Dýpsta borhola landsins komin 3,6 kílómetra niður á Reykjanesi Svavar Hávarðsson skrifar 7. nóvember 2016 07:00 HS Orka gæti margfaldað orkuframleiðslu sína ef vel tekst til – með minni umhverfisáhrifum. vísir/gva Mikilvægum áfanga hefur verið náð í íslenska djúpborunarverkefninu IDDP. Borholan RN-15/IDDP-2 á Reykjanesi er nú orðin rúmlega 3,6 kílómetra djúp. Holan er á vinnslusvæði Reykjanesvirkjunar. Þetta er í fyrsta skipti sem borað er svo djúpt á jarðhitasvæði á Íslandi og líklega á háhitasvæði í heiminum öllum. Frá þessu segir á heimasíðu HS Orku. Um er að ræða samstarfsverkefni um djúpborun sem leitt er af HS Orku og unnið í samstarfi við norska olíufélagið Statoil og önnur fyrirtæki innan íslenska djúpborunarverkefnisins (IDDP). Tilgangur djúpborunarverkefnisins er að kanna hvort framleiða megi orku úr djúplægum jarðhitakerfum sem gæti aukið orkuframleiðslu háhitasvæða umtalsvert og þar með dregið úr umhverfisáhrifum og landrýmisþörf orkuvinnslunnar. Vinnslutækni djúprar borholu ræðst af því hvernig jarðhitavökvi finnst á fjögurra til fimm kílómetra dýpi. Reynist efnasamsetningin viðráðanleg og unnt verður að vinna yfirhitaða orkuríka gufu beint upp úr djúpu borholunni er það fyrsti valkostur sem mun þar með auka orkuvinnslu á Reykjanesi. Framhald verksins verður með þeim hætti að gerðar verða umfangsmiklar jarðeðlisfræðimælingar í holunni og þess verður freistað að ná borkjörnum úr djúpberginu. Sett markmið er að bora niður á allt að fimm kílómetra dýpi þar sem búast má við hitastigi sem nemur 400 til 500 gráðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Mikilvægum áfanga hefur verið náð í íslenska djúpborunarverkefninu IDDP. Borholan RN-15/IDDP-2 á Reykjanesi er nú orðin rúmlega 3,6 kílómetra djúp. Holan er á vinnslusvæði Reykjanesvirkjunar. Þetta er í fyrsta skipti sem borað er svo djúpt á jarðhitasvæði á Íslandi og líklega á háhitasvæði í heiminum öllum. Frá þessu segir á heimasíðu HS Orku. Um er að ræða samstarfsverkefni um djúpborun sem leitt er af HS Orku og unnið í samstarfi við norska olíufélagið Statoil og önnur fyrirtæki innan íslenska djúpborunarverkefnisins (IDDP). Tilgangur djúpborunarverkefnisins er að kanna hvort framleiða megi orku úr djúplægum jarðhitakerfum sem gæti aukið orkuframleiðslu háhitasvæða umtalsvert og þar með dregið úr umhverfisáhrifum og landrýmisþörf orkuvinnslunnar. Vinnslutækni djúprar borholu ræðst af því hvernig jarðhitavökvi finnst á fjögurra til fimm kílómetra dýpi. Reynist efnasamsetningin viðráðanleg og unnt verður að vinna yfirhitaða orkuríka gufu beint upp úr djúpu borholunni er það fyrsti valkostur sem mun þar með auka orkuvinnslu á Reykjanesi. Framhald verksins verður með þeim hætti að gerðar verða umfangsmiklar jarðeðlisfræðimælingar í holunni og þess verður freistað að ná borkjörnum úr djúpberginu. Sett markmið er að bora niður á allt að fimm kílómetra dýpi þar sem búast má við hitastigi sem nemur 400 til 500 gráðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira