Vísindamenn hafa auga með Bárðarbungu Svavar Hávarðsson skrifar 4. maí 2016 07:00 Eldgosið í Holuhrauni stóð í sex mánuði. Visir/Egill Magnús Tumi Guðmundsson Jarðvísindamenn eru með auga á aukinni jarðskjálftavirkni í og við Bárðarbungu þessi misserin. Ýmsar kenningar eru uppi um hvað veldur, en engu er hægt að slá föstu. Hópur vísindamanna mun funda á næstunni á vettvangi almannavarna til að gaumgæfa stöðuna. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor og jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, segir að allt frá því í haust hafi orðið vart við að jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu hafi hægt og bítandi verið að aukast nokkuð. „Við getum ekki verið viss um hvað nákvæmlega er á ferðinni en það þykir líklegt að hér séu á ferðinni viðbrögð sem tengjast jarðhræringunum við Bárðarbungu og eldgosinu í Holuhrauni, veturinn 2014-2015. Þetta eru grunnir skjálftar sem benda til þess, en það þarf að skoða þetta betur. Það þarf að fylgjast vel með Bárðarbungu, og við erum að fylgjast með jarðhita á svæðinu – hvort hann vex og katlarnir undir jöklinum geti farið að safna vatni og valda hlaupum. Það er ekki enn þá en sigkatlarnir eru heldur að stækka,“ segir Magnús Tumi. Hann útskýrir að skjálftarnir tengist því þegar askja, eins og gerðist í Bárðarbungu, fellur saman þá myndast mikið ójafnvægi á svæðinu. Grunnvatnsborðið fellur til dæmis en þegar það rís aftur myndast þrýstingur og ísblokkirnar byrja að skríða til. „Þetta gæti verið skýringin en það er ekkert hægt að fullyrða um það – að þetta séu viðbrögð við því sem áður gerðist. Maður skyldi þó halda að sá fasi ætti að vera yfirstaðinn núna.“ Fylgst verður grannt með þróun mála við fjallið í sumar, að sögn Magnúsar Tuma. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands eru að skoða hvort ástæða sé til að setja upp mæli uppi á Bárðarbungu til eftirlits. Þá er í pípunum að vísindamannaráð almannavarna komi saman á næstunni og fari yfir stöðuna – en sá hópur fundaði daglega um langt skeið fyrir og á meðan eldur var uppi í Holuhrauni. „En það lítur enginn svo á að við séum komin í eitthvert krísuástand, eða neitt slíkt. Við þurfum bara að vita hvað er að gerast,“ segir Magnús Tumi og bætir við að engin merki séu um að jarðskjálftavirknin sé undanfari að einhverju stóru, þó um sé að ræða töluverða virkni. Eins og gögn Veðurstofunnar sýna þá má nefna sem dæmi að fimmtán skjálftar mældust við og í Bárðarbunguöskjunni á einum klukkutíma á sunnudagskvöldið – flestir litlir. Hins vegar eru það stóru skjálftarnir sem telja mest segir Magnús Tumi en skjálftar vel rúmlega þrjú stig hafa mælst allnokkrir að undanförnu og skjálfti í apríl mældist 4,2 stig.Öskjusigið vel yfir 60 metrar -Eldgosinu sem hófst í Holuhrauni 31. ágúst 2014 lauk 27. febrúar 2015. -Jarðhræringarnar hófust 16. ágúst 2014. -Hraunið í Holuhrauni er 85 ferkílómetrar að stærð. -Meðalþykkt þess er um 10 til 14 metrar (mest 40 metrar) og rúmmál þess um 1,4 rúmkílómetrar. -Öskjusig Bárðarbungu var í lok eldgossins vel yfir 60 metrar þar sem mest er. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson Jarðvísindamenn eru með auga á aukinni jarðskjálftavirkni í og við Bárðarbungu þessi misserin. Ýmsar kenningar eru uppi um hvað veldur, en engu er hægt að slá föstu. Hópur vísindamanna mun funda á næstunni á vettvangi almannavarna til að gaumgæfa stöðuna. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor og jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, segir að allt frá því í haust hafi orðið vart við að jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu hafi hægt og bítandi verið að aukast nokkuð. „Við getum ekki verið viss um hvað nákvæmlega er á ferðinni en það þykir líklegt að hér séu á ferðinni viðbrögð sem tengjast jarðhræringunum við Bárðarbungu og eldgosinu í Holuhrauni, veturinn 2014-2015. Þetta eru grunnir skjálftar sem benda til þess, en það þarf að skoða þetta betur. Það þarf að fylgjast vel með Bárðarbungu, og við erum að fylgjast með jarðhita á svæðinu – hvort hann vex og katlarnir undir jöklinum geti farið að safna vatni og valda hlaupum. Það er ekki enn þá en sigkatlarnir eru heldur að stækka,“ segir Magnús Tumi. Hann útskýrir að skjálftarnir tengist því þegar askja, eins og gerðist í Bárðarbungu, fellur saman þá myndast mikið ójafnvægi á svæðinu. Grunnvatnsborðið fellur til dæmis en þegar það rís aftur myndast þrýstingur og ísblokkirnar byrja að skríða til. „Þetta gæti verið skýringin en það er ekkert hægt að fullyrða um það – að þetta séu viðbrögð við því sem áður gerðist. Maður skyldi þó halda að sá fasi ætti að vera yfirstaðinn núna.“ Fylgst verður grannt með þróun mála við fjallið í sumar, að sögn Magnúsar Tuma. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands eru að skoða hvort ástæða sé til að setja upp mæli uppi á Bárðarbungu til eftirlits. Þá er í pípunum að vísindamannaráð almannavarna komi saman á næstunni og fari yfir stöðuna – en sá hópur fundaði daglega um langt skeið fyrir og á meðan eldur var uppi í Holuhrauni. „En það lítur enginn svo á að við séum komin í eitthvert krísuástand, eða neitt slíkt. Við þurfum bara að vita hvað er að gerast,“ segir Magnús Tumi og bætir við að engin merki séu um að jarðskjálftavirknin sé undanfari að einhverju stóru, þó um sé að ræða töluverða virkni. Eins og gögn Veðurstofunnar sýna þá má nefna sem dæmi að fimmtán skjálftar mældust við og í Bárðarbunguöskjunni á einum klukkutíma á sunnudagskvöldið – flestir litlir. Hins vegar eru það stóru skjálftarnir sem telja mest segir Magnús Tumi en skjálftar vel rúmlega þrjú stig hafa mælst allnokkrir að undanförnu og skjálfti í apríl mældist 4,2 stig.Öskjusigið vel yfir 60 metrar -Eldgosinu sem hófst í Holuhrauni 31. ágúst 2014 lauk 27. febrúar 2015. -Jarðhræringarnar hófust 16. ágúst 2014. -Hraunið í Holuhrauni er 85 ferkílómetrar að stærð. -Meðalþykkt þess er um 10 til 14 metrar (mest 40 metrar) og rúmmál þess um 1,4 rúmkílómetrar. -Öskjusig Bárðarbungu var í lok eldgossins vel yfir 60 metrar þar sem mest er.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira