Raddir úr öllum áttum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2016 11:30 "Við hvetjum fólk til að taka þátt í pallborðinu með okkur og koma með spurningar úr sal,“ segir Lára. Vísir/GVA „Við reynum að láta raddirnar koma úr öllum áttum þannig að dagskráin verði fjölbreytt. Þar er grasrótin og þar eru gestsaugun, starfandi rithöfundar, fræðimenn og fjölmiðlafólk.“ Þannig lýsir Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg, væntanlegu málþingi um gildi orðlistar í samfélaginu sem haldið verður í Tjarnarsal Ráðhússins á morgun, 19. október, frá klukkan 13 til 16. Meðal frummælenda verður Eliza Reid forsetafrú. „Við erum upp með okkur yfir því að forsetafrúin skuli heiðra okkur með þátttöku,“ segir Lára og lýsir því að Eliza sé annar tveggja stofnenda verkefnisins Iceland Writers Retreat. Það skipuleggur menningarferðir til Íslands í apríl ár hvert, þar sem ferðamennirnir setjast á skólabekk hjá þekktum rithöfundum hér, ferðast um landið, fræðast um íslenska menningu og hitta rithöfund í Bókmenntaborginni. „Í fyrra komu 110 manns frá yfir 20 löndum og öllum málsvæðum og Eliza mun segja frá þessu frábæra verkefni sem er á fárra vitorði,“ segir Lára og snýr sér að öðrum dagskrárliðum.Skemmtikraftarnir Kött Grá Pje og Ásta Fanney Sigurðardóttir ætla að koma gestum á óvart. Mynd/Roman Gerasymenko „Brynhildur Þórarinsdóttir dósent ætlar að velta fyrir sér útkomu lestrarkannana meðal unglinga og í stað þess að setja upp neikvæðu gleraugun ætlar hún að beina sjónum sínum að þeim sem að lesa mikið. Hildur Knútsdóttir rithöfundur verður með hugleiðingar um orð og orðaforða og Valgerður Þóroddsdóttir, skáld og útgefandi flytur erindi sem hún nefnir Enginn er eyland. Eftir pallborðsumræður þar sem Brynhildur Þórarins, Hallgrímur Helgason, Jórunn Sigurðardóttir og Magnús Guðmundsson og Stefán Pálsson ræða málin undir stjórn Kristínar Helgu Gunnarsdóttur stígur Ragnhildur Hólmgeirsdóttir í pontu með játningar lestrarfíkils.“ Lára tekur fram að allir séu velkomnir á þingið og þar sé ekkert þátttökugjald. „Við hlökkum til að sjá sem flesta í Tjarnarsalnum á morgun og hvetjum fólk til að taka þátt í pallborðinu með spurningum úr sal.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. október 2016. Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við reynum að láta raddirnar koma úr öllum áttum þannig að dagskráin verði fjölbreytt. Þar er grasrótin og þar eru gestsaugun, starfandi rithöfundar, fræðimenn og fjölmiðlafólk.“ Þannig lýsir Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg, væntanlegu málþingi um gildi orðlistar í samfélaginu sem haldið verður í Tjarnarsal Ráðhússins á morgun, 19. október, frá klukkan 13 til 16. Meðal frummælenda verður Eliza Reid forsetafrú. „Við erum upp með okkur yfir því að forsetafrúin skuli heiðra okkur með þátttöku,“ segir Lára og lýsir því að Eliza sé annar tveggja stofnenda verkefnisins Iceland Writers Retreat. Það skipuleggur menningarferðir til Íslands í apríl ár hvert, þar sem ferðamennirnir setjast á skólabekk hjá þekktum rithöfundum hér, ferðast um landið, fræðast um íslenska menningu og hitta rithöfund í Bókmenntaborginni. „Í fyrra komu 110 manns frá yfir 20 löndum og öllum málsvæðum og Eliza mun segja frá þessu frábæra verkefni sem er á fárra vitorði,“ segir Lára og snýr sér að öðrum dagskrárliðum.Skemmtikraftarnir Kött Grá Pje og Ásta Fanney Sigurðardóttir ætla að koma gestum á óvart. Mynd/Roman Gerasymenko „Brynhildur Þórarinsdóttir dósent ætlar að velta fyrir sér útkomu lestrarkannana meðal unglinga og í stað þess að setja upp neikvæðu gleraugun ætlar hún að beina sjónum sínum að þeim sem að lesa mikið. Hildur Knútsdóttir rithöfundur verður með hugleiðingar um orð og orðaforða og Valgerður Þóroddsdóttir, skáld og útgefandi flytur erindi sem hún nefnir Enginn er eyland. Eftir pallborðsumræður þar sem Brynhildur Þórarins, Hallgrímur Helgason, Jórunn Sigurðardóttir og Magnús Guðmundsson og Stefán Pálsson ræða málin undir stjórn Kristínar Helgu Gunnarsdóttur stígur Ragnhildur Hólmgeirsdóttir í pontu með játningar lestrarfíkils.“ Lára tekur fram að allir séu velkomnir á þingið og þar sé ekkert þátttökugjald. „Við hlökkum til að sjá sem flesta í Tjarnarsalnum á morgun og hvetjum fólk til að taka þátt í pallborðinu með spurningum úr sal.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. október 2016.
Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist