100 dagar eru liðnir frá því að Jürgen Klopp var ráðinn knattspyrnustjóri Liverpool af Brendan Rodgers.
Síðan þá hefur liðið unnið nokkra frækna sigra, svo sem gegn Chelsea og Manchester United, og Klopp hefur komið liðinu í undanúrslit ensku deildabikarkeppninnar.
En Liverpool hefur líka mátt þola nokkur slæm töp, svo sem gegn Newcastle og Watford, sem hefur hægt á uppgangi liðsins.
Klopp hefur stýrt Liverpool í 21 leik og unnið tíu þeirra og tapað aðeins fjórum. Fréttavefur Sky Sports hefur tekið saman fyrstu 100 dagana hjá Klopp á myndrænan hátt sem má sjá hér.
Svona hafa fyrstu 100 dagarnir hjá Klopp verið
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti



Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti



Aron ráðinn til FH
Handbolti

