Lögregluaðgerðir gegn hænsnaflokki velkjast um í dómskerfinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. september 2017 23:15 Kristján Ingi Jónsson og eiginmaður hans halda umræddan hænsnaflokk en nágrannar þeirra í Mosfellsbæ eiga mjög erfitt með að þola hávaða í hönum flokksins og hafa því beitt sér fyrir því á undanförnum árum að þeir verði fjarlægðir. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að fjalla efnislega um heimildir til lögregluaðgerða gegn Landnámshænsnaflokki í Mosfellsbæ, samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar í dag. Kærumál vegna hænsnaflokksins hafa rekist milli stofnanna í stjórnsýslunni í nokkur ár og flakka nú milli dómstiga. Meðal stofnanna sem fjallað hafa um örlög hænsnaflokksins eru bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ, Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðisins, Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands. Ekki sér fyrir endann á deilunni og örlög hænsnaflokksins því enn óráðin. Málið á sér orðið fimm ára langa sögu. Kristján Ingi Jónsson og eiginmaður hans halda umræddan hænsnaflokk en nágrannar þeirra í Mosfellsbæ eiga mjög erfitt með að þola hávaða í hönum flokksins og hafa því beitt sér fyrir því á undanförnum árum að þeir verði fjarlægðir. Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðisins kærði hænsnabændurna til lögreglu Nýjustu vendingar í málinu eru þær að Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðisins kærði hænsnabændurna til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og óskaði eftir því að lögreglan aflaði dómsúrskurðar til að fjarlægja mætti hænsnaflokkinn. Í kærunni segir meðal annars: „Að fengnum dómsúrskurði myndi dýraeftirlitsmaður með aðstoð lögreglu handsama umrædda fugla og koma fyrir í þar til gerðum búrum. Í framhaldi er gert ráð fyrir að fuglarnir verði fluttir til dýralæknis til aflífunar.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu snéri sér til Héraðsdóms Reykjavíkur með kröfu um húsleit við bæinn og á lóð umhverfis húsnæðið á heimili hænsnabónda, og að hænsnabóndinn afhendi lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu umræddar óskráðar hænur og tvo óleyfishana sem hann heldur. Héraðsdómur vísaði kröfu lögreglunnar frá dómi, aðallega á þeim grundvelli að umkrafnar heimildir til lögregluaðgerða gegn hænsnaflokknum og eiganda þeirra séu ekki gerðar með því markmiði að handtaka varnaraðila eða rannsaka andlag brots og önnur ummerki eða hafa uppi á munum sem rannsaka á. Þá séu heldur engir rannsóknarhagsmunir í húfi enda ekkert í málinu sem teljist óupplýst og þarfnist rannsóknaraðgerða í þágu lögreglurannsóknar. Þá verði heldur ekki séð að þolandi umkrafinna rannsóknaraðgerða sé grunaður um refsiverða háttsemi, eða í öllu falli ekki grunaður um háttsemi sem varðað geti fangelsisvist. Lögreglan kærði úrskurðinn til Hæstaréttar, sem felldi úrskurð Héraðsdóms úr gildi á þeim grundvelli ástæðurnar sem tilgreindar eru í úrskurðinum eigi ekki að valda frávísun. Hér vísar Hæstiréttur til þess að umræddar ástæður eigi að leiða til efnislegrar niðurstöðu um beiðni lögreglunnar en ekki frávísun málsins. Nú fer málið því aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur til efnislegrar meðferðar á kröfu lögreglunnar um húsleit og afhendingu hænsnaflokksins. Tengdar fréttir Hanar að gala eigandann út af lögbýlaskrá Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ vilja að lögbýli í þéttbýli verði aflögð. Þá geti þau beitt sér gegn tveimur landnámshönum sem nágranni í Reykjahverfi segir sígalandi. Eigandi hananna segist ekki gefa lögbýlisréttinn eftir nema Alþingi breyti lögum. 29. ágúst 2014 07:30 Haninn Kristján hefur ekki galað sitt síðasta Nágrannar, bæjarfélagið og úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál vilja tvo hana brott af Syðri-Reykjum 3. Eigandi fuglanna telur að lögbýlaskrá hafi verið breytt til að losna við hanana. Nágrannar þreyttir á fimm ára hanagali. 9. mars 2017 07:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að fjalla efnislega um heimildir til lögregluaðgerða gegn Landnámshænsnaflokki í Mosfellsbæ, samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar í dag. Kærumál vegna hænsnaflokksins hafa rekist milli stofnanna í stjórnsýslunni í nokkur ár og flakka nú milli dómstiga. Meðal stofnanna sem fjallað hafa um örlög hænsnaflokksins eru bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ, Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðisins, Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands. Ekki sér fyrir endann á deilunni og örlög hænsnaflokksins því enn óráðin. Málið á sér orðið fimm ára langa sögu. Kristján Ingi Jónsson og eiginmaður hans halda umræddan hænsnaflokk en nágrannar þeirra í Mosfellsbæ eiga mjög erfitt með að þola hávaða í hönum flokksins og hafa því beitt sér fyrir því á undanförnum árum að þeir verði fjarlægðir. Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðisins kærði hænsnabændurna til lögreglu Nýjustu vendingar í málinu eru þær að Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðisins kærði hænsnabændurna til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og óskaði eftir því að lögreglan aflaði dómsúrskurðar til að fjarlægja mætti hænsnaflokkinn. Í kærunni segir meðal annars: „Að fengnum dómsúrskurði myndi dýraeftirlitsmaður með aðstoð lögreglu handsama umrædda fugla og koma fyrir í þar til gerðum búrum. Í framhaldi er gert ráð fyrir að fuglarnir verði fluttir til dýralæknis til aflífunar.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu snéri sér til Héraðsdóms Reykjavíkur með kröfu um húsleit við bæinn og á lóð umhverfis húsnæðið á heimili hænsnabónda, og að hænsnabóndinn afhendi lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu umræddar óskráðar hænur og tvo óleyfishana sem hann heldur. Héraðsdómur vísaði kröfu lögreglunnar frá dómi, aðallega á þeim grundvelli að umkrafnar heimildir til lögregluaðgerða gegn hænsnaflokknum og eiganda þeirra séu ekki gerðar með því markmiði að handtaka varnaraðila eða rannsaka andlag brots og önnur ummerki eða hafa uppi á munum sem rannsaka á. Þá séu heldur engir rannsóknarhagsmunir í húfi enda ekkert í málinu sem teljist óupplýst og þarfnist rannsóknaraðgerða í þágu lögreglurannsóknar. Þá verði heldur ekki séð að þolandi umkrafinna rannsóknaraðgerða sé grunaður um refsiverða háttsemi, eða í öllu falli ekki grunaður um háttsemi sem varðað geti fangelsisvist. Lögreglan kærði úrskurðinn til Hæstaréttar, sem felldi úrskurð Héraðsdóms úr gildi á þeim grundvelli ástæðurnar sem tilgreindar eru í úrskurðinum eigi ekki að valda frávísun. Hér vísar Hæstiréttur til þess að umræddar ástæður eigi að leiða til efnislegrar niðurstöðu um beiðni lögreglunnar en ekki frávísun málsins. Nú fer málið því aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur til efnislegrar meðferðar á kröfu lögreglunnar um húsleit og afhendingu hænsnaflokksins.
Tengdar fréttir Hanar að gala eigandann út af lögbýlaskrá Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ vilja að lögbýli í þéttbýli verði aflögð. Þá geti þau beitt sér gegn tveimur landnámshönum sem nágranni í Reykjahverfi segir sígalandi. Eigandi hananna segist ekki gefa lögbýlisréttinn eftir nema Alþingi breyti lögum. 29. ágúst 2014 07:30 Haninn Kristján hefur ekki galað sitt síðasta Nágrannar, bæjarfélagið og úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál vilja tvo hana brott af Syðri-Reykjum 3. Eigandi fuglanna telur að lögbýlaskrá hafi verið breytt til að losna við hanana. Nágrannar þreyttir á fimm ára hanagali. 9. mars 2017 07:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Hanar að gala eigandann út af lögbýlaskrá Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ vilja að lögbýli í þéttbýli verði aflögð. Þá geti þau beitt sér gegn tveimur landnámshönum sem nágranni í Reykjahverfi segir sígalandi. Eigandi hananna segist ekki gefa lögbýlisréttinn eftir nema Alþingi breyti lögum. 29. ágúst 2014 07:30
Haninn Kristján hefur ekki galað sitt síðasta Nágrannar, bæjarfélagið og úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál vilja tvo hana brott af Syðri-Reykjum 3. Eigandi fuglanna telur að lögbýlaskrá hafi verið breytt til að losna við hanana. Nágrannar þreyttir á fimm ára hanagali. 9. mars 2017 07:00