Endurkoma arnarins Pétur Marinó Jónsson skrifar 16. apríl 2016 12:45 Vísir/Getty Rússinn Khabib Nurmagomedov mun loksins snúa aftur í búrið í kvöld eftir tveggja ára fjarveru vegna meiðsla. Mikil eftirvænting ríkir fyrir endurkomu hans en hvers vegna? Fyrir það fyrsta hefur Khabib „The Eagle“ Nurmagomedov sigrað alla 22 bardaga sína á MMA ferlinum. Í UFC hefur honum tekist að sigra alla sex bardaga sína án þess að lenda í teljandi vandræðum. Síðast sáum hann gjörsigraði Rafael Dos Anjos. Í dag er Brasilíumaðurinn léttvigtarmeistarinn og telja margir að mætist þeir aftur muni Nurmagomedov standa uppi sem sigurvegari og verða þar með léttvigtarmeistari UFC. Bardagi þeirra var einhliða frá fyrstu sekúndu og er Nurmagomedov eini maðurinn sem sigrað hefur Dos Anjos á síðustu fimm árum. Síðan Nurmagomedov sigraði Dos Anjos hefur sá síðarnefndi sigrað fimm bardaga á meðan Rússinn hefur setið á hliðarlínunni vegna meiðsla. Þrívegis hefur hann þurft að draga sig úr bardaga vegna meiðsla en loksins munum við fá að sjá hann í kvöld. Nurmagomedov er þó ekki með neitt sérstaklega fallegan stíl. Hann brýtur menn niður með fellu eftir fellu og virðist hafa lítið fyrir því að lyfta mönnum hátt upp til lofts og skella þeim á rassinn. Ef hann nær taki á andstæðingnum er hann að fara í flugferð. Svo einfalt er það. Nurmagomedov leikur sér að taka sterka glímumenn niður aftur og aftur. Nurmagomedov kláraði 21 fellu gegn Abel Trujillo (sem er sjálfur alls ekki slæmur glímumaður) á 15 mínútum en það er met í UFC. Trujillo var ráðalaus í 3. lotu og gerði lítið annað en að hrista hausinn og skildi ekkert hvernig hann ætti að verjast fellunum. Þessi stíll hans er kannski ekki sá áhorfendavænsti en samt er hann mjög vinsæll bardagamaður. Það er eitthvað undarlega heillandi hvernig hann rífur kjaft á bjagaðri ensku og nýtir hvert tækifærið til að skjóta á aðra bardagamenn. Þá vakti gamalt myndband af níu ára Nurmagomedov að glíma við bjarnarhún gríðarlega athygli á sínum tíma. Myndbandið var auðvitað afar umdeilt en um leið vakti þetta ákveðna aðdáun á þessum kaldrifjuðu rússnesku bardagamönnum sem æfa oft við óvenjulegar aðstæður. Nurmagomedov mætir nýliðanum Darrell Horcher í kvöld sem kemur inn með skömmum fyrirvara eftir að upprunalegi andstæðingurinn, Tony Ferguson, meiddist. Ef Nurmagomedov verður í sama formi og fyrir tveimur árum á Horcher von á flugferð (sennilega flugferðum) í kvöld. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á miðnætti í kvöld og eru eftirtaldir fjórir bardagar á dagskrá:Léttþungavigt: Glover Teixeira gegn Rashad Evans Strávigt kvenna: Rose Namajunas gegn Tecia Torres Hentivigt: Khabib Nurmagomedov gegn Darrell Horcher Fjaðurvigt: Cub Swanson gegn Hacran Diaz MMA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Rússinn Khabib Nurmagomedov mun loksins snúa aftur í búrið í kvöld eftir tveggja ára fjarveru vegna meiðsla. Mikil eftirvænting ríkir fyrir endurkomu hans en hvers vegna? Fyrir það fyrsta hefur Khabib „The Eagle“ Nurmagomedov sigrað alla 22 bardaga sína á MMA ferlinum. Í UFC hefur honum tekist að sigra alla sex bardaga sína án þess að lenda í teljandi vandræðum. Síðast sáum hann gjörsigraði Rafael Dos Anjos. Í dag er Brasilíumaðurinn léttvigtarmeistarinn og telja margir að mætist þeir aftur muni Nurmagomedov standa uppi sem sigurvegari og verða þar með léttvigtarmeistari UFC. Bardagi þeirra var einhliða frá fyrstu sekúndu og er Nurmagomedov eini maðurinn sem sigrað hefur Dos Anjos á síðustu fimm árum. Síðan Nurmagomedov sigraði Dos Anjos hefur sá síðarnefndi sigrað fimm bardaga á meðan Rússinn hefur setið á hliðarlínunni vegna meiðsla. Þrívegis hefur hann þurft að draga sig úr bardaga vegna meiðsla en loksins munum við fá að sjá hann í kvöld. Nurmagomedov er þó ekki með neitt sérstaklega fallegan stíl. Hann brýtur menn niður með fellu eftir fellu og virðist hafa lítið fyrir því að lyfta mönnum hátt upp til lofts og skella þeim á rassinn. Ef hann nær taki á andstæðingnum er hann að fara í flugferð. Svo einfalt er það. Nurmagomedov leikur sér að taka sterka glímumenn niður aftur og aftur. Nurmagomedov kláraði 21 fellu gegn Abel Trujillo (sem er sjálfur alls ekki slæmur glímumaður) á 15 mínútum en það er met í UFC. Trujillo var ráðalaus í 3. lotu og gerði lítið annað en að hrista hausinn og skildi ekkert hvernig hann ætti að verjast fellunum. Þessi stíll hans er kannski ekki sá áhorfendavænsti en samt er hann mjög vinsæll bardagamaður. Það er eitthvað undarlega heillandi hvernig hann rífur kjaft á bjagaðri ensku og nýtir hvert tækifærið til að skjóta á aðra bardagamenn. Þá vakti gamalt myndband af níu ára Nurmagomedov að glíma við bjarnarhún gríðarlega athygli á sínum tíma. Myndbandið var auðvitað afar umdeilt en um leið vakti þetta ákveðna aðdáun á þessum kaldrifjuðu rússnesku bardagamönnum sem æfa oft við óvenjulegar aðstæður. Nurmagomedov mætir nýliðanum Darrell Horcher í kvöld sem kemur inn með skömmum fyrirvara eftir að upprunalegi andstæðingurinn, Tony Ferguson, meiddist. Ef Nurmagomedov verður í sama formi og fyrir tveimur árum á Horcher von á flugferð (sennilega flugferðum) í kvöld. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á miðnætti í kvöld og eru eftirtaldir fjórir bardagar á dagskrá:Léttþungavigt: Glover Teixeira gegn Rashad Evans Strávigt kvenna: Rose Namajunas gegn Tecia Torres Hentivigt: Khabib Nurmagomedov gegn Darrell Horcher Fjaðurvigt: Cub Swanson gegn Hacran Diaz
MMA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira