Hélt að kerfið hefði farið í gang út af prumpulykt | Gunnar fór á kostum á blaðamannafundi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. mars 2017 10:31 Gunnar var rólegur fyrir bardagann í gær. Vísir/Getty Gunnar Nelson sýndi allar sína bestu hliðar á blaðamannafundinum eftir bardagakvöld UFC í London í gær. Gunnar hafði í gær betur gegn Alan Jouban eftir frábæra frammistöðu en hann vann á hengingu í annarri lotu. Hann svaraði spurningum blaðmanna um bardagann í gær, tapið gegn Rick Story á sínum tíma og hvort það hafi breytt ferlinum hans, hanskana sem hann notaði í bardaganum og margt annað. Meðal þess sem hann var spurður um var hvernig hann upplifði þegar brunaviðvörunarkerfi hótelsins sem hann var á fór í gang kvöldið fyrir bardagann. Sjá einnig: Gunnar þurfti að standa úti í kuldanum vegna brunaviðvörunnar á hótelinu „Ég öskraði og var dauðhræddur,“ sagði hann í augljósri kaldhæðni en fátt í þessum heimi virðist geta komið Gunnari úr jafnvægi eins og þekkt er. „Við vorum einmitt að loka augunum og fara að sofa þegar kerfið fór af stað. Við vissum ekki hvort þetta væri bara í herberginu okkar eða hótelinu öllu.“ Gunnar hélt svo áfram að slá á létta strengi. „Reyndar leysti einn herbergisfélaga minna vind og lyktin var virkilega slæm. Við héldum að það væri út af lyktinni því hún var hræðileg,“ sagði hann og uppskar hlátur í salnum. Hann segir að þeir hafi reynt að halda kyrru fyrir í herberginu en hljóðið í viðvörunarkerfinu hafi verið það pirrandi að þeir létu segjast. „Ég leit út og sá tvo herramenn sem virtust jafn gáttaðir og ég sjálfur. Svo fundum við reyklykt og ákváðum að það væri tímabært að fara út.“ Það má horfa á blaðamannafundinn á Youtube-rás UFC en Gunnar byrjar að tala eftir um stundarfjórðung. MMA Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Gunnar hengdi Jouban í London | Myndir Sjáðu geggjaða myndasyrpu frá bardaga Gunnars Nelson og Alans Jouban í London. 18. mars 2017 23:47 Gunnar þurfti að standa úti í kuldanum vegna brunaviðvörunnar á hótelinu Gunnar Nelson og Alan Jouban þurftu að standa úti í kuldanum á meðan athugað var hvað var í gangi. 18. mars 2017 09:04 Gunnar fékk fimm milljóna króna bónus fyrir eina bestu frammistöðu kvöldsins Gunnar Nelson lagði Alan Jouban svo sannfærandi að hann fékk vænan bónus. 19. mars 2017 00:02 Gunnar afgreiddi Jouban í annarri lotu Gunnar Nelson pakkaði Bandaríkjamanninum Alan Jouban samt í bardaga þeirra í London. 18. mars 2017 22:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Alan Jouban | Myndband Svakalegt hægrihandarhögg varð upphafið að endinum hjá Bandaríkjamanninum Alan Jouban. 19. mars 2017 00:44 Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson Eins og alltaf þegar Gunnar Nelson berst var lífleg umræða á Twitter. Hér er brot af því sem myllumerkið #ufc365 gaf. 18. mars 2017 22:40 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda KR - ÍR | Reykjavíkurslagur í Vesturbæ Grindavík - Ármann | Toppliðið mætir nýliðum ÍA - Stjarnan | Meistararnir á Skaganum KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
Gunnar Nelson sýndi allar sína bestu hliðar á blaðamannafundinum eftir bardagakvöld UFC í London í gær. Gunnar hafði í gær betur gegn Alan Jouban eftir frábæra frammistöðu en hann vann á hengingu í annarri lotu. Hann svaraði spurningum blaðmanna um bardagann í gær, tapið gegn Rick Story á sínum tíma og hvort það hafi breytt ferlinum hans, hanskana sem hann notaði í bardaganum og margt annað. Meðal þess sem hann var spurður um var hvernig hann upplifði þegar brunaviðvörunarkerfi hótelsins sem hann var á fór í gang kvöldið fyrir bardagann. Sjá einnig: Gunnar þurfti að standa úti í kuldanum vegna brunaviðvörunnar á hótelinu „Ég öskraði og var dauðhræddur,“ sagði hann í augljósri kaldhæðni en fátt í þessum heimi virðist geta komið Gunnari úr jafnvægi eins og þekkt er. „Við vorum einmitt að loka augunum og fara að sofa þegar kerfið fór af stað. Við vissum ekki hvort þetta væri bara í herberginu okkar eða hótelinu öllu.“ Gunnar hélt svo áfram að slá á létta strengi. „Reyndar leysti einn herbergisfélaga minna vind og lyktin var virkilega slæm. Við héldum að það væri út af lyktinni því hún var hræðileg,“ sagði hann og uppskar hlátur í salnum. Hann segir að þeir hafi reynt að halda kyrru fyrir í herberginu en hljóðið í viðvörunarkerfinu hafi verið það pirrandi að þeir létu segjast. „Ég leit út og sá tvo herramenn sem virtust jafn gáttaðir og ég sjálfur. Svo fundum við reyklykt og ákváðum að það væri tímabært að fara út.“ Það má horfa á blaðamannafundinn á Youtube-rás UFC en Gunnar byrjar að tala eftir um stundarfjórðung.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Gunnar hengdi Jouban í London | Myndir Sjáðu geggjaða myndasyrpu frá bardaga Gunnars Nelson og Alans Jouban í London. 18. mars 2017 23:47 Gunnar þurfti að standa úti í kuldanum vegna brunaviðvörunnar á hótelinu Gunnar Nelson og Alan Jouban þurftu að standa úti í kuldanum á meðan athugað var hvað var í gangi. 18. mars 2017 09:04 Gunnar fékk fimm milljóna króna bónus fyrir eina bestu frammistöðu kvöldsins Gunnar Nelson lagði Alan Jouban svo sannfærandi að hann fékk vænan bónus. 19. mars 2017 00:02 Gunnar afgreiddi Jouban í annarri lotu Gunnar Nelson pakkaði Bandaríkjamanninum Alan Jouban samt í bardaga þeirra í London. 18. mars 2017 22:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Alan Jouban | Myndband Svakalegt hægrihandarhögg varð upphafið að endinum hjá Bandaríkjamanninum Alan Jouban. 19. mars 2017 00:44 Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson Eins og alltaf þegar Gunnar Nelson berst var lífleg umræða á Twitter. Hér er brot af því sem myllumerkið #ufc365 gaf. 18. mars 2017 22:40 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda KR - ÍR | Reykjavíkurslagur í Vesturbæ Grindavík - Ármann | Toppliðið mætir nýliðum ÍA - Stjarnan | Meistararnir á Skaganum KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
Sjáðu hvernig Gunnar hengdi Jouban í London | Myndir Sjáðu geggjaða myndasyrpu frá bardaga Gunnars Nelson og Alans Jouban í London. 18. mars 2017 23:47
Gunnar þurfti að standa úti í kuldanum vegna brunaviðvörunnar á hótelinu Gunnar Nelson og Alan Jouban þurftu að standa úti í kuldanum á meðan athugað var hvað var í gangi. 18. mars 2017 09:04
Gunnar fékk fimm milljóna króna bónus fyrir eina bestu frammistöðu kvöldsins Gunnar Nelson lagði Alan Jouban svo sannfærandi að hann fékk vænan bónus. 19. mars 2017 00:02
Gunnar afgreiddi Jouban í annarri lotu Gunnar Nelson pakkaði Bandaríkjamanninum Alan Jouban samt í bardaga þeirra í London. 18. mars 2017 22:30
Sjáðu Gunnar Nelson hengja Alan Jouban | Myndband Svakalegt hægrihandarhögg varð upphafið að endinum hjá Bandaríkjamanninum Alan Jouban. 19. mars 2017 00:44
Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson Eins og alltaf þegar Gunnar Nelson berst var lífleg umræða á Twitter. Hér er brot af því sem myllumerkið #ufc365 gaf. 18. mars 2017 22:40