Of einföld endurkoma Sharapovu fer illa í aðra keppendur: „Hún á ekki að fá boðskort“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2017 10:30 Maria Sharapova snýr aftur á morgun. vísir/getty Maria Sharapova stígur aftur út á tennisvöllinn í fyrsta sinn í fimmtán mánuði á morgun þegar hún mætir Robertu Vinci frá Ítalíu í fyrstu umferð Porsche Grand Prix-mótsins í Stuttgart. Sharapova var úrskurðuð í tveggja ára lyfjabann á síðasta ári eftir að Meldóníum fannst í lyfsýni hennar á opna ástralska meistaramótinu í janúar í fyrra. Hún fékk bannið stytt í fimmtán mánuði eftir að berjast gegn úrskurðinum fyrir Alþjóðaíþróttadómstólnum þar sem hún viðurkenndi að hafa notað Meldóníum til langs tíma. Það var aftur á móti ekki sett á bannlista fyrr en í byrjun síðasta árs. Þessi gríðarlega vinsæla tenniskona sem á fimm risatitla að baki fékk boðskort eða svokallað „Wildcard“-sæti á mótinu í Stuttgart þannig hún þarf ekki að byrja á botninum eins og flestir aðrir sem finnast sekir um lyfjamisferli. Þá er hún einnig með boðskort á mót í Róm síðar í mánuðinum.Verðandi mótherjar ósáttir Þessi einfalda leið hennar aftur inn á stærstu mótin á WTA-mótaröðinni er alls ekki að fara vel í kollega hennar. BBC greinir frá. „Ég er ekki sammála því að hún eigi að fá boðskort á mótið í Róm og önnur mót. Hún gerði vissulega mistök en hún hefur tekið út sína refsingu og mér finnst að hún megi byrja að keppa aftur. Hún á bara ekki að fá þessi boðskort,“ segir Roberta Vinci sem Sharapova mætir á morgun. Sú ítalska er langt því frá sú fyrsta sem gagnrýnir þessa þægilegu endurkomu Sharapovu en í síðasta mánuði gekk Caroline Wozniacki mun lengra og sagði að það væri einfaldlega verið að sýna öðrum tenniskonum óvirðingu með þessum boðskortum Sharapovu. Fari svo að Sharapova leggi Vinci að velli gæti hún mætt Agnieszku Radwönsku frá Póllandi í annarri umferðinni en hún hefur einnig gagnrýnt endurkomu þeirrar rússnesku og sagt að hún eigi ekki að fá boðskort á risamótin. Tennis Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Sjá meira
Maria Sharapova stígur aftur út á tennisvöllinn í fyrsta sinn í fimmtán mánuði á morgun þegar hún mætir Robertu Vinci frá Ítalíu í fyrstu umferð Porsche Grand Prix-mótsins í Stuttgart. Sharapova var úrskurðuð í tveggja ára lyfjabann á síðasta ári eftir að Meldóníum fannst í lyfsýni hennar á opna ástralska meistaramótinu í janúar í fyrra. Hún fékk bannið stytt í fimmtán mánuði eftir að berjast gegn úrskurðinum fyrir Alþjóðaíþróttadómstólnum þar sem hún viðurkenndi að hafa notað Meldóníum til langs tíma. Það var aftur á móti ekki sett á bannlista fyrr en í byrjun síðasta árs. Þessi gríðarlega vinsæla tenniskona sem á fimm risatitla að baki fékk boðskort eða svokallað „Wildcard“-sæti á mótinu í Stuttgart þannig hún þarf ekki að byrja á botninum eins og flestir aðrir sem finnast sekir um lyfjamisferli. Þá er hún einnig með boðskort á mót í Róm síðar í mánuðinum.Verðandi mótherjar ósáttir Þessi einfalda leið hennar aftur inn á stærstu mótin á WTA-mótaröðinni er alls ekki að fara vel í kollega hennar. BBC greinir frá. „Ég er ekki sammála því að hún eigi að fá boðskort á mótið í Róm og önnur mót. Hún gerði vissulega mistök en hún hefur tekið út sína refsingu og mér finnst að hún megi byrja að keppa aftur. Hún á bara ekki að fá þessi boðskort,“ segir Roberta Vinci sem Sharapova mætir á morgun. Sú ítalska er langt því frá sú fyrsta sem gagnrýnir þessa þægilegu endurkomu Sharapovu en í síðasta mánuði gekk Caroline Wozniacki mun lengra og sagði að það væri einfaldlega verið að sýna öðrum tenniskonum óvirðingu með þessum boðskortum Sharapovu. Fari svo að Sharapova leggi Vinci að velli gæti hún mætt Agnieszku Radwönsku frá Póllandi í annarri umferðinni en hún hefur einnig gagnrýnt endurkomu þeirrar rússnesku og sagt að hún eigi ekki að fá boðskort á risamótin.
Tennis Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Sjá meira