Sport

Þormóður dæmdur úr leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þormóður Árni Jónsson í bardaganum í dag.
Þormóður Árni Jónsson í bardaganum í dag. Vísir/Anton
Þormóður Árni Jónsson keppti í dag í +100 kg flokki í júdó en hann er nú að keppa á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Frammistaða okkar manns olli miklum vonbrigðum en hann var dæmdur úr leik.

Þormóður mætti Pólverjanum Maciej Sarnacki í 32-manna úrslitum. Það verður seint sagt að þetta hafi verið leiftrandi skemmtileg glíma. Þeir héldu í hvorn annan án þess að gera mikið og Þormóður safnaði viðvörunum. Meðal annars fyrir að kasta sér í gólfið.

Að lokum voru viðvaranirnar orðnar of margar og Þormóður dæmdur úr leik. Gríðarleg vonbrigði. Ekki síst í ljósi þess að Þormóður lét aldrei reyna neitt á Pólverjann.

Pólverjinn beið átekta og sótti ekki mikið sem hentaði Þormóði illa. Þormóður náði ekki að komast í sín bestu brögð eins og hann ætlaði sér.

Þormóður Árni hefði mætt gríðarlega sterkum Ísraelsmanni í næstu umferð ef að hann hefði komist áfram en það er hætt við því að Pólverjinn geri ekki mikið á móti honum með sömu taktík.

Hér fyrir ofan má sjá beina sjónvarpsútsendingu frá keppni í júdó en fyrir neðan má lesa beina textalýsingu blaðamanns Vísis í Ríó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×