Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. október 2016 15:34 Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. Vísir/Gva Unnur Brá Konráðsdóttir vakti athygli fyrr í dag þegar hún gaf dóttur sinni brjóst í ræðustól Alþingis, en Unnur Brá eignaðist dóttur þann 1. september síðastliðinn. Atvikið hefur farið eins og eldur í sinu um Internetið og vakið lukku víða. Unnur Brá með barnið sitt á brjósti í pontu á Alþingi er það fallegasta sem þú munt sjá í dag. pic.twitter.com/ZxIZRzskCD— Ingileif Fridriks (@ingileiff) October 12, 2016 Einar K Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að brjóstagjöf Unnar Brár sé ekki brot á þingsköpum þrátt fyrir strangar reglur um hverjir megi hafa viðveru í þingsal á meðan þingfundi stendur. „Nei ég lít nú ekki þannig á, alls ekki. Það er engin sérstök heimild fyrir því, það er ekki kveðið á um þetta neitt í þingsköpum en þetta er fráleitt neitt brot á þingsköpum og forseti telur þetta hafa verið mjög eðlilegan hlut,“ segir Einar í samtali við Vísi. Sjá einnig:Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Reglur um viðveru í þingsal eru strangar, og er yfirleitt mega engir aðrir en þingmenn, ráðherrar og starfsmenn þingsins vera í salnum. Aðspurður segist Einar þó gera greinarmun á þessu atviki og ef aðrir fullorðnir einstaklingar væru í salnum. „Já já, auðvitað. Hér er verið að ræða um móður og barn, kornabarn, sem þurfti fullrar athygli við og umönnunar í þessum aðstæðum. Þó að við þurfum að vera ströng á formsatriðum þá er ég nú ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta.“Ræðu Unnar Brár þar sem dóttirin er með í för má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir vakti athygli fyrr í dag þegar hún gaf dóttur sinni brjóst í ræðustól Alþingis, en Unnur Brá eignaðist dóttur þann 1. september síðastliðinn. Atvikið hefur farið eins og eldur í sinu um Internetið og vakið lukku víða. Unnur Brá með barnið sitt á brjósti í pontu á Alþingi er það fallegasta sem þú munt sjá í dag. pic.twitter.com/ZxIZRzskCD— Ingileif Fridriks (@ingileiff) October 12, 2016 Einar K Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að brjóstagjöf Unnar Brár sé ekki brot á þingsköpum þrátt fyrir strangar reglur um hverjir megi hafa viðveru í þingsal á meðan þingfundi stendur. „Nei ég lít nú ekki þannig á, alls ekki. Það er engin sérstök heimild fyrir því, það er ekki kveðið á um þetta neitt í þingsköpum en þetta er fráleitt neitt brot á þingsköpum og forseti telur þetta hafa verið mjög eðlilegan hlut,“ segir Einar í samtali við Vísi. Sjá einnig:Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Reglur um viðveru í þingsal eru strangar, og er yfirleitt mega engir aðrir en þingmenn, ráðherrar og starfsmenn þingsins vera í salnum. Aðspurður segist Einar þó gera greinarmun á þessu atviki og ef aðrir fullorðnir einstaklingar væru í salnum. „Já já, auðvitað. Hér er verið að ræða um móður og barn, kornabarn, sem þurfti fullrar athygli við og umönnunar í þessum aðstæðum. Þó að við þurfum að vera ströng á formsatriðum þá er ég nú ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta.“Ræðu Unnar Brár þar sem dóttirin er með í för má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50