Fótbolti

Buffon hefði átt að berja Lewandowski

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lewandowski skorar hér umrætt mark.
Lewandowski skorar hér umrætt mark. vísir/getty
Markvarðargoðsögnin Stefano Tacconi var ekki ánægður með Gianluigi Buffon, markvörð Juventus í leiknum gegn Bayern í Meistaradeildinni á dögunum.

Tacconi, sem stóð lengi á milli stanganna hjá Juve, var ekki ánægður með að Buffon skildi ekki hafa stöðvað Robert Lewandowski er hann kom Bayern aftur inn í leikinn eftir að Juventus hafði náð 2-0 forystu.

„Buffon hefði átt að koma fyrr út úr markinu, lemja Lewandowski í andlitið og sjá til þess að hann skoraði ekki,“ sagði Tacconi grjótharður.

„Ég hefði brotið öll bein í Lewandowski. Allt frá kjálkanum og niður í hnén. Markmenn í dag eru aftur á móti ekki eins í dag og þeir voru í gamla daga,“ sagði Tacconi og kannski sem betur fer.

Bayern jafnaði 2-2 og kláraði svo leikinn 4-2 í framlengingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×