Sport

Fyrsta gullið til sjálfstæðs íþróttamanns

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Al-Deehani með gullið sitt.
Al-Deehani með gullið sitt. vísir/getty
Nýr kafli var skrifaður í Ólympíusöguna í gær er fyrsti sjálfstæði íþróttamaðurinn vann til gullverðlauna. Það þýðir að íþróttamaðurinn var ekki að keppa fyrir hönd neinnar þjóðar.

Sá heitir Fehaid Al-Deehani og kemur frá Kúveit. Hann gat ekki keppt fyrir hönd þjóðar sinnar í Ríó þar sem Kúveit fær ekki að taka þátt. Kúveit var sett í bann vegna afskipta stjórnvalda af íþróttamálunum þar í landi.

Al-Deehani, sem var fánaberi Kúveit á ÓL í London, sótti um að keppa sem sjálfstæður íþróttamaður og fékk það í gegn.

Hann vann í skotfimi en á fyrir brons frá Sydney árið 200 og frá London.

Þetta er í fyrsta sinn síðan í Barcelona árið 1992 er sjálfstæður íþróttamaður fékk brons. Þetta er aftur í móti í fyrsta skipti sem sjálfstæður íþróttamaður vinnur til gullverðlauna.

Í verðlaunaafhendingunni var Ólympíufáninn dreginn að húni og Ólympíulagið spilað Al-Deehani til heiðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×