Auðveldasta ákvörðun ársins á Jamaíka: Völdu Bolt í ÓL-liðið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2016 12:00 Usain Bolt. Vísir/Getty Sexfaldi Ólympíumeistarinn Usain Bolt verður í Ólympíuliði Jamaíka í Ríó en Ólympíuleikarnir fara fram í brasilísku borginni í næsta mánuði. Flestir myndu nú líta á það sem auðveldustu ákvörðunina sem verður tekin á Jamaíka á þessu ári en meiðsli kappans á úrtökumótinu settu hinsvegar smá óvissu í málið. Hinn 29 ára gamli Usain Bolt, sem hefur unnið 100 metra hlaupið og 200 metra hlaupið á síðustu tveimur leikum mun hinsvegar fá tækifæri til að verja titlana sína í Ríó. Usain Bolt verður hluti af 63 manna Ólympíuliði Jamaíku en hann var einn af fjórum liðsmönnum þess sem fengu smá sérmeðferð vegna meiðsla. Líkt og hjá sterkum frjálsíþróttalandsliðum eins og Bandaríkjunum þá eru margir Jamaíkamenn sem ná lágmörkum inn á leikana. Það fara því fram úrtökumót til að finna þá bestu til að keppa fyrir sína þjóð á leikunum. Bolt meiddist aftan í læri í fyrstu umferð 100 metra hlaupsins á úrtökumótinu í Kingston en hélt áfram. Hann hætti hinsvegar keppni eftir að hafa unnið undanúrslitariðilinn sinn. Meiðsli Usain Bolt voru ekki alvarleg en hann vildi greinilega ekki taka neina áhættu enda stutt í Ólympíuleikanna. Hann er stærsta íþróttahetja þjóðar sinnar og því kannski ekkert skrýtið að hann fái smá sérmeðferð. Heimsmethafinn í 100 og 200 metra hlaupum stefnir að því að ná magnaðri gullþrennu með því að vinna báðar þessar greinar á þremur leikum í röð. Eitt er víst að heimurinn mun fylgjast spenntur með því hvort það takist hjá honum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Sexfaldi Ólympíumeistarinn Usain Bolt verður í Ólympíuliði Jamaíka í Ríó en Ólympíuleikarnir fara fram í brasilísku borginni í næsta mánuði. Flestir myndu nú líta á það sem auðveldustu ákvörðunina sem verður tekin á Jamaíka á þessu ári en meiðsli kappans á úrtökumótinu settu hinsvegar smá óvissu í málið. Hinn 29 ára gamli Usain Bolt, sem hefur unnið 100 metra hlaupið og 200 metra hlaupið á síðustu tveimur leikum mun hinsvegar fá tækifæri til að verja titlana sína í Ríó. Usain Bolt verður hluti af 63 manna Ólympíuliði Jamaíku en hann var einn af fjórum liðsmönnum þess sem fengu smá sérmeðferð vegna meiðsla. Líkt og hjá sterkum frjálsíþróttalandsliðum eins og Bandaríkjunum þá eru margir Jamaíkamenn sem ná lágmörkum inn á leikana. Það fara því fram úrtökumót til að finna þá bestu til að keppa fyrir sína þjóð á leikunum. Bolt meiddist aftan í læri í fyrstu umferð 100 metra hlaupsins á úrtökumótinu í Kingston en hélt áfram. Hann hætti hinsvegar keppni eftir að hafa unnið undanúrslitariðilinn sinn. Meiðsli Usain Bolt voru ekki alvarleg en hann vildi greinilega ekki taka neina áhættu enda stutt í Ólympíuleikanna. Hann er stærsta íþróttahetja þjóðar sinnar og því kannski ekkert skrýtið að hann fái smá sérmeðferð. Heimsmethafinn í 100 og 200 metra hlaupum stefnir að því að ná magnaðri gullþrennu með því að vinna báðar þessar greinar á þremur leikum í röð. Eitt er víst að heimurinn mun fylgjast spenntur með því hvort það takist hjá honum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira