Fótbolti

Klopp: Höfum spilað tuttugu fleiri leiki en þeir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jurgen Klopp sposkur á svip á hliðarlínunni í dag.
Jurgen Klopp sposkur á svip á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði eftir 3-2 tap fyrir Southampton í dag að hann gæti ekki kennt sínum leikmönnum um, þeir væru bara búnir að spila miklu fleiri leiki á tímabilinu.

„Við höfum spilað tuttugu fleiri leiki en þeir svo hvernig get ég kennt mínum leikmönnum um? Þeir voru ekki í sama formi í síðari hálfleik," sagði Klopp við fjölmiðla í leikslok.

„Við höfum átt mörg frábær augnablik á þessu tímabili og í dag voru þessi augnablik Southampton megin," og aðspurður hvort Liverpool gæti hoppað upp í fjögur efstu sætin sagði hann:

Sjá einnig:Mane tryggði Southampton ótrúlegan sigur | Sjáðu mörkin og vítaklúðrið

„Ég veit ekki um efstu fjögur sætin. Við erum ekki nær þeim en við vorum fyrir leikinn. Það eru níu leikir eftir, það eru 27 stig. Þetta er mögulegt, en ég veit ekki," sagði Klopp að lokum.

Liverpool er í níunda sæti deildarinnar með 44 stig, en þeir eru sex stigum á eftir West Ham sem er í fimmta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×