Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2016 14:30 Íslensku stelpurnar fengu silfur. vísir/ernir Kvennalið Íslands varð að sætta sig við silfrið á öðru Evrópumótinu í hópfimleikum í röð. Íslensku stelpurnar, sem urðu efstar í undankeppninni, fengu 56,966 í heildareinkunn í úrslitunum í dag. Þær bættu sig um 0,95 í heildareinkunn en Svíar gerðu gott betur og hækkuðu sína einkunn um 2,05 og tryggðu sér gullið annað Evrópumótið í röð. Íslensku stelpurnar byrjuðu á trampólíni og bættu sig örlítið frá undankeppninni. Ísland fékk 17,550 í einkunn, 0,15 hærri en á fimmtudaginn. Eftir 1. umferðina var Ísland í 3. sæti á eftir Danmörku og Noregi. Gólfæfingarnar voru næstar og þær heppnuðust afar vel og skiluðu 21,916 í einkunn. Það er nákvæmlega sama einkunn og Ísland fékk fyrir dansinn í undankeppninni. Með því tók íslenska liðið forystuna með 39,466 í heildareinkunn, 0,95 á undan Dönum. Ísland var síðast á svið en áður að stelpurnar framkvæmdu stökkin sín á dýnu buðu Svíarnir upp á dans sem skilaði þeim risaeinkunn, 22,650. Hún var lesin upp eftir að íslenska liðið lauk sínum stökkum. Þá var ljóst að Ísland þyrfti að fá nokkuð háa einkunn til að endurheimta efsta sætið. Því miður fékkst hún ekki og niðurstaðan var því 2. sætið. Þetta er í fjórða sinn á síðustu sex Evrópumótum sem Ísland vinnur til silfurverðlauna. Í hin tvö skiptin (2010 og 2012) vann íslenska liðið gull.Bein lýsing: EM í hópfimleikum 14:27 Annað sætið er niðurstaðan! Ísland fékk 17,500 í einkunn fyrir dýnustökkin en það dugði ekki til. Þessi rosalega einkunn sem Svíarnir fengu fyrir dansinn gerði útslagið. 14:25 Svíar fengu rosalega einkunn fyrir dansinn, 22,650. Ísland þarf því að fá ansi góða einkunn til að taka þetta. 14:23 Íslensku stelpurnar voru að klára stökkin á dýnu. Þá er keppni í kvennaflokki lokið og við tekur taugastrekkjandi bið. 14:18 Sænsku stelpurnar voru að klára dansinn og nú er komið að íslenska liðinu á dýnu. Ísland er sem stendur í 4. sæti en öll þrjú liðin fyrir ofan hafa fengið sína lokaeinkunn. 14:03 Ísland fær 21,916 í einkunn fyrir dansinn! Þetta er nákvæmlega sama einkunn og stelpurnar fengu í undankeppninni. Eins og sakir standa er Ísland á toppnum með 39,466 í heildareinkunn, 0,95 á undan Dönum. Norsku stelpurnar eru svo í 3. sætinu og þær sænsku í því fjórða. 13:54 Stelpurnar voru að klára dansinn. Hann skilaði 21,916 í einkunn í undankeppninni. Við þurfum á einhverju svipuðu að halda í dag. 13:28 Ísland fékk 17,550 í einkunn fyrir trampólínstökkin sem er örlítil bæting frá undankeppninni þar sem íslensku stelpurnar fengu 17,400 í einkunn. Eftir 1. umferðina er Ísland í 3. sæti á eftir Danmörku og Noregi. 13:25 Íslensku stelpurnar voru að klára trampólínið. Ekki fengum við að sjá ofurstökkin hjá Kolbrúnu Þöll. Það var ákveðið að spila þetta öruggt. Nú bíðum við bara eftir einkuninni. 13:15 Keppni í kvennaflokki er hafin. Íslensku stelpurnar eru síðastar í röðinni og byrja á trampólíni. Svo kemur dansinn og loks dýnan. 11:55 Ísland endar í 3. sæti og tekur bronsið. Svíar fengu 18,550 fyrir dýnuna og skutust þar með upp fyrir Dani. Það eru því þrenn verðlaun komin í hús hjá íslenska liðinu. Blönduðu liðin tóku bæði brons og stúlknaliðið vann til gullverðlauna í gær. 11:50 Það stefnir allt í að íslenska liðið fái brons. Ísland er sem stendur í 2. sæti á eftir Dönum. Svíar fara væntanlega yfir Íslendinga en það er ólíklegt að Norðmenn geri það líka. 11:37 Íslensku krakkarnir fá 17,200 í einkunn fyrir trampólínið og ljúka því leik með 56,066 í heildareinkunn. Það er mikil bæting frá því í undankeppninni. Íslenska liðið bætti sig á öllum áhöldum og getur gengið sátt frá borði. Vonandi nær liðið á pall. 11:33 Íslenska liðið var að enda við að klára stökk á trampólíni. Þau gengu að mestu vel fyrir utan smá hnökra í lendingum í annarri umferð. Nú er bara að bíða og sjá hver einkuninn verður. 11:29 Svíar fengu heila 22,766 í einkunn fyrir dansinn og eru komnir upp í 1. sætið. Danir stoppuðu stutt við í toppsætinu og eru komnir niður í 2. sætið. Ísland er svo í því þriðja. Næst er það trampólínið. 11:25Danir voru að fá 18,200 í einkunn fyrir dýnustökk og hafa því tekið forystuna. Danir eru með slétt 40,000 í einkunn en Íslendingar koma fast á hæla þeirra með 38,866 í einkunn. 11:22 Ísland hækkaði sig verulega í dýnustökkunum frá því í undankeppninni. Í fyrradag fékk liðið 15,950 í einkunn en 17,800 í dag sem gerir bætingu upp á 1,85. Ísland er því búið að bæta sig í báðum greinunum hingað til. 11:13 Íslenska liðið fékk 17,800 í einkunn fyrir dýnuna og er því komið með 38,866 í heildareinkunn. Þetta fer vel af stað. 11:05 Glæsileg stökk á dýnu að baki. Íslensku krakkarnir framkvæmdu stökkin nær óaðfinnanlega og lendingarnar virtust langflestar vera í fínu lagi. Ísland er sem stendur í 2. sæti þegar öll liðin hafa fengið einkunn fyrir 1. umferðina. 10:48 Einkuninn fyrir dansinn er komin og er svona líka ljómandi góð: 21,066. Í undankeppninni fékk Ísland 20,566 í einkunn og því er um talsverða bætingu að ræða. Þetta er góð byrjun, nú þarf bara að negla hinar greinarnar eins og fimleikafólki er tamt að segja. 10:35 Dansinn var að klárast. Hann gaf blandaða liðinu sína hæstu einkunn í undankeppninni og vonandi sjáum við háa einkunn núna líka. 10:20 Blandaða liðið lenti í 5. sæti í undankeppninni. Liðið fékk góða einkunn fyrir dansinn (20,566) en dýnustökkin gengu ekki jafn vel. Svíar fengu 60,000 í einkunn í blönduðum flokki og eru mjög sigurstranglegir. 10:10 Það gengur vonandi jafn vel í dag og í gær þegar bæði íslensku liðin fóru á pall. Blandaða liðið vann til bronsverðlauna og stúlknaliðið tók gullið. 10:05 Stelpurnar eru mjög sigurstranglegar enda urðu þær efstar í undankeppninni með 56,016 í heildareinkunn. Danir og Svíar komu þar á eftir. Auk þeirra komust Finnar, Norðmenn og Bretar í úrslitin.10:00 Góðan daginn og velkominn í beina textalýsingu frá lokadegi EM í hópfimleikum. Tvö íslensk lið stíga á svið í dag; blandaða liðið og kvennaliðið. Fimleikar Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sjá meira
Kvennalið Íslands varð að sætta sig við silfrið á öðru Evrópumótinu í hópfimleikum í röð. Íslensku stelpurnar, sem urðu efstar í undankeppninni, fengu 56,966 í heildareinkunn í úrslitunum í dag. Þær bættu sig um 0,95 í heildareinkunn en Svíar gerðu gott betur og hækkuðu sína einkunn um 2,05 og tryggðu sér gullið annað Evrópumótið í röð. Íslensku stelpurnar byrjuðu á trampólíni og bættu sig örlítið frá undankeppninni. Ísland fékk 17,550 í einkunn, 0,15 hærri en á fimmtudaginn. Eftir 1. umferðina var Ísland í 3. sæti á eftir Danmörku og Noregi. Gólfæfingarnar voru næstar og þær heppnuðust afar vel og skiluðu 21,916 í einkunn. Það er nákvæmlega sama einkunn og Ísland fékk fyrir dansinn í undankeppninni. Með því tók íslenska liðið forystuna með 39,466 í heildareinkunn, 0,95 á undan Dönum. Ísland var síðast á svið en áður að stelpurnar framkvæmdu stökkin sín á dýnu buðu Svíarnir upp á dans sem skilaði þeim risaeinkunn, 22,650. Hún var lesin upp eftir að íslenska liðið lauk sínum stökkum. Þá var ljóst að Ísland þyrfti að fá nokkuð háa einkunn til að endurheimta efsta sætið. Því miður fékkst hún ekki og niðurstaðan var því 2. sætið. Þetta er í fjórða sinn á síðustu sex Evrópumótum sem Ísland vinnur til silfurverðlauna. Í hin tvö skiptin (2010 og 2012) vann íslenska liðið gull.Bein lýsing: EM í hópfimleikum 14:27 Annað sætið er niðurstaðan! Ísland fékk 17,500 í einkunn fyrir dýnustökkin en það dugði ekki til. Þessi rosalega einkunn sem Svíarnir fengu fyrir dansinn gerði útslagið. 14:25 Svíar fengu rosalega einkunn fyrir dansinn, 22,650. Ísland þarf því að fá ansi góða einkunn til að taka þetta. 14:23 Íslensku stelpurnar voru að klára stökkin á dýnu. Þá er keppni í kvennaflokki lokið og við tekur taugastrekkjandi bið. 14:18 Sænsku stelpurnar voru að klára dansinn og nú er komið að íslenska liðinu á dýnu. Ísland er sem stendur í 4. sæti en öll þrjú liðin fyrir ofan hafa fengið sína lokaeinkunn. 14:03 Ísland fær 21,916 í einkunn fyrir dansinn! Þetta er nákvæmlega sama einkunn og stelpurnar fengu í undankeppninni. Eins og sakir standa er Ísland á toppnum með 39,466 í heildareinkunn, 0,95 á undan Dönum. Norsku stelpurnar eru svo í 3. sætinu og þær sænsku í því fjórða. 13:54 Stelpurnar voru að klára dansinn. Hann skilaði 21,916 í einkunn í undankeppninni. Við þurfum á einhverju svipuðu að halda í dag. 13:28 Ísland fékk 17,550 í einkunn fyrir trampólínstökkin sem er örlítil bæting frá undankeppninni þar sem íslensku stelpurnar fengu 17,400 í einkunn. Eftir 1. umferðina er Ísland í 3. sæti á eftir Danmörku og Noregi. 13:25 Íslensku stelpurnar voru að klára trampólínið. Ekki fengum við að sjá ofurstökkin hjá Kolbrúnu Þöll. Það var ákveðið að spila þetta öruggt. Nú bíðum við bara eftir einkuninni. 13:15 Keppni í kvennaflokki er hafin. Íslensku stelpurnar eru síðastar í röðinni og byrja á trampólíni. Svo kemur dansinn og loks dýnan. 11:55 Ísland endar í 3. sæti og tekur bronsið. Svíar fengu 18,550 fyrir dýnuna og skutust þar með upp fyrir Dani. Það eru því þrenn verðlaun komin í hús hjá íslenska liðinu. Blönduðu liðin tóku bæði brons og stúlknaliðið vann til gullverðlauna í gær. 11:50 Það stefnir allt í að íslenska liðið fái brons. Ísland er sem stendur í 2. sæti á eftir Dönum. Svíar fara væntanlega yfir Íslendinga en það er ólíklegt að Norðmenn geri það líka. 11:37 Íslensku krakkarnir fá 17,200 í einkunn fyrir trampólínið og ljúka því leik með 56,066 í heildareinkunn. Það er mikil bæting frá því í undankeppninni. Íslenska liðið bætti sig á öllum áhöldum og getur gengið sátt frá borði. Vonandi nær liðið á pall. 11:33 Íslenska liðið var að enda við að klára stökk á trampólíni. Þau gengu að mestu vel fyrir utan smá hnökra í lendingum í annarri umferð. Nú er bara að bíða og sjá hver einkuninn verður. 11:29 Svíar fengu heila 22,766 í einkunn fyrir dansinn og eru komnir upp í 1. sætið. Danir stoppuðu stutt við í toppsætinu og eru komnir niður í 2. sætið. Ísland er svo í því þriðja. Næst er það trampólínið. 11:25Danir voru að fá 18,200 í einkunn fyrir dýnustökk og hafa því tekið forystuna. Danir eru með slétt 40,000 í einkunn en Íslendingar koma fast á hæla þeirra með 38,866 í einkunn. 11:22 Ísland hækkaði sig verulega í dýnustökkunum frá því í undankeppninni. Í fyrradag fékk liðið 15,950 í einkunn en 17,800 í dag sem gerir bætingu upp á 1,85. Ísland er því búið að bæta sig í báðum greinunum hingað til. 11:13 Íslenska liðið fékk 17,800 í einkunn fyrir dýnuna og er því komið með 38,866 í heildareinkunn. Þetta fer vel af stað. 11:05 Glæsileg stökk á dýnu að baki. Íslensku krakkarnir framkvæmdu stökkin nær óaðfinnanlega og lendingarnar virtust langflestar vera í fínu lagi. Ísland er sem stendur í 2. sæti þegar öll liðin hafa fengið einkunn fyrir 1. umferðina. 10:48 Einkuninn fyrir dansinn er komin og er svona líka ljómandi góð: 21,066. Í undankeppninni fékk Ísland 20,566 í einkunn og því er um talsverða bætingu að ræða. Þetta er góð byrjun, nú þarf bara að negla hinar greinarnar eins og fimleikafólki er tamt að segja. 10:35 Dansinn var að klárast. Hann gaf blandaða liðinu sína hæstu einkunn í undankeppninni og vonandi sjáum við háa einkunn núna líka. 10:20 Blandaða liðið lenti í 5. sæti í undankeppninni. Liðið fékk góða einkunn fyrir dansinn (20,566) en dýnustökkin gengu ekki jafn vel. Svíar fengu 60,000 í einkunn í blönduðum flokki og eru mjög sigurstranglegir. 10:10 Það gengur vonandi jafn vel í dag og í gær þegar bæði íslensku liðin fóru á pall. Blandaða liðið vann til bronsverðlauna og stúlknaliðið tók gullið. 10:05 Stelpurnar eru mjög sigurstranglegar enda urðu þær efstar í undankeppninni með 56,016 í heildareinkunn. Danir og Svíar komu þar á eftir. Auk þeirra komust Finnar, Norðmenn og Bretar í úrslitin.10:00 Góðan daginn og velkominn í beina textalýsingu frá lokadegi EM í hópfimleikum. Tvö íslensk lið stíga á svið í dag; blandaða liðið og kvennaliðið.
Fimleikar Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sjá meira