Tyrknesk yfirvöld framseldu einn árásarmannanna til Hollands Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2016 22:10 Brahim og Khalid El Bakraoui. vísir/epa Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að einn árásarmannanna í Brussel hafi verið handtekinn í Tyrlandi á síðasta ári og verið framseldur til Belgíu. Belgísk yfirvöld hafi hins vegar sleppt honum úr haldi. Þetta hafi verið gert þrátt fyrir viðvaranir tyrkneskra yfirvalda um að hann væri yfirlýstur vígamaður. Þetta kemur fram hjá AP. Síðar meir var forsetinn leiðréttur af starfsfólki sínu og bent á að maðurinn hefði verið sendur til Hollands. Fram kemur að maðurinn sem um ræðir hafi verið Brahim El Bakraoui, 29 ára Belga. Honum var sleppt úr haldi eftir að ekki tókst að færa sönnur á tengsl hann við hryðjuverkasamtök. Fram hefur komið að Brahim sprengdi sig í loft upp ásamt bróður sínum, Khalid. Brahim réðst á Zaventem-flugvöllinn, þar sem ellefu létust, en Khalid á Maelbeek lestarstöðina þar sem tuttugu féllu. Um 230 særðust í sprengingunum. Þetta kemur fram á vef BBC. Tveir aðrir árásarmenn voru ásamt Khalid á flugvellinum. Annar þeirra lét til skarar skríða og hafa kennsl ekki verið borin á lík hans. Hins mannsins er enn leitað og óvitað hver hann er eða hvar hann heldur til. Yfirvöld hafa hafist handa við að birta nöfn þeirra sem féllu í árásinni. Fyrsta nafnið sem gefið var út er Adelma Tapia Ruiz, 36 ára kona frá Perú. Hún var þar ásamt eiginmanni sínum og tvíbuaradætrum þegar sprengingarnar urðu. Stúlkurnar höfðu skroppið frá til að leika sér og varð það þeim líklega til lífs. Belgískur eiginmaður hennar særðist í árásinni en ekki lífshættulega. Þetta kemur fram hjá The Guardian. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Belgíu vegna árásanna. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um framgang mála í Brussel. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit Annar Bakraoui-bræðranna sagðist ráðþrota og hræddur við að lenda í fangelsi. Yfirlýsing frá Brahim Bakraoui fannst í tölvu, sem hann henti í ruslið. Fjórða mannsins er enn leitað. 24. mars 2016 07:00 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37 Sögðu einn árásarmanninn hafa verið handtekinn Najim Laachraoui er talinn vera sprengjusmiður hópsins sem gerði árásirnar í Brussel í gær. 23. mars 2016 10:55 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að einn árásarmannanna í Brussel hafi verið handtekinn í Tyrlandi á síðasta ári og verið framseldur til Belgíu. Belgísk yfirvöld hafi hins vegar sleppt honum úr haldi. Þetta hafi verið gert þrátt fyrir viðvaranir tyrkneskra yfirvalda um að hann væri yfirlýstur vígamaður. Þetta kemur fram hjá AP. Síðar meir var forsetinn leiðréttur af starfsfólki sínu og bent á að maðurinn hefði verið sendur til Hollands. Fram kemur að maðurinn sem um ræðir hafi verið Brahim El Bakraoui, 29 ára Belga. Honum var sleppt úr haldi eftir að ekki tókst að færa sönnur á tengsl hann við hryðjuverkasamtök. Fram hefur komið að Brahim sprengdi sig í loft upp ásamt bróður sínum, Khalid. Brahim réðst á Zaventem-flugvöllinn, þar sem ellefu létust, en Khalid á Maelbeek lestarstöðina þar sem tuttugu féllu. Um 230 særðust í sprengingunum. Þetta kemur fram á vef BBC. Tveir aðrir árásarmenn voru ásamt Khalid á flugvellinum. Annar þeirra lét til skarar skríða og hafa kennsl ekki verið borin á lík hans. Hins mannsins er enn leitað og óvitað hver hann er eða hvar hann heldur til. Yfirvöld hafa hafist handa við að birta nöfn þeirra sem féllu í árásinni. Fyrsta nafnið sem gefið var út er Adelma Tapia Ruiz, 36 ára kona frá Perú. Hún var þar ásamt eiginmanni sínum og tvíbuaradætrum þegar sprengingarnar urðu. Stúlkurnar höfðu skroppið frá til að leika sér og varð það þeim líklega til lífs. Belgískur eiginmaður hennar særðist í árásinni en ekki lífshættulega. Þetta kemur fram hjá The Guardian. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Belgíu vegna árásanna. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um framgang mála í Brussel.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit Annar Bakraoui-bræðranna sagðist ráðþrota og hræddur við að lenda í fangelsi. Yfirlýsing frá Brahim Bakraoui fannst í tölvu, sem hann henti í ruslið. Fjórða mannsins er enn leitað. 24. mars 2016 07:00 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37 Sögðu einn árásarmanninn hafa verið handtekinn Najim Laachraoui er talinn vera sprengjusmiður hópsins sem gerði árásirnar í Brussel í gær. 23. mars 2016 10:55 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Sjá meira
Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit Annar Bakraoui-bræðranna sagðist ráðþrota og hræddur við að lenda í fangelsi. Yfirlýsing frá Brahim Bakraoui fannst í tölvu, sem hann henti í ruslið. Fjórða mannsins er enn leitað. 24. mars 2016 07:00
Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16
Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37
Sögðu einn árásarmanninn hafa verið handtekinn Najim Laachraoui er talinn vera sprengjusmiður hópsins sem gerði árásirnar í Brussel í gær. 23. mars 2016 10:55