Foreldrar höfða mál gegn ríkinu vegna fæðingarorlofsgreiðslna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. október 2016 14:59 Sara Pálsdóttir lögmaður segir að um mismunun sé að ræða. Vísir/Anton Foreldrar sem áttu börn fyrir 15. október síðastliðinn undirbúa nú hópmálsókn gegn íslenska ríkinu vegna reglna um fæðingarorlofsgreiðslur sem tóku gildi þann dag. Foreldrarnir segja að um sé að ræða mismunun og ætla að fara fram á að fá greitt úr sjóðnum líkt og aðrir foreldrar sem áttu börn eftir 15. október. „Að mínu mati er verið að mismuna foreldrum. Þeir eru að fá greitt úr fæðingarorlofssjóði á sama tíma en eftir mismunandi reglum, þrátt fyrir að þeir hafi allir greitt ákveðna prósentu af launum sínum í tryggingasjóðinn sem fjármagnar fæðingarorlofssjóðinn,“ segir Sara Pálsdóttir héraðsdómslögmaður, en hún er ein þeirra sem átti barn fyrir 15. október.Sjá einnig:Verðandi mæður fresta gangsetningu fyrir hærri greiðslur Sara segir að til þess að af málsókninni verði þurfi að minnsta kosti fimmtíu foreldrar að taka þátt í henni. Hún birti færslu á foreldrahópum á Facebook þess efnis í gærkvöldi og segist hún strax hafa fengið mikil viðbrögð, enda séu foreldrar afar ósáttir. Aðspurð segist hún ætla að byggja málið á því að um brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sé að ræða. „Mismununin sjálf er ekki endilega brot á jafnræðisreglu nema hún sé ómálefnaleg og ég ætla að freista þess að láta reyna á þetta fyrir dómstólum. Ráðherra hefur gefið tvenns konar rök fyrir því að gera þetta svona, segir að annars vegar séu ekki til fjármunir og að svona hafi þetta alltaf verið gert, sem ég tel mjög ómálefnaleg rök,“ útskýrir Sara, sem hvetur foreldra sem vilja taka þátt að hafa samband við sig í gegnum netfangið sara@lausnir.is.Sjá einnig:Fegin því að ganga fram yfirForeldrar frestuðu gangsetningu Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 7. október síðastliðnum að hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi myndu hækka úr 370 þúsund krónum í 500 þúsund krónur, og tók hækkunin gildi 8 dögum síðar, eða hinn 15. október. Fæðingarstyrkur og lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækkuðu einnig. Foreldrar lýstu yfir miklum áhyggjum og dæmi voru um að mæður frestuðu gangsetningu og reyndu allt hvað þær gátu til þess að fresta fæðingu fram að umræddum degi. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði að svona hefði þetta alltaf verið þegar fæðingarorlof hafi verið hækkað, þrátt fyrir að hafa sjálf viljað ganga lengra og hafa upphæðina hærri. Tengdar fréttir Sama fyrirkomulag varðandi hækkun fæðingarorlofsgreiðslna og áður Eygló Harðardóttir bendir á að það hafi alltaf tíðkast að hækkun á fæðingarorlofsgreiðslum nái ekki til þeirra sem þegar séu í fæðingarorlofi. 15. október 2016 13:30 Nýjustu foreldar landsins fá hærri greiðslur en foreldrar gærdagsins Fimm börn hafa fæðst á Landspítalanum það sem af er degi og njóta fjölskyldur þeirra góðs af breytingunum. Sex börn fæddust í gær en fjölskyldur þeirra falla ekki undir nýju reglurnar. 15. október 2016 12:27 Verðandi mæður fresta gangsetningu fyrir hærri greiðslur 15. október taka gildi nýjar reglur um fæðingarorlofsgreiðslur. Hármarksgreiðlur hækka úr 370 í 500 þúsund krónur og því töluverðar hagsmunir í húfi. 13. október 2016 07:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Foreldrar sem áttu börn fyrir 15. október síðastliðinn undirbúa nú hópmálsókn gegn íslenska ríkinu vegna reglna um fæðingarorlofsgreiðslur sem tóku gildi þann dag. Foreldrarnir segja að um sé að ræða mismunun og ætla að fara fram á að fá greitt úr sjóðnum líkt og aðrir foreldrar sem áttu börn eftir 15. október. „Að mínu mati er verið að mismuna foreldrum. Þeir eru að fá greitt úr fæðingarorlofssjóði á sama tíma en eftir mismunandi reglum, þrátt fyrir að þeir hafi allir greitt ákveðna prósentu af launum sínum í tryggingasjóðinn sem fjármagnar fæðingarorlofssjóðinn,“ segir Sara Pálsdóttir héraðsdómslögmaður, en hún er ein þeirra sem átti barn fyrir 15. október.Sjá einnig:Verðandi mæður fresta gangsetningu fyrir hærri greiðslur Sara segir að til þess að af málsókninni verði þurfi að minnsta kosti fimmtíu foreldrar að taka þátt í henni. Hún birti færslu á foreldrahópum á Facebook þess efnis í gærkvöldi og segist hún strax hafa fengið mikil viðbrögð, enda séu foreldrar afar ósáttir. Aðspurð segist hún ætla að byggja málið á því að um brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sé að ræða. „Mismununin sjálf er ekki endilega brot á jafnræðisreglu nema hún sé ómálefnaleg og ég ætla að freista þess að láta reyna á þetta fyrir dómstólum. Ráðherra hefur gefið tvenns konar rök fyrir því að gera þetta svona, segir að annars vegar séu ekki til fjármunir og að svona hafi þetta alltaf verið gert, sem ég tel mjög ómálefnaleg rök,“ útskýrir Sara, sem hvetur foreldra sem vilja taka þátt að hafa samband við sig í gegnum netfangið sara@lausnir.is.Sjá einnig:Fegin því að ganga fram yfirForeldrar frestuðu gangsetningu Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 7. október síðastliðnum að hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi myndu hækka úr 370 þúsund krónum í 500 þúsund krónur, og tók hækkunin gildi 8 dögum síðar, eða hinn 15. október. Fæðingarstyrkur og lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækkuðu einnig. Foreldrar lýstu yfir miklum áhyggjum og dæmi voru um að mæður frestuðu gangsetningu og reyndu allt hvað þær gátu til þess að fresta fæðingu fram að umræddum degi. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði að svona hefði þetta alltaf verið þegar fæðingarorlof hafi verið hækkað, þrátt fyrir að hafa sjálf viljað ganga lengra og hafa upphæðina hærri.
Tengdar fréttir Sama fyrirkomulag varðandi hækkun fæðingarorlofsgreiðslna og áður Eygló Harðardóttir bendir á að það hafi alltaf tíðkast að hækkun á fæðingarorlofsgreiðslum nái ekki til þeirra sem þegar séu í fæðingarorlofi. 15. október 2016 13:30 Nýjustu foreldar landsins fá hærri greiðslur en foreldrar gærdagsins Fimm börn hafa fæðst á Landspítalanum það sem af er degi og njóta fjölskyldur þeirra góðs af breytingunum. Sex börn fæddust í gær en fjölskyldur þeirra falla ekki undir nýju reglurnar. 15. október 2016 12:27 Verðandi mæður fresta gangsetningu fyrir hærri greiðslur 15. október taka gildi nýjar reglur um fæðingarorlofsgreiðslur. Hármarksgreiðlur hækka úr 370 í 500 þúsund krónur og því töluverðar hagsmunir í húfi. 13. október 2016 07:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Sama fyrirkomulag varðandi hækkun fæðingarorlofsgreiðslna og áður Eygló Harðardóttir bendir á að það hafi alltaf tíðkast að hækkun á fæðingarorlofsgreiðslum nái ekki til þeirra sem þegar séu í fæðingarorlofi. 15. október 2016 13:30
Nýjustu foreldar landsins fá hærri greiðslur en foreldrar gærdagsins Fimm börn hafa fæðst á Landspítalanum það sem af er degi og njóta fjölskyldur þeirra góðs af breytingunum. Sex börn fæddust í gær en fjölskyldur þeirra falla ekki undir nýju reglurnar. 15. október 2016 12:27
Verðandi mæður fresta gangsetningu fyrir hærri greiðslur 15. október taka gildi nýjar reglur um fæðingarorlofsgreiðslur. Hármarksgreiðlur hækka úr 370 í 500 þúsund krónur og því töluverðar hagsmunir í húfi. 13. október 2016 07:00