagi í Eyjafirði í heild sinni fyrir þrifum“. Í raun hefur ekkert breyst í þessum málum frá því Fréttablaðið greindi frá því á árinu 2014 að öll raforka í Eyjafirði væri uppseld. Ísland er langstærsti raforkuframleiðandi í heiminum per íbúa og það er til nóg rafmagn á Norðurlandi til að anna orkuþörf atvinnulífsins á þessum svæðum. Það vantar bara fjárfestingu í háspennulínum. „Það er til nægt rafmagn í kerfinu en það eru flutningskerfi innan svæðis sem er ekki nógu sterkt. Það er komið til ára sinna og það er kominn tími á endurnýjun á byggðalínunni,“ segir Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Akureyrar.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira