Óeining innan meirihluta með nýjar bæjarskrifstofur Sveinn Arnarsson skrifar 4. júlí 2015 07:00 Hugmyndir eru uppi um að Kópavogsbær flytji skrifstofur sínar í turninn. Hjúpur ehf, á hlut í turninum en eigendur þess studdu bæjarstjóra fjárhagslega í síðasta prófkjöri í gegnum annað fyrirtæki, Bygg ehf. vísir/gva Óeining er innan meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi með þá tilhögun að færa bæjarskrifstofur sveitarfélgsins úr gamla miðbænum í Norðurturn Smáralindar. Margrét Friðriksdóttir segir of geyst farið og telur mikilvægt að bæjarskrifstofur sveitarfélagsins verði enn í rótgrónum miðbæ. Birkir Jón Jónsson telur mikilvægara að grynnka á skuldum bæjarins í stað þess að stofna til nýrra skulda.Engar samningaviðræður eru hafnar milli bæjarins og eigenda fasteignarinnar. Sú tillaga sem var borin upp á síðasta fundi var um að bæjarstjóra yrði falið að hefja samningaviðræður sem myndi síðan verða lagt fyrir bæjarstjórn. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, segir málið fyrst rætt í október á síðasta ári. „Það hafa ákveðnar þreifingar átt sér stað milli embættismanna bæjarins og fasteignarinnar. Ég hef ekki komið að þeim. Ég hefði viljað á síðasta fundi fá umboð til að hefja viðræður svo málið gæti tekið eitt skref í viðbót,“ segir Ármann. Birkir Jón Jónsson„Hér er um gríðarlega mikið hagsmunamál að ræða fyrir íbúa Kópavogs. Sveitarfélagið er eitt það skuldugasta á landinu og því eigum við að kappkosta við að lækka skuldir sveitarfélagsins í stað þess að að auka þær. Þess vegna vil ég skoða málið gaumgæfilega og hef lagt ítarlegar spurningar fyrir bæjarráð þar að lútandi. Það hefur verið stefna þessa meirihluta að lækka skuldir sveitarfélagsins og því vil ég ekki að þessi vegferð verði valin sem hefur þveröfug áhrif,“ segir Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Margrét Friðriksdsóttir, einn bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins tekur í sama streng. „Mér finnst of geyst farið og var í hópi þeirra sem vildi skoða málið betur. Tveir fulltrúar meirihlutans greiddu atkvæði með frestun á síðasta fundi bæjarstjórnar. Skuldir sveitarfélagsins eru háar og því þurfum við að skoða mjög vel hvaða áhrif tilfærslan mun hafa. Ég vil að þetta sé gert faglega og að við gefum okkukr góðan tíma,“ segir Margrét og minnir á að þetta er í raun skipulagsmál einnig. „Við höfum byggt upp fallegan miðbæ með tónlistarhúsi og öðru og því er það mikilvægt að mínu mati að bæjarskrifstofur séu einnig staðsettar í miðbænum.“ Eigendur turnsins eru fjölmargir. Einn eigandi hans er einkahlutafélagið Hjúpur sem er dótturfyrirtæki Byggingarfélags Gylfa og Gunnars, Bygg ehf. Fyrirtækið studdi bæjarstjóra fjárhagslega í prófkjöri fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Ármann segir engin tengsl milli sín og þessa fyrirtækis. „Það hryggir mig ef verið er að tengja þetta saman,“ segir Árni. „Ég hef ekki rætt við þessa menn í marga mánuði. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Óeining er innan meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi með þá tilhögun að færa bæjarskrifstofur sveitarfélgsins úr gamla miðbænum í Norðurturn Smáralindar. Margrét Friðriksdóttir segir of geyst farið og telur mikilvægt að bæjarskrifstofur sveitarfélagsins verði enn í rótgrónum miðbæ. Birkir Jón Jónsson telur mikilvægara að grynnka á skuldum bæjarins í stað þess að stofna til nýrra skulda.Engar samningaviðræður eru hafnar milli bæjarins og eigenda fasteignarinnar. Sú tillaga sem var borin upp á síðasta fundi var um að bæjarstjóra yrði falið að hefja samningaviðræður sem myndi síðan verða lagt fyrir bæjarstjórn. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, segir málið fyrst rætt í október á síðasta ári. „Það hafa ákveðnar þreifingar átt sér stað milli embættismanna bæjarins og fasteignarinnar. Ég hef ekki komið að þeim. Ég hefði viljað á síðasta fundi fá umboð til að hefja viðræður svo málið gæti tekið eitt skref í viðbót,“ segir Ármann. Birkir Jón Jónsson„Hér er um gríðarlega mikið hagsmunamál að ræða fyrir íbúa Kópavogs. Sveitarfélagið er eitt það skuldugasta á landinu og því eigum við að kappkosta við að lækka skuldir sveitarfélagsins í stað þess að að auka þær. Þess vegna vil ég skoða málið gaumgæfilega og hef lagt ítarlegar spurningar fyrir bæjarráð þar að lútandi. Það hefur verið stefna þessa meirihluta að lækka skuldir sveitarfélagsins og því vil ég ekki að þessi vegferð verði valin sem hefur þveröfug áhrif,“ segir Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Margrét Friðriksdsóttir, einn bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins tekur í sama streng. „Mér finnst of geyst farið og var í hópi þeirra sem vildi skoða málið betur. Tveir fulltrúar meirihlutans greiddu atkvæði með frestun á síðasta fundi bæjarstjórnar. Skuldir sveitarfélagsins eru háar og því þurfum við að skoða mjög vel hvaða áhrif tilfærslan mun hafa. Ég vil að þetta sé gert faglega og að við gefum okkukr góðan tíma,“ segir Margrét og minnir á að þetta er í raun skipulagsmál einnig. „Við höfum byggt upp fallegan miðbæ með tónlistarhúsi og öðru og því er það mikilvægt að mínu mati að bæjarskrifstofur séu einnig staðsettar í miðbænum.“ Eigendur turnsins eru fjölmargir. Einn eigandi hans er einkahlutafélagið Hjúpur sem er dótturfyrirtæki Byggingarfélags Gylfa og Gunnars, Bygg ehf. Fyrirtækið studdi bæjarstjóra fjárhagslega í prófkjöri fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Ármann segir engin tengsl milli sín og þessa fyrirtækis. „Það hryggir mig ef verið er að tengja þetta saman,“ segir Árni. „Ég hef ekki rætt við þessa menn í marga mánuði.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira