Ugla sat á kvisti Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. desember 2016 07:00 Alexander Van der Bellen og Norbert Hofer mættust í sjónvarpskappræðum um síðustu helgi. Fylgi þeirra mælist enn nærri hnífjafnt. Nordicphotos/AFP Ekkert hefur breyst frá því að forsetakosningar skiluðu Alexander Van der Bellen naumum sigri yfir Norbert Hofer síðastliðið vor. Fylgi þeirra var nánast hnífjafnt og er það enn. Van der Bellen sigraði með 50,3 prósentum en Hofer tapaði með 49,7 prósentum atkvæða. Þær kosningar voru dæmdar ógildar og verða endurteknar sunnudaginn 4. desember. Fylgi þeirra beggja er enn að mælast rétt í kringum 50 prósentin. Hending ein virðist ætla að ráða því hvor verður ofan á.Norbert Hofer er fullur eldmóðs, ákafur þjóðernissinni og hægrimaður, fulltrúi Frelsisflokksins sem óspart höfðar til ótta almennings við flóttafólk, útlendinga og alþjóðavæðingu almennt. Alexander Van der Bellen er hins vegar hæglátur hagfræðingur og umhverfissinni sem nýtur stuðnings austurríska Græningjaflokksins, enda var hann leiðtogi flokksins í rúman áratug, frá 1997 til 2008. Sigur Hofers yrði túlkaður sem vatn á myllu hreyfingar hægri þjóðernissinna sem mikill uppgangur hefur verið í víða í Evrópu undanfarin misseri, í beinu framhaldi af djúpri efnahagskreppu í álfunni og hernaðarhörmungum í Sýrlandi og víðar sem fólk hefur flúið unnvörpum. Og margir reynt að finna hæli í Evrópu.Austurríski frelsisflokkurinn er partur af popúlistahreyfingu sem nærist á óttanum við alþjóðavæðingu og útlendinga.vísir/EPAHofer er partur af sömu hreyfingu og þau Marine le Pen í Frakklandi, Geert Wilders í Hollandi og Nigel Farage í Bretlandi, sem öll leggja í einhverjum skilningi ofuráherslu á að verja þjóðleg gildi gegn áhlaupi innflytjenda og alþjóðavæðingar. Þessir flokkar hafa verið nefndir popúlistaflokkar, lýðskrumarar, enda snúist málflutningur þeirra fyrst og fremst um að ala á hræðslu almennings. Sá málflutningur sé allur á yfirborðinu en staðreyndir oft látnar liggja á milli hluta. Sigur Donalds Trump í forsetakosningum Bandaríkjanna hefur orðið liðsmönnum þessara flokka hvatning til dáða. Þeir líta margir á hann sem ótvíræðan bandamann sinn.Mörgum létti því að loknum kosningunum í maí þegar naumum sigri Græningjans Van der Bellens var lýst yfir. Sú undarlega staða var komin upp að fulltrúi Græningjahreyfingarinnar var orðinn fulltrúi hinna gamalreyndu stjórnmála gegn uppreisnaröflum úr röðum almúgans. Jafnframt endurvakti ógilding þeirra kosninga ugg um að nú eigi Hofer aftur góða möguleika á sigri. Í sjónvarpskappræðum um síðustu helgi tókust þeir á um þessi átakamál, sem tröllriðið hafa evrópskum stjórnmálum undanfarið. Meðal annars sakaði Van der Bellen andstæðing sinn um að vilja koma Austurríki úr Evrópusambandinu, með sama hætti og Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar. Hofer sagði samt ekkert hæft í því.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Ekkert hefur breyst frá því að forsetakosningar skiluðu Alexander Van der Bellen naumum sigri yfir Norbert Hofer síðastliðið vor. Fylgi þeirra var nánast hnífjafnt og er það enn. Van der Bellen sigraði með 50,3 prósentum en Hofer tapaði með 49,7 prósentum atkvæða. Þær kosningar voru dæmdar ógildar og verða endurteknar sunnudaginn 4. desember. Fylgi þeirra beggja er enn að mælast rétt í kringum 50 prósentin. Hending ein virðist ætla að ráða því hvor verður ofan á.Norbert Hofer er fullur eldmóðs, ákafur þjóðernissinni og hægrimaður, fulltrúi Frelsisflokksins sem óspart höfðar til ótta almennings við flóttafólk, útlendinga og alþjóðavæðingu almennt. Alexander Van der Bellen er hins vegar hæglátur hagfræðingur og umhverfissinni sem nýtur stuðnings austurríska Græningjaflokksins, enda var hann leiðtogi flokksins í rúman áratug, frá 1997 til 2008. Sigur Hofers yrði túlkaður sem vatn á myllu hreyfingar hægri þjóðernissinna sem mikill uppgangur hefur verið í víða í Evrópu undanfarin misseri, í beinu framhaldi af djúpri efnahagskreppu í álfunni og hernaðarhörmungum í Sýrlandi og víðar sem fólk hefur flúið unnvörpum. Og margir reynt að finna hæli í Evrópu.Austurríski frelsisflokkurinn er partur af popúlistahreyfingu sem nærist á óttanum við alþjóðavæðingu og útlendinga.vísir/EPAHofer er partur af sömu hreyfingu og þau Marine le Pen í Frakklandi, Geert Wilders í Hollandi og Nigel Farage í Bretlandi, sem öll leggja í einhverjum skilningi ofuráherslu á að verja þjóðleg gildi gegn áhlaupi innflytjenda og alþjóðavæðingar. Þessir flokkar hafa verið nefndir popúlistaflokkar, lýðskrumarar, enda snúist málflutningur þeirra fyrst og fremst um að ala á hræðslu almennings. Sá málflutningur sé allur á yfirborðinu en staðreyndir oft látnar liggja á milli hluta. Sigur Donalds Trump í forsetakosningum Bandaríkjanna hefur orðið liðsmönnum þessara flokka hvatning til dáða. Þeir líta margir á hann sem ótvíræðan bandamann sinn.Mörgum létti því að loknum kosningunum í maí þegar naumum sigri Græningjans Van der Bellens var lýst yfir. Sú undarlega staða var komin upp að fulltrúi Græningjahreyfingarinnar var orðinn fulltrúi hinna gamalreyndu stjórnmála gegn uppreisnaröflum úr röðum almúgans. Jafnframt endurvakti ógilding þeirra kosninga ugg um að nú eigi Hofer aftur góða möguleika á sigri. Í sjónvarpskappræðum um síðustu helgi tókust þeir á um þessi átakamál, sem tröllriðið hafa evrópskum stjórnmálum undanfarið. Meðal annars sakaði Van der Bellen andstæðing sinn um að vilja koma Austurríki úr Evrópusambandinu, með sama hætti og Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar. Hofer sagði samt ekkert hæft í því.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira