Gunnar: Fallegra að hengja hann heldur en að djöflast eins og graður hundur Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2017 23:24 Gunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í bardaga þeirra á UFC-bardagakvöldinu í O2-höllinni í London í kvöld en Gunnar afgreiddi Bandaríkjamanninn með hengingartaki í annarri lotu. Gunnar hafði yfirhöndina nánast frá fyrstu sekúndu en Jouban átti ekkert í íslenska bardagakappann sem vann sannfærandi sigur.Sjá einnig:Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson „Þetta var frábær bardagi sem fór í aðra lotu. Við fengum góða tilfinningu fyrir hvorum öðrum. Ég kláraði bardagann og sló hann vel. Ég klára hann með hengingu þó ég held að höggið hafi verið það sem nokkurn veginn kláraði bardagann,“ sagði Gunnar við Vísi skömmu eftir bardagann en kom aldrei til greina að rota Jouban þegar hann var kominn í góða stöðu? „Þetta var það klíníska í stöðunni fannst mér. Bara að taka hann og hengja hann. Þetta var svo galopið og augljóst. Það er hreinna og fallegra heldur en að vera að djöflast á honum eins og graður hundur,“ sagði Gunnar og brosti breitt. Jouban er þekktur fyrir spörkin sín og hann landaði einu góðu í bardaganum sem Gunnar hrósaði honum fyrir. „Það var eitt spark sem hann náði í löppina á mér sem var snyrtilegt hjá honum. Það hitti vel. Ég hristi það bara úr mér og var orðinn góður. Hann gerði vel með að blanda höggum og spörkum en það er líka það sem hans stíll snýst um,“ segir Gunnar sem var alveg ótrúlega rólegur alla vikuna. Var hann svona sigurviss? „Mér líður alltaf voðalega svipað ef ég á að segja eins og er. Ég er bara alltaf að spá í mig og spá í það sem ég geri en ekki hvað mótherjinn gerir. Mér leið mjög vel þegar ég var að hita upp. Skrokkurinn var góður og mér leið vel að fara inn í þennan bardaga.“ Fór allt eftir áætlun í þessum bardaga? „Það er ekki hægt að biðja um eitthvað mikið meira. Það hefði verið geggjað að klára hann svakalega snöggt en ég er líka að fíla að fá góðan tíma í búrinu án þess að taka mikinn skaða. Það skilar sér hrikalega vel inn í æfingarnar. Þannig getur maður bætt sig,“ segir Gunnar. Eins og alltaf þegar íslenskur íþróttamaður keppir í einhverri íþrótt þarf að taka Víkingaklappið og það var tekið af Bretunum og Íslendingunum í Höllinni. Gunnar var að elska það. „Það var geggjað. Ég tók eiginlega ekki eftir því á meðan ég var að berjast enda var ég að hugsa um eitthvað annað. Um leið og bardaginn var búinn heyrði ég að það var kominn helvítis hraði í þetta og þá ætlaði ég að taka undir en það var orðið of seint. Það var samt geggjað að heyra þetta,“ sagði Gunnar Nelson við Vísi. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Gunnar afgreiddi Jouban í annarri lotu Gunnar Nelson pakkaði Bandaríkjamanninum Alan Jouban samt í bardaga þeirra í London. 18. mars 2017 22:30 Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson Eins og alltaf þegar Gunnar Nelson berst var lífleg umræða á Twitter. Hér er brot af því sem myllumerkið #ufc365 gaf. 18. mars 2017 22:40 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Gunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í bardaga þeirra á UFC-bardagakvöldinu í O2-höllinni í London í kvöld en Gunnar afgreiddi Bandaríkjamanninn með hengingartaki í annarri lotu. Gunnar hafði yfirhöndina nánast frá fyrstu sekúndu en Jouban átti ekkert í íslenska bardagakappann sem vann sannfærandi sigur.Sjá einnig:Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson „Þetta var frábær bardagi sem fór í aðra lotu. Við fengum góða tilfinningu fyrir hvorum öðrum. Ég kláraði bardagann og sló hann vel. Ég klára hann með hengingu þó ég held að höggið hafi verið það sem nokkurn veginn kláraði bardagann,“ sagði Gunnar við Vísi skömmu eftir bardagann en kom aldrei til greina að rota Jouban þegar hann var kominn í góða stöðu? „Þetta var það klíníska í stöðunni fannst mér. Bara að taka hann og hengja hann. Þetta var svo galopið og augljóst. Það er hreinna og fallegra heldur en að vera að djöflast á honum eins og graður hundur,“ sagði Gunnar og brosti breitt. Jouban er þekktur fyrir spörkin sín og hann landaði einu góðu í bardaganum sem Gunnar hrósaði honum fyrir. „Það var eitt spark sem hann náði í löppina á mér sem var snyrtilegt hjá honum. Það hitti vel. Ég hristi það bara úr mér og var orðinn góður. Hann gerði vel með að blanda höggum og spörkum en það er líka það sem hans stíll snýst um,“ segir Gunnar sem var alveg ótrúlega rólegur alla vikuna. Var hann svona sigurviss? „Mér líður alltaf voðalega svipað ef ég á að segja eins og er. Ég er bara alltaf að spá í mig og spá í það sem ég geri en ekki hvað mótherjinn gerir. Mér leið mjög vel þegar ég var að hita upp. Skrokkurinn var góður og mér leið vel að fara inn í þennan bardaga.“ Fór allt eftir áætlun í þessum bardaga? „Það er ekki hægt að biðja um eitthvað mikið meira. Það hefði verið geggjað að klára hann svakalega snöggt en ég er líka að fíla að fá góðan tíma í búrinu án þess að taka mikinn skaða. Það skilar sér hrikalega vel inn í æfingarnar. Þannig getur maður bætt sig,“ segir Gunnar. Eins og alltaf þegar íslenskur íþróttamaður keppir í einhverri íþrótt þarf að taka Víkingaklappið og það var tekið af Bretunum og Íslendingunum í Höllinni. Gunnar var að elska það. „Það var geggjað. Ég tók eiginlega ekki eftir því á meðan ég var að berjast enda var ég að hugsa um eitthvað annað. Um leið og bardaginn var búinn heyrði ég að það var kominn helvítis hraði í þetta og þá ætlaði ég að taka undir en það var orðið of seint. Það var samt geggjað að heyra þetta,“ sagði Gunnar Nelson við Vísi. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Gunnar afgreiddi Jouban í annarri lotu Gunnar Nelson pakkaði Bandaríkjamanninum Alan Jouban samt í bardaga þeirra í London. 18. mars 2017 22:30 Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson Eins og alltaf þegar Gunnar Nelson berst var lífleg umræða á Twitter. Hér er brot af því sem myllumerkið #ufc365 gaf. 18. mars 2017 22:40 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Gunnar afgreiddi Jouban í annarri lotu Gunnar Nelson pakkaði Bandaríkjamanninum Alan Jouban samt í bardaga þeirra í London. 18. mars 2017 22:30
Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson Eins og alltaf þegar Gunnar Nelson berst var lífleg umræða á Twitter. Hér er brot af því sem myllumerkið #ufc365 gaf. 18. mars 2017 22:40