Innlent

Útspil Pírata óþörf klækjastjórnmál

Snærós Sindradóttir skrifar
Björt Ólafsdóttir, þingmaður.
Björt Ólafsdóttir, þingmaður. vísir/anton brink
Viðbrögð stjórnmálamanna eru heldur dræm við tillögu Pírata um kosningabandalag og drög að stjórnarsáttmála fimm flokka fyrir kosningar. Píratar hafa sent formönnum Viðreisnar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar bréf þar sem þeir eru boðaðir á fund nefndar sem Píratar hafa myndað um ríkisstjórnarmyndun.

„Við erum auðvitað opin fyrir því að mæta á fund með öllum þessum flokkum og fara yfir stöðuna. Mér skilst að Píratar séu að óska eftir fundi með hverjum og einum en ég legg áherslu á að ef það á að funda um þetta mál þá verði allir að sitja við borðið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.

Í yfirlýsingu Pírata kemur fram að Píratar muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með flokkum sem ekki geta skuldbundið sig til ákveðinna verka fyrir kosningar. Í samtölum blaðsins við stjórnmálamenn er ljóst að þessi fullyrðing hefur farið öfugt ofan í ýmsa innan stjórnmálaflokkanna sem finnst sér vera stillt upp við vegg.

„Það sem mér hefði þótt eðlilegt í þessu sambandi er að fólk hefði talað saman áður en blásið er til blaðamannafundar. Það eru ákveðin klækjastjórnmál að stilla fólki upp við vegg fyrirfram. Þarna er verið að reyna að taka Viðreisn út fyrir sviga og stilla þeim upp sem hækju stjórnvalda. Mér finnst það óþarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir þingmaður.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf

Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.