Vinsælasti MMA-blaðamaður heims settur í lífstíðarbann hjá UFC Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júní 2016 16:00 Helwani var valinn MMA-blaðamaður ársins fyrr á árinu og hann tekur hér við verðlaunum sínum. vísir/getty UFC 199 fór fram um síðustu helgi og var gríðarlega vel heppnað. Eftir kvöldið var samt mest talað um ótrúlegan atburð sem átti sér stað fyrir aðalbardaga kvöldsins. Þá var blaðamanninum Ariel Helwani vísað út úr Forum-höllinni í Las Vegas. Honum var svo tilkynnt um að hann væri ekki velkominn aftur á viðburði hjá UFC. „Í stuttu máli var mér tjáð að ég væri kominn í lífstíðarbann hjá UFC. Ástæðan er sú að ég sagði frá endurkomu Brock Lesnar áður en UFC gerði það,“ sagði Helwani en blaðamannapassinn var líka fjarlægður af tveim samstarfsmönnum hans. Í ljós kom að frétt hans um málið var rétt og hann var því settur í lífstíðarbann af UFC fyrir að segja frá saklausri frétt. „Dana White [forseti UFC] sagði ítrekað við mig að ég ætti bara að fara að fjalla um Bellator. Ég spurði hvað ég hefði gert af mér og þá sagði hann að ég væri of neikvæður,“ bætti Helwani við. Hann missti starf sitt hjá Fox sjónvarpsstöðinni fyrr á árinu. Hermt var að ástæðan væri sú að hann væri að taka viðtöl og fjalla um viðfangsefni sem væru UFC ekki þóknanleg. Helwani er gríðarlega vinsæll hjá bæði bardagaköppunum í UFC sem og hjá aðdáendum. Það er hreinlega klappað fyrir honum á blaðamannafundum er hann spyr spurninga. Þetta útspil hjá UFC þykir vera með hreinum ólíkindum og hefur skemmt ímynd sambandsins. MMA Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira
UFC 199 fór fram um síðustu helgi og var gríðarlega vel heppnað. Eftir kvöldið var samt mest talað um ótrúlegan atburð sem átti sér stað fyrir aðalbardaga kvöldsins. Þá var blaðamanninum Ariel Helwani vísað út úr Forum-höllinni í Las Vegas. Honum var svo tilkynnt um að hann væri ekki velkominn aftur á viðburði hjá UFC. „Í stuttu máli var mér tjáð að ég væri kominn í lífstíðarbann hjá UFC. Ástæðan er sú að ég sagði frá endurkomu Brock Lesnar áður en UFC gerði það,“ sagði Helwani en blaðamannapassinn var líka fjarlægður af tveim samstarfsmönnum hans. Í ljós kom að frétt hans um málið var rétt og hann var því settur í lífstíðarbann af UFC fyrir að segja frá saklausri frétt. „Dana White [forseti UFC] sagði ítrekað við mig að ég ætti bara að fara að fjalla um Bellator. Ég spurði hvað ég hefði gert af mér og þá sagði hann að ég væri of neikvæður,“ bætti Helwani við. Hann missti starf sitt hjá Fox sjónvarpsstöðinni fyrr á árinu. Hermt var að ástæðan væri sú að hann væri að taka viðtöl og fjalla um viðfangsefni sem væru UFC ekki þóknanleg. Helwani er gríðarlega vinsæll hjá bæði bardagaköppunum í UFC sem og hjá aðdáendum. Það er hreinlega klappað fyrir honum á blaðamannafundum er hann spyr spurninga. Þetta útspil hjá UFC þykir vera með hreinum ólíkindum og hefur skemmt ímynd sambandsins.
MMA Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira