Fótbolti

Svíþjóðarmeistararnir byrja á sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara Björk í leik með Rosengård.
Sara Björk í leik með Rosengård. vísir/getty
Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Rosengård byrjuðu titilvörnina í Svíþjóð á 2-1 sigri á öðru Íslendingaliði, Kristianstad.

Hin brasilíska Marta kom Rosengård yfir á þriðju mínútu, en einungis tveimur mínútum síðar jafnaði Johanna Rasmussen fyrir gestina frá Kristianstad.

Öllu fjörinu var ekki lokið í fyrri hálfleik því á 34. mínútu kom Lieke Martens Rosengård aftur yfir og staðan 2-1 í hálfleik.

Mörkin urðu ekki fleiri í leiknum og sænsku meistararnir byrja því tímabilið á 2-1 sigri.

Sara Björk spilaði allan leikinn fyrir Rosengård og sömu sögu má segja af Sif Atladóttur hjá Kristianstad.

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×