Bandaríkjamaðurinn Geoff Cameron verður með á móti Liverpool í undanúrslitum enska deildabikarsins annað kvöld þrátt fyrir að hafa fengið rauða spjaldið á móti West Bromwich í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Rautt spjald þýðir venjulega þriggja leikja bann fyrir viðkomandi leikmann en aganefnd enska knattspyrnusambandsins ákvað að fella rauða spjaldið niður.
Stoke City áfrýjaði rauða spjaldinu og hlutlaus matsnefnd innan enska sambandsins taldi að dómari leiksins hafi gert mistök þegar hann rak Geoff Cameron af velli.
Geoff Cameron fékk rauða spjaldið á 83. mínútu fyrir brot á Claudio Yacob en nefndin var sammála Stoke-mönnum í því að West Brom leikmaðurinn hafi gert of mikið úr brotinu.
Eins og sjá má á myndinni með fréttinni þá var Geoff Cameron mjög hissa að sjá rauða spjaldið og nú er komið í ljós að hann hafði fulla ástæðu til þess. Rauða spjaldið hafði hinsvegar mikl áhrif á úrslit leiksins og því verður ekki breytt.
Stoke spilaði manni færri síðustu mínútur leiksins en Geoff Cameron var rekinn af velli í stöðunni 1-1. Jonny Evans skoraði síðan sigurmark West Bromwich Albion á þriðju mínútu í uppbótartíma.
Cameron hafði ástæðu til að vera hissa
Óskar Ófeigur Jónsson. skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn







Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti
