Fótbolti

Sara Björk tapaði fyrir Evrópumeisturunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Rosengård.
Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Rosengård. Vísir/Getty
Rosengård á erfitt verkefni fyrir höndum eftir tap fyrir Frankfurt í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Dzenifer Marozsan skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 71. mínútu og gaf Evrópumeisturunum gott veganesti fyrir síðari leikinn á heimavelli, sem fer fram í næstu viku.

Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengård í kvöld.

Rosengård féll úr leik í 8-liða úrslitunum í fyrra en þess má geta að Frankfurt er sigursælasta lið í sögu Meistaradeildar Evrópu með fjóra titla alls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×