Wenger þreyttur á gagnrýni: Ég vinn og vinn og vinn og vinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. mars 2016 08:08 Vísir/Getty Arsene Wenger sat enn einu sinni fyrir svörum blaðamanna í gær en í þetta sinn var tilefnið leikur Arsenal gegn Hull í ensku bikarkeppninni í kvöld. Arsenal og Wenger hafa verið gagnrýnd nokkuð síðustu vikurnar eftir að Arsenal gaf eftir í titilbaráttu ensku deildarinnar. Það er ekki í fyrsta sinn sem Wenger þarf að hlusta á gagnrýnisraddir en Arsenal varð síðast Englandsmeistari árið 2004. „Sjáið til. Ég hef unnið hér í 19, 20 ár en samt þarf ég að sitja hér og réttlæta að ég sé nógu góður til að sinna þessu starfi,“ sagði Wenger.Sjá einnig: Bálreiður stuðningsmaður Arsenal tók kastið á Wenger: „Kominn fram yfir síðasta söludag“ „Mér finnst ekki erfitt að takast á við allt sem fylgir starfinu en mér finnst þetta orðið fremur leiðinlegt. Ég þarf alltaf að sannfæra ykkur um að ég sé nógu góður. Ég hef starfað í 35 ár sem þjálfari á hæsta stigi.“ „Mér finnst orðið leiðinlegt að sitja undir sömu spurningnunum að loknum nítján árum.“Vísir/GettyBýð aldrei neinum út að borða Hann segir að hann muni halda áfram að sinna sínu starfi rétt eins og áður og að hann geti ekki stjórnað því hvaða álit stuðningsmenn félagsins hafa á honum. „Ég bý yfir nógu mikilli auðmýkt til að efast um sjálfan mig og gangast við mínum mistökum. Það geri ég, trúið mér.“ „Það er samt engin tilviljun að eigendur félagsins hafi viljað halda mér í nítján ár. Eða haldið þið að þeir séu heimskari en við?“Sjá einnig: Wenger: Barnalegt hjá okkur „Ég er ekki á Twitter. Ég býð aldrei neinum út að borða. Ég vinn og vinn og vinn og vinn. Ef það er ekki nógu gott fæ ég að vita það einn daginn.“ „Ég get ekki haft áhyggjur af því hvað þið segið eða hvað stuðningsmennirnir segja. Ég verð að sinna minni vinnu eins vel og ég get. Öllum er svo frjálst að hafa sína skoðun á því.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Þetta eru leikirnir sem efstu fjögur liðin eiga eftir Leicester á ekki eftir að mæta einu af fjórum efstu liðunum það sem eftir lifir leiktíðar. 3. mars 2016 13:30 Tottenham mistókst að komast á toppinn | Sjáðu mörkin og rauða spjaldið Tottenham mistókst að komast á topp ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Arsenal í nágrannaslag í dag. 5. mars 2016 14:30 Bálreiður stuðningsmaður Arsenal tók kastið á Wenger: „Kominn fram yfir síðasta söludag“ Stuðningsmaður Arsenal gat ekki hamið sig í viðtali eftir tapið gegn Gylfa Þór og félögum í gær. 3. mars 2016 12:30 Wenger: Leyfum okkur ekki að dreyma um titilinn lengur Knattspyrnustjóri Arsenal viðurkennir að það er skortur á sjálfstrausti í leikmönnum liðsins. 3. mars 2016 11:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Arsene Wenger sat enn einu sinni fyrir svörum blaðamanna í gær en í þetta sinn var tilefnið leikur Arsenal gegn Hull í ensku bikarkeppninni í kvöld. Arsenal og Wenger hafa verið gagnrýnd nokkuð síðustu vikurnar eftir að Arsenal gaf eftir í titilbaráttu ensku deildarinnar. Það er ekki í fyrsta sinn sem Wenger þarf að hlusta á gagnrýnisraddir en Arsenal varð síðast Englandsmeistari árið 2004. „Sjáið til. Ég hef unnið hér í 19, 20 ár en samt þarf ég að sitja hér og réttlæta að ég sé nógu góður til að sinna þessu starfi,“ sagði Wenger.Sjá einnig: Bálreiður stuðningsmaður Arsenal tók kastið á Wenger: „Kominn fram yfir síðasta söludag“ „Mér finnst ekki erfitt að takast á við allt sem fylgir starfinu en mér finnst þetta orðið fremur leiðinlegt. Ég þarf alltaf að sannfæra ykkur um að ég sé nógu góður. Ég hef starfað í 35 ár sem þjálfari á hæsta stigi.“ „Mér finnst orðið leiðinlegt að sitja undir sömu spurningnunum að loknum nítján árum.“Vísir/GettyBýð aldrei neinum út að borða Hann segir að hann muni halda áfram að sinna sínu starfi rétt eins og áður og að hann geti ekki stjórnað því hvaða álit stuðningsmenn félagsins hafa á honum. „Ég bý yfir nógu mikilli auðmýkt til að efast um sjálfan mig og gangast við mínum mistökum. Það geri ég, trúið mér.“ „Það er samt engin tilviljun að eigendur félagsins hafi viljað halda mér í nítján ár. Eða haldið þið að þeir séu heimskari en við?“Sjá einnig: Wenger: Barnalegt hjá okkur „Ég er ekki á Twitter. Ég býð aldrei neinum út að borða. Ég vinn og vinn og vinn og vinn. Ef það er ekki nógu gott fæ ég að vita það einn daginn.“ „Ég get ekki haft áhyggjur af því hvað þið segið eða hvað stuðningsmennirnir segja. Ég verð að sinna minni vinnu eins vel og ég get. Öllum er svo frjálst að hafa sína skoðun á því.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Þetta eru leikirnir sem efstu fjögur liðin eiga eftir Leicester á ekki eftir að mæta einu af fjórum efstu liðunum það sem eftir lifir leiktíðar. 3. mars 2016 13:30 Tottenham mistókst að komast á toppinn | Sjáðu mörkin og rauða spjaldið Tottenham mistókst að komast á topp ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Arsenal í nágrannaslag í dag. 5. mars 2016 14:30 Bálreiður stuðningsmaður Arsenal tók kastið á Wenger: „Kominn fram yfir síðasta söludag“ Stuðningsmaður Arsenal gat ekki hamið sig í viðtali eftir tapið gegn Gylfa Þór og félögum í gær. 3. mars 2016 12:30 Wenger: Leyfum okkur ekki að dreyma um titilinn lengur Knattspyrnustjóri Arsenal viðurkennir að það er skortur á sjálfstrausti í leikmönnum liðsins. 3. mars 2016 11:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Þetta eru leikirnir sem efstu fjögur liðin eiga eftir Leicester á ekki eftir að mæta einu af fjórum efstu liðunum það sem eftir lifir leiktíðar. 3. mars 2016 13:30
Tottenham mistókst að komast á toppinn | Sjáðu mörkin og rauða spjaldið Tottenham mistókst að komast á topp ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Arsenal í nágrannaslag í dag. 5. mars 2016 14:30
Bálreiður stuðningsmaður Arsenal tók kastið á Wenger: „Kominn fram yfir síðasta söludag“ Stuðningsmaður Arsenal gat ekki hamið sig í viðtali eftir tapið gegn Gylfa Þór og félögum í gær. 3. mars 2016 12:30
Wenger: Leyfum okkur ekki að dreyma um titilinn lengur Knattspyrnustjóri Arsenal viðurkennir að það er skortur á sjálfstrausti í leikmönnum liðsins. 3. mars 2016 11:30