Fótbolti

Sá besti að mati Guardiola tekur við Lazio

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marcelo Bielsa hefur farið víða á þjálfaraferlinum.
Marcelo Bielsa hefur farið víða á þjálfaraferlinum. vísir/getty
Það verður ekkert af því að Marcelo Bielsa taki við argentínska landsliðinu af Tata Martino.

Hann var strax orðaður við starfið í Argentínu er Martino ákvað að hætta með liðið.

Bielsa tekur við liðinu af Simone Inzaghi en hann kláraði tímabilið með Lazio eftir að Stefano Pioli var rekinn í byrjun apríl.

Bielsa hefur verið án félags síðan í upphafi síðasta tímabils en þá hætti hann hjá Marseille eftir aðeins eina umferð í franska boltanum.

Hinn sextugi Bielsa er þrautreyndur þjálfari og var með argentínska liðið frá 1998 til 2004. Hann hefur einnig þjálfað landslið Síle.

Bielsa er mikils metinn þjálfari og gríðarlega áhrifamikill. Pep Guardiola, nýr knattspyrnustjóri Manchester City, gekk m.a. svo langt að kalla hann besta þjálfara í heimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×