Fótbolti

Wambach notaði kókaín og maríjúana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wambach í sínum síðasta landsleik.
Wambach í sínum síðasta landsleik. vísir/getty
Bandaríska fótboltagoðsögnin Abby Wambach hefur viðurkennt eiturlyfjanotkun.

Wambach, sem er markahæsti landsliðsmaður allra tíma, var handtekin um síðustu helgi. Hún var þá ölvuð undir stýri.

Í dómsskjölum kemur fram að Wambach hafi fiktað með kókaín er hún var 25 ára. Einnig reykti hún maríjúana. Wambach er 35 ára í dag og lagði skóna á hilluna í desember.

Einn af styrktaraðilum hennar er bílaframleiðandi og hann hefur sagt upp samningi sínum við Wambach.

Wambach skoraði 184 landsliðsmörk í 255 leikjum fyrir Bandaríkin. Hún var í liðinu sem varð heimsmeistarið í fyrra og einnig hefur hún unnið tvö Ólympíugull með bandaríska liðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×