Lilja segir útilokað að Ísland rjúfi samstöðu vestrænna ríkja Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. maí 2016 19:30 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að það komi ekki til greina að bakka með stuðning við viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gagnvart Rússum. Hún fagnar aðild Svartfjallalands að Atlantshafsbandalaginu en Svartfjallaland varð í vikunni 29. aðildarríki bandalagsins. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti á fimmtudagskvöld fund með Jens Stoltenberg utanríkisráðherra en Lilja var í Brussel á fundi utanríkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins. Svartfjallaland varð vikunni 29. aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og undirrituðu utanríkisráðherrarnir viðauka þess efnis við stofnsáttmála NATÓ í Brussel. Ágreiningur NATÓ-ríkjanna og Rússlands um málefni Úkraínu er ofarlega á baugi um þessar mundir en samskipti NATÓ-ríkjanna og Rússlands hafa verið mjög takmörkuð síðastliðið ár. „Samskiptin hafa verið takmörkuð upp á síðkastið. Það er ríkur vilji til þess að NATÓ-ríkin sýni festu og staðfestu en jafnframt líka halda samtalinu opnu við Rússland og rússnesks stjórnvöld. Það var samþykkt á fundinum að boða til fundar í NATÓ-Rússlandsráðinu fyrir leiðtogafundinn í Varsjá sem verður í júlí á þessu ári,“ segir Lilja. Utanríkisráðherra segir algjörlega útilokað að Ísland fyrst ríkja rjúfi samstöðu vestrænna ríkja og semji sig frá stuðningi viðskiptaþvingana gagnvart Rússum. Það var mikill þrýstingur frá útgerðinni að Ísland myndi með einhverjum hætti semja sig frá þessum þvingunum eða með einhverjum hætti tryggja að fiskurinn kæmist áfram á markað í Rússland þrátt fyrir gagnaðgerðir Rússa en Rússar lokuðu á sölu íslenskra afurða vegna stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir ESB og NATÓ-ríkjanna.Hvað fannst þér um þennan þrýsting útgerðarinnar? „Það sem útgerðin var að benda á er að það eru gjaldeyristekjur sem hafa farið forgörðum. Samskipti Íslands og Rússlands varðandi viðskipti eiga sér 70 ára sögu og auðvitað fannst öllum erfitt að við værum að missa hreinar gjaldeyristekjur fyrir sjávarútveginn,“ segir Lilja. Um er að ræða uppsjávarfisk eins og makríl og síld. Lengi vel fundust ekki nýir markaðir fyrir þær afurðir sem ekki tókst að selja til Rússlands vegna gagnaðgerða Rússa. Í utanríkisráðuneytinu hefur verið unnið að því að leita lausna og fær Lilja greiningu um nýja markaði vegna sölu uppsjávarfisks í næstu viku. „Við erum að skoða þetta þessa dagana og erum að skoða á hvaða markaði þessi fiskur hefur farið á. Ég á eftir að fá yfirlit og mun fá það í næstu viku, hvernig þessu hefur vegnað.“ Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að það komi ekki til greina að bakka með stuðning við viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gagnvart Rússum. Hún fagnar aðild Svartfjallalands að Atlantshafsbandalaginu en Svartfjallaland varð í vikunni 29. aðildarríki bandalagsins. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti á fimmtudagskvöld fund með Jens Stoltenberg utanríkisráðherra en Lilja var í Brussel á fundi utanríkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins. Svartfjallaland varð vikunni 29. aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og undirrituðu utanríkisráðherrarnir viðauka þess efnis við stofnsáttmála NATÓ í Brussel. Ágreiningur NATÓ-ríkjanna og Rússlands um málefni Úkraínu er ofarlega á baugi um þessar mundir en samskipti NATÓ-ríkjanna og Rússlands hafa verið mjög takmörkuð síðastliðið ár. „Samskiptin hafa verið takmörkuð upp á síðkastið. Það er ríkur vilji til þess að NATÓ-ríkin sýni festu og staðfestu en jafnframt líka halda samtalinu opnu við Rússland og rússnesks stjórnvöld. Það var samþykkt á fundinum að boða til fundar í NATÓ-Rússlandsráðinu fyrir leiðtogafundinn í Varsjá sem verður í júlí á þessu ári,“ segir Lilja. Utanríkisráðherra segir algjörlega útilokað að Ísland fyrst ríkja rjúfi samstöðu vestrænna ríkja og semji sig frá stuðningi viðskiptaþvingana gagnvart Rússum. Það var mikill þrýstingur frá útgerðinni að Ísland myndi með einhverjum hætti semja sig frá þessum þvingunum eða með einhverjum hætti tryggja að fiskurinn kæmist áfram á markað í Rússland þrátt fyrir gagnaðgerðir Rússa en Rússar lokuðu á sölu íslenskra afurða vegna stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir ESB og NATÓ-ríkjanna.Hvað fannst þér um þennan þrýsting útgerðarinnar? „Það sem útgerðin var að benda á er að það eru gjaldeyristekjur sem hafa farið forgörðum. Samskipti Íslands og Rússlands varðandi viðskipti eiga sér 70 ára sögu og auðvitað fannst öllum erfitt að við værum að missa hreinar gjaldeyristekjur fyrir sjávarútveginn,“ segir Lilja. Um er að ræða uppsjávarfisk eins og makríl og síld. Lengi vel fundust ekki nýir markaðir fyrir þær afurðir sem ekki tókst að selja til Rússlands vegna gagnaðgerða Rússa. Í utanríkisráðuneytinu hefur verið unnið að því að leita lausna og fær Lilja greiningu um nýja markaði vegna sölu uppsjávarfisks í næstu viku. „Við erum að skoða þetta þessa dagana og erum að skoða á hvaða markaði þessi fiskur hefur farið á. Ég á eftir að fá yfirlit og mun fá það í næstu viku, hvernig þessu hefur vegnað.“
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira