Bálreiður stuðningsmaður Arsenal tók kastið á Wenger: „Kominn fram yfir síðasta söludag“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. mars 2016 12:30 Stuðningsmenn nokkra liða í ensku úrvalsdeildinni fá sumir hverjir stóran vettvang til að tjá sig um leiki liðsins skömmu eftir að þeim lýkur á Youtube-síðum sem verða vinsælli með hverri vikunni sem líður. ArsenalFanTV er Youtube-rás sem eðli málsins samkvæmt fylgir Arsenal-liðinu út um allt og tekur stuðningsmenn tali eftir leik. Einn þeirra missti vitið eftir að Skytturnar þurfu að sætta sig við tap gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea í gærkvöldi. Stuðningsmaðurinn er búinn að fá nóg af Arsene Wenger, knattspyrnustjóra liðsins, en Arsenal er sex stigum á eftir Leicester í toppbaráttuni þegar tíu umferðir eru eftir. „Ég mæti á hvern einasta leik bæði heima og úti og nú er ég búinn að fá nóg. Ég er búinn að fá nóg af stjóranum sem er kominn fram yfir síðasta söludag,“ segir stuðningsmaðurinn.vísir/gettyFjórir þökkuðu fyrir sig Hann segir að Wenger nái ekki að hvetja menn til dáða og bendir til dæmis á Calum Chambers sem spilaði frábærlega í seinni hálfleik á móti Leicester á dögunum. „Það héldu allir að við myndum tapa leiknum því Chambers var að koma inn á, en svo átti hann besta hálfleik nokkurs varnarmanns í liðinu á tímabilinu. Og hvað fékk hann að launum? Hann var ekki einu sinni í hópnum á móti Manchester United,“ segir hann. „Ég mætti til Manchester og þar þökkuðu fjórir leikmenn okkur fyrir stuðninginn eftir leik en hinir drulluðu sér út af. Það er engin stemning í liðinu og það er stjóranum að kenna. Það tók okkur klukkutíma og 20 mínútur bara að komast út úr Manchester og fyrir þetta þökkuðu fjórir leikmenn fyrir sig.“ Stuðningsmaðurinn er brjálaður vegna kaupstefnu Arsene Wengers, en eftir að kaupa tvo dýra leikmenn tvö ár í röð hefur Wenger haldið um veskið á þessu tímabili. Á meðan hann kaupir engar stórstjörnur eru stuðningsmenn Arsenal að borga hæsta verð allra fyrir að sjá liðið sitt spila.vísir/gettyHættum að sætta okkur við þetta „Arsene Wenger segist ekki tilbúinn að borga of hátt verð fyrir leikmenn. Ég borga of mikið fyrir að sjá hvern einasta helvítis leik. Af hverju borgar liðið ekki meira þegar ég þarf að gera það? Er það réttlátt?“ segir hann. „Ég mun mæta á leikinn gegn Tottenham eins og fíflið sem ég er á laugardaginn og þar veit ég ekkert hvað ég fæ frá liðinu. Eflaust vinnum við og allir fyrirgefa Wenger.“ „Við erum bara að biðja um að peningum verði eytt í leikmenn. Við seldum sál okkar þegar við fórum frá Highbury og byrjuðum að spila á þessum velli. Nú er Wenger búinn að eyða fimmtán milljónum í síðustu tveimur félagaskiptagluggum og allir hér sætta sig við þetta.“ „Við getum ekki sætt við okkur þetta lengur. Wenger þarf að átta sig á því að hann er kominn yfir síðasta söludag, hætta og gefa einhverjum öðrum tækifæri á að koma liðinu á toppinn þar sem þetta fjandans lið á að vera,“ segir stuðningsmaðurinn. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Þetta eru leikirnir sem efstu fjögur liðin eiga eftir Leicester á ekki eftir að mæta einu af fjórum efstu liðunum það sem eftir lifir leiktíðar. 3. mars 2016 13:30 Gylfi fékk átta fyrir innkomuna í Lundúnum: „Svo rosalega mikilvægur þessu liði“ Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á í hálfleik og lagði upp sigurmarkið gegn Arsenal. 3. mars 2016 07:30 Wenger: Gabriel þarf að tala betri ensku Brasilíski miðvörðurinn á svolítið erfitt uppdráttar því hann getur ekki tjáð sig almennilega á vellinum. 2. mars 2016 08:00 Gylfi lagði upp sigurmark Swansea gegn Arsenal | Sjáið mörkin Arsenal tapaði sínum öðrum leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið tapaði dýrmætum stigum gegn Swansea á heimavelli, en lokatölur 2-1 sigur Swansea. Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp sigurmark Swansea. 2. mars 2016 21:30 Wenger: Leyfum okkur ekki að dreyma um titilinn lengur Knattspyrnustjóri Arsenal viðurkennir að það er skortur á sjálfstrausti í leikmönnum liðsins. 3. mars 2016 11:30 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Stuðningsmenn nokkra liða í ensku úrvalsdeildinni fá sumir hverjir stóran vettvang til að tjá sig um leiki liðsins skömmu eftir að þeim lýkur á Youtube-síðum sem verða vinsælli með hverri vikunni sem líður. ArsenalFanTV er Youtube-rás sem eðli málsins samkvæmt fylgir Arsenal-liðinu út um allt og tekur stuðningsmenn tali eftir leik. Einn þeirra missti vitið eftir að Skytturnar þurfu að sætta sig við tap gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea í gærkvöldi. Stuðningsmaðurinn er búinn að fá nóg af Arsene Wenger, knattspyrnustjóra liðsins, en Arsenal er sex stigum á eftir Leicester í toppbaráttuni þegar tíu umferðir eru eftir. „Ég mæti á hvern einasta leik bæði heima og úti og nú er ég búinn að fá nóg. Ég er búinn að fá nóg af stjóranum sem er kominn fram yfir síðasta söludag,“ segir stuðningsmaðurinn.vísir/gettyFjórir þökkuðu fyrir sig Hann segir að Wenger nái ekki að hvetja menn til dáða og bendir til dæmis á Calum Chambers sem spilaði frábærlega í seinni hálfleik á móti Leicester á dögunum. „Það héldu allir að við myndum tapa leiknum því Chambers var að koma inn á, en svo átti hann besta hálfleik nokkurs varnarmanns í liðinu á tímabilinu. Og hvað fékk hann að launum? Hann var ekki einu sinni í hópnum á móti Manchester United,“ segir hann. „Ég mætti til Manchester og þar þökkuðu fjórir leikmenn okkur fyrir stuðninginn eftir leik en hinir drulluðu sér út af. Það er engin stemning í liðinu og það er stjóranum að kenna. Það tók okkur klukkutíma og 20 mínútur bara að komast út úr Manchester og fyrir þetta þökkuðu fjórir leikmenn fyrir sig.“ Stuðningsmaðurinn er brjálaður vegna kaupstefnu Arsene Wengers, en eftir að kaupa tvo dýra leikmenn tvö ár í röð hefur Wenger haldið um veskið á þessu tímabili. Á meðan hann kaupir engar stórstjörnur eru stuðningsmenn Arsenal að borga hæsta verð allra fyrir að sjá liðið sitt spila.vísir/gettyHættum að sætta okkur við þetta „Arsene Wenger segist ekki tilbúinn að borga of hátt verð fyrir leikmenn. Ég borga of mikið fyrir að sjá hvern einasta helvítis leik. Af hverju borgar liðið ekki meira þegar ég þarf að gera það? Er það réttlátt?“ segir hann. „Ég mun mæta á leikinn gegn Tottenham eins og fíflið sem ég er á laugardaginn og þar veit ég ekkert hvað ég fæ frá liðinu. Eflaust vinnum við og allir fyrirgefa Wenger.“ „Við erum bara að biðja um að peningum verði eytt í leikmenn. Við seldum sál okkar þegar við fórum frá Highbury og byrjuðum að spila á þessum velli. Nú er Wenger búinn að eyða fimmtán milljónum í síðustu tveimur félagaskiptagluggum og allir hér sætta sig við þetta.“ „Við getum ekki sætt við okkur þetta lengur. Wenger þarf að átta sig á því að hann er kominn yfir síðasta söludag, hætta og gefa einhverjum öðrum tækifæri á að koma liðinu á toppinn þar sem þetta fjandans lið á að vera,“ segir stuðningsmaðurinn. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Þetta eru leikirnir sem efstu fjögur liðin eiga eftir Leicester á ekki eftir að mæta einu af fjórum efstu liðunum það sem eftir lifir leiktíðar. 3. mars 2016 13:30 Gylfi fékk átta fyrir innkomuna í Lundúnum: „Svo rosalega mikilvægur þessu liði“ Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á í hálfleik og lagði upp sigurmarkið gegn Arsenal. 3. mars 2016 07:30 Wenger: Gabriel þarf að tala betri ensku Brasilíski miðvörðurinn á svolítið erfitt uppdráttar því hann getur ekki tjáð sig almennilega á vellinum. 2. mars 2016 08:00 Gylfi lagði upp sigurmark Swansea gegn Arsenal | Sjáið mörkin Arsenal tapaði sínum öðrum leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið tapaði dýrmætum stigum gegn Swansea á heimavelli, en lokatölur 2-1 sigur Swansea. Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp sigurmark Swansea. 2. mars 2016 21:30 Wenger: Leyfum okkur ekki að dreyma um titilinn lengur Knattspyrnustjóri Arsenal viðurkennir að það er skortur á sjálfstrausti í leikmönnum liðsins. 3. mars 2016 11:30 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Þetta eru leikirnir sem efstu fjögur liðin eiga eftir Leicester á ekki eftir að mæta einu af fjórum efstu liðunum það sem eftir lifir leiktíðar. 3. mars 2016 13:30
Gylfi fékk átta fyrir innkomuna í Lundúnum: „Svo rosalega mikilvægur þessu liði“ Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á í hálfleik og lagði upp sigurmarkið gegn Arsenal. 3. mars 2016 07:30
Wenger: Gabriel þarf að tala betri ensku Brasilíski miðvörðurinn á svolítið erfitt uppdráttar því hann getur ekki tjáð sig almennilega á vellinum. 2. mars 2016 08:00
Gylfi lagði upp sigurmark Swansea gegn Arsenal | Sjáið mörkin Arsenal tapaði sínum öðrum leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið tapaði dýrmætum stigum gegn Swansea á heimavelli, en lokatölur 2-1 sigur Swansea. Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp sigurmark Swansea. 2. mars 2016 21:30
Wenger: Leyfum okkur ekki að dreyma um titilinn lengur Knattspyrnustjóri Arsenal viðurkennir að það er skortur á sjálfstrausti í leikmönnum liðsins. 3. mars 2016 11:30