Kvikmyndaskólinn býður 700 milljónir í bæjarskrifstofur Kópavogs Atli Ísleifsson skrifar 19. febrúar 2016 21:00 Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Vísir/Arnþór/Anton Kvikmyndaskóli Íslands hefur lagt fram 700 milljón króna tilboð í bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar sem eru til húsa í Fannborg 2, 4 og 6. Kauptilboðið var lagt fram í bæjarráði Kópavogs í gær og verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Kvikmyndaskólinn sér fyrir sér að þurfa að byggja við austurhlið Fannborgar 2 „af hóflegri stærð fyrir upptökuaðstöðu“. Í bréfi Böðvars Bjarka Péturssonar, formanns stjórnar Kvikmyndaskóla Íslands, til Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra segir að hugmyndir Kvikmyndaskólans með flutningi í Fannborgina sé að breyta Fannborg 4 og 6 í litlar stúdentaíbúðir, en Fannborg 2 yrði skólinn sjálfur. „Þannig verður til „campus“ með miklu mannlífi sem sækir sér þjónustu á veitinga- og kaffihús í nágrenninu,“ segir í bréfinu.Spennandi innleggTil stendur að flytja bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar úr Fannborginni en ekki hefur verið tekin ákvörðun um staðsetningu. Bæjarstarfsmenn hafa að undanförnu kvartað undan slæmu ástandi bæjarskrifstofanna. Ármann Kr. Ólafsson segir sveitarstjórn hafa verið að skoða húsnæðismál bæjarins að undanförnu og að tilboðið sé mjög spennandi innlegg í þá umræðu. „Við höfum skilgreint þetta svæði í kringum bæjarskrifstofurnar sem menningartorfu. Þetta passar því mjög vel inn í þá flóru sem er þar fyrir og svo er MK þarna í næsta nágrenni. Þetta myndi þá líka stuðla að því að tengja saman menninguna og skólana í bænum,“ segir Ármann.Gæti lífgað upp á HamraborginaÍ bréfi Böðvars Bjarka segir að aðgerðin myndi styrkja uppbyggingu Kópavogs sem skólabæjar. „Hér er mjög áhrifamikil og frumleg hugmynd á ferð sem mun efla mannlíf í bænum, styðja við þjónustu og menningarstarfsemi bæjarins. En það er tímapressa því skólinn hefði viljað byrja starfsemi í nýjum húsakynnum næsta haust.“ Ármann tekur undir það að Kvikmyndaskólinn gæti gæti lífgað verulega upp á Hamraborgina og þá starfsemi sem þar er. Hann minnir á að Kópavogsbíó, fyrsta bíóið í Kópavogi, hafi verið til húsa í félagsheimilinu í Fannborg 2 á sínum tíma.Verðið í góðu samræmi við hugmyndir sveitarstjórnarÍ bréfi Böðvars Bjarka segir að verði tilboðinu tekið yrðu 400 milljónir króna greiddar 15. mars, en samið yrði um eftirstöðvar til einhverra ára með hagkvæmum vöxtum. Ármann segir verðið í góðu samræmi og heldur hærra en sveitarstjórn hafi miðað við. „Það verður mjög spennandi að sjá hvernig bæjarfulltrúar taka í þetta, en hvað mig varðar þá er þetta virkilega spennandi hugmynd. Ég er mjög jákvæður en það þarf að skoða þetta frá ýmsum hliðum.“ Kvikmyndaskóli Íslands var stofnaður árið 1992 og eru nemendur um 120 talsins. Í haust er þó ætlunin að opna alþjóðlega deild sem lengi hefur verið í undirbúningi og þá er áætlað að nemendafjöldinn muni tvöfaldast. Kvikmyndaskóli Íslands er nú staðsettur á Grensásvegi 1. Tengdar fréttir Ráðhús Kópavogs verði í miðbænum Arkitektastofan Zeppelin í samvinnu við bygginga- og þróunarfélagið Mannverk lagði fram tillögu á dögunum að nýju ráðhúsi í Hamraborg í Kópavogi. Einn arkitektanna vill að bærinn gefi tillögunni meiri gaum. 21. desember 2015 09:00 Bæjarskrifstofur Kópavogs flytji í Nýja Norðurturninn Kópavogsbær hefur hug á því að flytja bæjarskrifstofurnar úr Fannborg. 19. júní 2015 09:47 Óeining innan meirihluta með nýjar bæjarskrifstofur Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Kópavogi telur eðlilegra að bæjarskrifstofur verði staðsettar í hjarta bæjarins en að flytja þær í turninn. Fyrirtæki sem studdi bæjarstjóra fjárhagslega í prófkjöri á hlut í Norðurturninum. 4. júlí 2015 07:00 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Kvikmyndaskóli Íslands hefur lagt fram 700 milljón króna tilboð í bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar sem eru til húsa í Fannborg 2, 4 og 6. Kauptilboðið var lagt fram í bæjarráði Kópavogs í gær og verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Kvikmyndaskólinn sér fyrir sér að þurfa að byggja við austurhlið Fannborgar 2 „af hóflegri stærð fyrir upptökuaðstöðu“. Í bréfi Böðvars Bjarka Péturssonar, formanns stjórnar Kvikmyndaskóla Íslands, til Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra segir að hugmyndir Kvikmyndaskólans með flutningi í Fannborgina sé að breyta Fannborg 4 og 6 í litlar stúdentaíbúðir, en Fannborg 2 yrði skólinn sjálfur. „Þannig verður til „campus“ með miklu mannlífi sem sækir sér þjónustu á veitinga- og kaffihús í nágrenninu,“ segir í bréfinu.Spennandi innleggTil stendur að flytja bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar úr Fannborginni en ekki hefur verið tekin ákvörðun um staðsetningu. Bæjarstarfsmenn hafa að undanförnu kvartað undan slæmu ástandi bæjarskrifstofanna. Ármann Kr. Ólafsson segir sveitarstjórn hafa verið að skoða húsnæðismál bæjarins að undanförnu og að tilboðið sé mjög spennandi innlegg í þá umræðu. „Við höfum skilgreint þetta svæði í kringum bæjarskrifstofurnar sem menningartorfu. Þetta passar því mjög vel inn í þá flóru sem er þar fyrir og svo er MK þarna í næsta nágrenni. Þetta myndi þá líka stuðla að því að tengja saman menninguna og skólana í bænum,“ segir Ármann.Gæti lífgað upp á HamraborginaÍ bréfi Böðvars Bjarka segir að aðgerðin myndi styrkja uppbyggingu Kópavogs sem skólabæjar. „Hér er mjög áhrifamikil og frumleg hugmynd á ferð sem mun efla mannlíf í bænum, styðja við þjónustu og menningarstarfsemi bæjarins. En það er tímapressa því skólinn hefði viljað byrja starfsemi í nýjum húsakynnum næsta haust.“ Ármann tekur undir það að Kvikmyndaskólinn gæti gæti lífgað verulega upp á Hamraborgina og þá starfsemi sem þar er. Hann minnir á að Kópavogsbíó, fyrsta bíóið í Kópavogi, hafi verið til húsa í félagsheimilinu í Fannborg 2 á sínum tíma.Verðið í góðu samræmi við hugmyndir sveitarstjórnarÍ bréfi Böðvars Bjarka segir að verði tilboðinu tekið yrðu 400 milljónir króna greiddar 15. mars, en samið yrði um eftirstöðvar til einhverra ára með hagkvæmum vöxtum. Ármann segir verðið í góðu samræmi og heldur hærra en sveitarstjórn hafi miðað við. „Það verður mjög spennandi að sjá hvernig bæjarfulltrúar taka í þetta, en hvað mig varðar þá er þetta virkilega spennandi hugmynd. Ég er mjög jákvæður en það þarf að skoða þetta frá ýmsum hliðum.“ Kvikmyndaskóli Íslands var stofnaður árið 1992 og eru nemendur um 120 talsins. Í haust er þó ætlunin að opna alþjóðlega deild sem lengi hefur verið í undirbúningi og þá er áætlað að nemendafjöldinn muni tvöfaldast. Kvikmyndaskóli Íslands er nú staðsettur á Grensásvegi 1.
Tengdar fréttir Ráðhús Kópavogs verði í miðbænum Arkitektastofan Zeppelin í samvinnu við bygginga- og þróunarfélagið Mannverk lagði fram tillögu á dögunum að nýju ráðhúsi í Hamraborg í Kópavogi. Einn arkitektanna vill að bærinn gefi tillögunni meiri gaum. 21. desember 2015 09:00 Bæjarskrifstofur Kópavogs flytji í Nýja Norðurturninn Kópavogsbær hefur hug á því að flytja bæjarskrifstofurnar úr Fannborg. 19. júní 2015 09:47 Óeining innan meirihluta með nýjar bæjarskrifstofur Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Kópavogi telur eðlilegra að bæjarskrifstofur verði staðsettar í hjarta bæjarins en að flytja þær í turninn. Fyrirtæki sem studdi bæjarstjóra fjárhagslega í prófkjöri á hlut í Norðurturninum. 4. júlí 2015 07:00 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Ráðhús Kópavogs verði í miðbænum Arkitektastofan Zeppelin í samvinnu við bygginga- og þróunarfélagið Mannverk lagði fram tillögu á dögunum að nýju ráðhúsi í Hamraborg í Kópavogi. Einn arkitektanna vill að bærinn gefi tillögunni meiri gaum. 21. desember 2015 09:00
Bæjarskrifstofur Kópavogs flytji í Nýja Norðurturninn Kópavogsbær hefur hug á því að flytja bæjarskrifstofurnar úr Fannborg. 19. júní 2015 09:47
Óeining innan meirihluta með nýjar bæjarskrifstofur Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Kópavogi telur eðlilegra að bæjarskrifstofur verði staðsettar í hjarta bæjarins en að flytja þær í turninn. Fyrirtæki sem studdi bæjarstjóra fjárhagslega í prófkjöri á hlut í Norðurturninum. 4. júlí 2015 07:00