Breski tenniskappinn Andy Murray skráði sig í sögubækurnar í gær er hann vann gullverðlaun í tenniskeppni Ólympíuleikanna.
Murray vann því aðra leikana í röð og það hefur engum öðrum tenniskappa tekist.
Hinn 29 ára gamli Murray lagði Argentínumanninn Juan Martin del Potro í fjórum settum, 7-5, 4-6, 6-2 og 7-5.
Sumarið búið að vera gott hjá Murray því hann vann Wimbledon-mótið fyrir aðeins fimm vikum síðan.
Gærdagurinn var besti dagur Breta á leikunum í Ríó en þá komu fimm gull í hús.
Sögulegt gull hjá Murray
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn



Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn


Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti



Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld
Enski boltinn
