Fleiri hjá Tottenham biðjast afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2016 11:30 Toby Alderweireld og Jan Vertonghen. Vísir/Getty Tottenham átti frábært tímabil í ensku úrvalsdeildinni en það endaði á skelli á móti föllnu liði Newcastle United um helgina. Tottenham tapaði þessum lokaleik 5-1 og missti þar með annað sætið til erkifjenda sinna í Arsenal. Tottenham-liðið var búið að vera í öðru sætinu allt frá því í byrjun febrúar en missti það með því að fá aðeins tvö stig út úr síðustu fjórum leikjunum sínum. Það sárasta af öllu var án efa að klúðra tækifærinu á því að enda loksins ofar en Arsenal í töflunni. Jafntefli á móti West Bromwich Albion og Chelsea og tapleikir á móti Southampton og Newcastle skilja eftir súrt bragð í munni leikmanna Spurs sem annars ætti að vera himinlifandi með flott tímabil þar sem liðið náði besta árangri sínum frá tímabilinu 1989-1990. Toby Alderweireld, varnarmaður Tottenham, var einn af leikmönnunum sem sló í gegn í vetur og hann taldi ástæðu til að biðjast afsökunar á frammistöðu liðsins í lokaleiknum. Hann er ekki sá eini enda bað knattspyrnustjórinn Mauricio Pochettino líka afsökunar og talaði um að þetta hafi verið versta frammistaðan undir hans stjórn. „Við biðjum stuðningsmenn okkar afsökunar. Slæmur dagur. Takk fyrir allan stuðninginn á tímabilinu. Við getum farið að hlakka til að spila í Meistaradeildinni og það er fullt af öðrum jákvæðum hlutum líka," skrifaði Toby Alderweireld inn á Twitter-síðu sína. Toby Alderweireld er þó ekkert kominn í sumarfrí því hann er á leiðinni á Evrópumótið í Frakklandi með belgíska landsliðinu. Það mæðir meira á honum nú þegar Vincent Kompany er frá vegna meiðsla. Hér fyrir neðan má sjá þrjú skilaboð hans á Twitter, fyrst það sem kom eftir leikinn, svo það sem hann setti inn fyrir leikinn á móti Newcastle og loksins það þegar hann fagnaði því að vera í EM-hóp Belga.We apologise to the fans. A bad day. Thank you for your support this season. Champions league to look forward to and lots of positives.#COYS— Alderweireld Toby (@AlderweireldTob) May 17, 2016 Honoured to have the members player of the season award. Focus on Sunday & will do everything to finish 2nd #COYS pic.twitter.com/w9KXKghld8— Alderweireld Toby (@AlderweireldTob) May 9, 2016 Always proud #Tousenfrance pic.twitter.com/7oqIxrWjiW— Alderweireld Toby (@AlderweireldTob) March 18, 2016 Enski boltinn Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Sjá meira
Tottenham átti frábært tímabil í ensku úrvalsdeildinni en það endaði á skelli á móti föllnu liði Newcastle United um helgina. Tottenham tapaði þessum lokaleik 5-1 og missti þar með annað sætið til erkifjenda sinna í Arsenal. Tottenham-liðið var búið að vera í öðru sætinu allt frá því í byrjun febrúar en missti það með því að fá aðeins tvö stig út úr síðustu fjórum leikjunum sínum. Það sárasta af öllu var án efa að klúðra tækifærinu á því að enda loksins ofar en Arsenal í töflunni. Jafntefli á móti West Bromwich Albion og Chelsea og tapleikir á móti Southampton og Newcastle skilja eftir súrt bragð í munni leikmanna Spurs sem annars ætti að vera himinlifandi með flott tímabil þar sem liðið náði besta árangri sínum frá tímabilinu 1989-1990. Toby Alderweireld, varnarmaður Tottenham, var einn af leikmönnunum sem sló í gegn í vetur og hann taldi ástæðu til að biðjast afsökunar á frammistöðu liðsins í lokaleiknum. Hann er ekki sá eini enda bað knattspyrnustjórinn Mauricio Pochettino líka afsökunar og talaði um að þetta hafi verið versta frammistaðan undir hans stjórn. „Við biðjum stuðningsmenn okkar afsökunar. Slæmur dagur. Takk fyrir allan stuðninginn á tímabilinu. Við getum farið að hlakka til að spila í Meistaradeildinni og það er fullt af öðrum jákvæðum hlutum líka," skrifaði Toby Alderweireld inn á Twitter-síðu sína. Toby Alderweireld er þó ekkert kominn í sumarfrí því hann er á leiðinni á Evrópumótið í Frakklandi með belgíska landsliðinu. Það mæðir meira á honum nú þegar Vincent Kompany er frá vegna meiðsla. Hér fyrir neðan má sjá þrjú skilaboð hans á Twitter, fyrst það sem kom eftir leikinn, svo það sem hann setti inn fyrir leikinn á móti Newcastle og loksins það þegar hann fagnaði því að vera í EM-hóp Belga.We apologise to the fans. A bad day. Thank you for your support this season. Champions league to look forward to and lots of positives.#COYS— Alderweireld Toby (@AlderweireldTob) May 17, 2016 Honoured to have the members player of the season award. Focus on Sunday & will do everything to finish 2nd #COYS pic.twitter.com/w9KXKghld8— Alderweireld Toby (@AlderweireldTob) May 9, 2016 Always proud #Tousenfrance pic.twitter.com/7oqIxrWjiW— Alderweireld Toby (@AlderweireldTob) March 18, 2016
Enski boltinn Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Sjá meira