Þegar vandræðin verða að grísku drama Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. september 2016 09:30 "Þetta er eitt af þessum vel skrifuðu klassísku leikritum sem alltaf eiga erindi við okkur annað slagið,“ segir Hilmir Snær. Vísir/Ernir Horft frá brúnni, eftir Arthur Miller, hefur oft verið kallað eitt magnaðasta leikverk 20. aldar. Það verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld og Hilmir Snær Guðnason er þar í aðalhlutverki. Hann kveðst hafa séð verkið á sviði „einhvern tíma í gamla daga“ en ekki muna mikið eftir því. „Þetta er ansi góð saga,“ segir hann sannfærandi og lýsir henni í nokkrum orðum. „Ég leik hafnarverkamanninn Eddie sem býr í New York með konu sinni og fósturdóttur og er af annarri kynslóð innflytjenda frá Ítalíu. Fósturdóttirin er systurdóttir konunnar hans og hann elur hana upp sem sína dóttur. Svo koma tveir ungir menn frá Ítalíu inn á heimilið og fá sér vinnu í borginni. Þeir eru ólöglegir innflytjendur. Í þessu ítalska samfélagi segja menn ekki hver til annars þótt þeir lifi ekki samkvæmt því sem lögin í landinu gera ráð fyrir. En þegar annar aðkomumannanna verður ástfanginn af ungu stúlkunni á heimilinu kemur í ljós að Eddie stendur alls ekki á sama um það og að kannski elskar hann þessa stúlku meira en góðu hófi gegnir. Þá byrja vandræðin og þau verða að grísku drama.“ Þýðingin er eftir Sigurð Pálsson, leikstjóri er Stefan Metz og sviðsmyndin er í höndum Sean Mackaoui sem með notkun ljóss og skugga skapar anda film noir kvikmynda eftirstríðsáranna. Hilmir Snær segir þó efnið falla vel að okkar tíma, enda sé mikið talað um ólöglega innflytjendur í dag. „Horft frá brúnni er eitt af þessum vel skrifuðu klassísku leikritum sem á alltaf erindi til okkar annað slagið,“ segir hann og bætir við: „Sagan er góð og sýningin stutt, 100 mínútur án hlés. Fólk sest í sætin og stundin er liðin áður en varir.“ Greinin birtist fyrst 30. september 2016. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Horft frá brúnni, eftir Arthur Miller, hefur oft verið kallað eitt magnaðasta leikverk 20. aldar. Það verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld og Hilmir Snær Guðnason er þar í aðalhlutverki. Hann kveðst hafa séð verkið á sviði „einhvern tíma í gamla daga“ en ekki muna mikið eftir því. „Þetta er ansi góð saga,“ segir hann sannfærandi og lýsir henni í nokkrum orðum. „Ég leik hafnarverkamanninn Eddie sem býr í New York með konu sinni og fósturdóttur og er af annarri kynslóð innflytjenda frá Ítalíu. Fósturdóttirin er systurdóttir konunnar hans og hann elur hana upp sem sína dóttur. Svo koma tveir ungir menn frá Ítalíu inn á heimilið og fá sér vinnu í borginni. Þeir eru ólöglegir innflytjendur. Í þessu ítalska samfélagi segja menn ekki hver til annars þótt þeir lifi ekki samkvæmt því sem lögin í landinu gera ráð fyrir. En þegar annar aðkomumannanna verður ástfanginn af ungu stúlkunni á heimilinu kemur í ljós að Eddie stendur alls ekki á sama um það og að kannski elskar hann þessa stúlku meira en góðu hófi gegnir. Þá byrja vandræðin og þau verða að grísku drama.“ Þýðingin er eftir Sigurð Pálsson, leikstjóri er Stefan Metz og sviðsmyndin er í höndum Sean Mackaoui sem með notkun ljóss og skugga skapar anda film noir kvikmynda eftirstríðsáranna. Hilmir Snær segir þó efnið falla vel að okkar tíma, enda sé mikið talað um ólöglega innflytjendur í dag. „Horft frá brúnni er eitt af þessum vel skrifuðu klassísku leikritum sem á alltaf erindi til okkar annað slagið,“ segir hann og bætir við: „Sagan er góð og sýningin stutt, 100 mínútur án hlés. Fólk sest í sætin og stundin er liðin áður en varir.“ Greinin birtist fyrst 30. september 2016.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira