Hvernig orð eru til alls fyrst Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2016 13:30 „Ótrúlega spennandi að takast á við þetta nýja íslenska verk,“ segir Marta. Vísir/Stefán „Leikritið er um þrjár konur sem koma saman til að ræða hugmyndafræði sína og velta fyrir sér hvernig bregðast skuli við vissum þjóðfélagsbreytingum sem þær óttast. Ekki kemur fram í orðum þeirra í hverju þær breytingar felast en þær tala mikið um að verja sín gildi og vernda tunguna fyrir utanaðkomandi öflum. Eru greinilega að tala um það sem við erum að kljást við í dag, uppgang öfgahópa og öfgaskoðana í breytilegum heimi.“ Þannig lýsir Marta Nordal sýningunni Old Bessastaðir sem frumsýnd verður á fimmtudaginn í Tjarnarbíói. Verkið skrifaði Salka Guðmundsdóttir fyrir leikhópinn Sokkabandið, sem Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir mynda. Marta er leikstjóri. Hún segir persónurnar úr öllum þjóðfélagsstigum. Þær setji sinn málstað fram á ákveðinn hátt, milli þess sem þær fái sér kaffi, skúri og vinni önnur dagleg störf. „Ein þeirra er ný í hópnum og stendur aðeins höllum fæti en lærir af hinum,“ segir Marta. „Verkið er dæmi um hvernig orð eru til alls fyrst, því hlutir geta gerst sem ekki sáust fyrir.“ Marta segir Sölku setja efnið fram á opinn hátt og heilmikið sé skilið eftir fyrir áhorfandann að túlka. „Salka hefur flottan og frjóan stíl. Hún hefur verið mikið á æfingum og mótað verkið í samtali við þátttakendur. Fagmanneskja.“ Nú er að byrja rennsli og Marta verður að rjúka. Vill þó koma því að að fyrir þau sem vinna við uppsetninguna sé ótrúlega spennandi að takast á við þetta nýja, íslenska verk. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Leikritið er um þrjár konur sem koma saman til að ræða hugmyndafræði sína og velta fyrir sér hvernig bregðast skuli við vissum þjóðfélagsbreytingum sem þær óttast. Ekki kemur fram í orðum þeirra í hverju þær breytingar felast en þær tala mikið um að verja sín gildi og vernda tunguna fyrir utanaðkomandi öflum. Eru greinilega að tala um það sem við erum að kljást við í dag, uppgang öfgahópa og öfgaskoðana í breytilegum heimi.“ Þannig lýsir Marta Nordal sýningunni Old Bessastaðir sem frumsýnd verður á fimmtudaginn í Tjarnarbíói. Verkið skrifaði Salka Guðmundsdóttir fyrir leikhópinn Sokkabandið, sem Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir mynda. Marta er leikstjóri. Hún segir persónurnar úr öllum þjóðfélagsstigum. Þær setji sinn málstað fram á ákveðinn hátt, milli þess sem þær fái sér kaffi, skúri og vinni önnur dagleg störf. „Ein þeirra er ný í hópnum og stendur aðeins höllum fæti en lærir af hinum,“ segir Marta. „Verkið er dæmi um hvernig orð eru til alls fyrst, því hlutir geta gerst sem ekki sáust fyrir.“ Marta segir Sölku setja efnið fram á opinn hátt og heilmikið sé skilið eftir fyrir áhorfandann að túlka. „Salka hefur flottan og frjóan stíl. Hún hefur verið mikið á æfingum og mótað verkið í samtali við þátttakendur. Fagmanneskja.“ Nú er að byrja rennsli og Marta verður að rjúka. Vill þó koma því að að fyrir þau sem vinna við uppsetninguna sé ótrúlega spennandi að takast á við þetta nýja, íslenska verk.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira