Þormóður: Yfirlýsingar ekki okkar íþrótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2016 08:00 Þormóður eðlilega svekktur. vísir/anton brink Þormóður Árni Jónsson tapaði fyrstu og einu glímu sinni á Ólympíuleikunum í Ríó en þriðju Ólympíuleikar hans enduðu í gær þegar hann var dæmdur úr leik eftir að hafa fengið of margar refsingar í glímu sinni við Pólverjann Maciej Sarnacki. „Það eru vonbrigði að komast ekki áfram. Þetta er algjör brotlending,“ sagði Þormóður Árni Jónsson svekktur skömmu eftir bardagann. „Þetta þýðir bara að þetta mót er búið sem og ákveðið tímabil. Þetta eru kaflaskipti og bara eins og þegar menn tapa í úrslitakeppninni. Nú þarf ég að setjast niður og skoða mína frammistöðu og taka ákvarðanir,“ sagði Þormóður en er hann nokkuð hættur? „Ég er voða lítið fyrir yfirlýsingar enda er það ekki okkar íþrótt,“ segir Þormóður. Eina viðureign hans á leikunum var í daufara lagi og hvorugur skoraði stig áður en dómarinn dæmdi Íslendinginn úr leik. „Hann sótti ekki eitt bragð allan tímann. Hann fór í hálfsóknir með útréttar hendur en reyndi aldrei að fara að mér. Ef hann hefði komið að mér þá hefði ég verið kominn á minn heimavöll,“ sagði Þormóður en er þetta sárasta tapið á ÓL? „Þau eru öll sár en það var samt sárara þegar ég tapaði 2008. Ég var yfir og hefði átt að vinna þá glímu,“ segir Þormóður en hann átti að gera betur. „Ég er ósáttur við að hafa ekki náð að ógna honum meira. Þetta er búið að vera vandamál með glímur ef það er lokað því ég vil frekar vera í villtari stíl. Maður verður samt að geta aðlagað sig,“ segir Þormóður. „Ég myndi áætla það að þetta séu síðustu Ólympíuleikarnir. Bara út af fjölskyldunni og svona. Ég þurfti að setja allt annað til hliðar síðan áramótin 2014 til 2015. Allt annað hefur þurft að bíða,“ segir Þormóður. Hann átti þá eftir að fá eldræðuna frá þjálfara sínum, Bjarna Friðrikssyni. „Það verða ekki fögur orð. Ég held samt ég setji bara mesta pressu og væntingar á mig sjálfur. Maður vill alltaf fara fram úr væntingum,“ segir Þormóður. „Það er alltaf ákveðinn áfangi að komast á Ólympíuleika eins og fyrir liðin að komast í úrslitakeppnina. Það var ágætt en þegar þú ert kominn hingað inn þá er það bara nýtt tímabil og ný markmið. Við duttum út í fyrstu umferð og í því vill enginn lenda,“ sagði Þormóður að lokum. – óój Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þormóður Árni svekktur: Ég hefði þurft að sparka meira í hann Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. 12. ágúst 2016 14:19 Þormóður: Super Bowl júdómanna Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. 12. ágúst 2016 07:00 Þormóður dæmdur úr leik Þormóður Árni Jónsson keppti í dag í +100 kg flokki í júdó en hann er nú að keppa á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Frammistaða okkar manns olli miklum vonbrigðum en hann var dæmdur úr leik. 12. ágúst 2016 13:45 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Þormóður Árni Jónsson tapaði fyrstu og einu glímu sinni á Ólympíuleikunum í Ríó en þriðju Ólympíuleikar hans enduðu í gær þegar hann var dæmdur úr leik eftir að hafa fengið of margar refsingar í glímu sinni við Pólverjann Maciej Sarnacki. „Það eru vonbrigði að komast ekki áfram. Þetta er algjör brotlending,“ sagði Þormóður Árni Jónsson svekktur skömmu eftir bardagann. „Þetta þýðir bara að þetta mót er búið sem og ákveðið tímabil. Þetta eru kaflaskipti og bara eins og þegar menn tapa í úrslitakeppninni. Nú þarf ég að setjast niður og skoða mína frammistöðu og taka ákvarðanir,“ sagði Þormóður en er hann nokkuð hættur? „Ég er voða lítið fyrir yfirlýsingar enda er það ekki okkar íþrótt,“ segir Þormóður. Eina viðureign hans á leikunum var í daufara lagi og hvorugur skoraði stig áður en dómarinn dæmdi Íslendinginn úr leik. „Hann sótti ekki eitt bragð allan tímann. Hann fór í hálfsóknir með útréttar hendur en reyndi aldrei að fara að mér. Ef hann hefði komið að mér þá hefði ég verið kominn á minn heimavöll,“ sagði Þormóður en er þetta sárasta tapið á ÓL? „Þau eru öll sár en það var samt sárara þegar ég tapaði 2008. Ég var yfir og hefði átt að vinna þá glímu,“ segir Þormóður en hann átti að gera betur. „Ég er ósáttur við að hafa ekki náð að ógna honum meira. Þetta er búið að vera vandamál með glímur ef það er lokað því ég vil frekar vera í villtari stíl. Maður verður samt að geta aðlagað sig,“ segir Þormóður. „Ég myndi áætla það að þetta séu síðustu Ólympíuleikarnir. Bara út af fjölskyldunni og svona. Ég þurfti að setja allt annað til hliðar síðan áramótin 2014 til 2015. Allt annað hefur þurft að bíða,“ segir Þormóður. Hann átti þá eftir að fá eldræðuna frá þjálfara sínum, Bjarna Friðrikssyni. „Það verða ekki fögur orð. Ég held samt ég setji bara mesta pressu og væntingar á mig sjálfur. Maður vill alltaf fara fram úr væntingum,“ segir Þormóður. „Það er alltaf ákveðinn áfangi að komast á Ólympíuleika eins og fyrir liðin að komast í úrslitakeppnina. Það var ágætt en þegar þú ert kominn hingað inn þá er það bara nýtt tímabil og ný markmið. Við duttum út í fyrstu umferð og í því vill enginn lenda,“ sagði Þormóður að lokum. – óój
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þormóður Árni svekktur: Ég hefði þurft að sparka meira í hann Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. 12. ágúst 2016 14:19 Þormóður: Super Bowl júdómanna Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. 12. ágúst 2016 07:00 Þormóður dæmdur úr leik Þormóður Árni Jónsson keppti í dag í +100 kg flokki í júdó en hann er nú að keppa á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Frammistaða okkar manns olli miklum vonbrigðum en hann var dæmdur úr leik. 12. ágúst 2016 13:45 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Þormóður Árni svekktur: Ég hefði þurft að sparka meira í hann Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. 12. ágúst 2016 14:19
Þormóður: Super Bowl júdómanna Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. 12. ágúst 2016 07:00
Þormóður dæmdur úr leik Þormóður Árni Jónsson keppti í dag í +100 kg flokki í júdó en hann er nú að keppa á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Frammistaða okkar manns olli miklum vonbrigðum en hann var dæmdur úr leik. 12. ágúst 2016 13:45