Stærsta vandamálið að Íslendingar trúi því að á landinu þrífist spilling sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. janúar 2016 14:56 Drjúgur hluti landsmanna trúir því að spilling þrífist á landinu. Fæstir hafa þó beina reynslu af henni. vísir/gva Það er útbreidd trú Íslendinga að á landinu þrífist spilling. Það er stærsta vandamálið, óháð því hvort hér þrífist spilling eða ekki, því það eykur líkur á að fleiri taki þátt í henni. Fæstir landsmenn hafa beina reynslu af spillingu. Þetta kom fram í máli Gunnars Helga Kristinssonar, stjórnmálafræðings á hádegisfundi í Háskóla Íslands um spillingu á Íslandi. Félag stjórnmálafræðinga og stjórnmála við HÍ stóðu fyrir fundinum, sem var undir yfirskriftinni „Spilling á Íslandi: Hagsmunaárekstrar, fyrirgreiðsla og spilling“. Ísland var lengi vel talið eitt minnst spillta ríki heims. Árið 2005 skipaði landið fyrsta sætið yfir minnst spilltu löndin, samkvæmt samtökunum Transparency International sem reiknar út hve mikil spilling viðgengst í stjórnkerfinu að mati sérfræðinga. Það breyttist þó eftir hrun. Ísland var árið 2014 metið spilltasta ríki Norðurlandanna, en skipaði þó tólfta sætið yfir minnst spilltu lönd heims.Kjósendur Sjálfstæðisflokks telja spillingu frekar líðast í íslensku stjórnkerfi en kjósendur annarra flokka.vísir/sksFæstir komist í tæri við spillinguFélagsvísindasvið Háskóla Íslands kannaði afstöðu landsmanna til spillingar árið 2014. Könnunin leiddi það í ljós að drjúgur hluti landsmanna trúir því að spilling þrífist á landinu. Sérfræðingar sem tóku þátt töldu spillingu þó almennt minni en aðrir kjósendur. „Bein reynsla af spillingu, sérstaklega alvarlegri spillingu, er ekki mikil. Stærstur hluti fólks á Íslandi hefur ekki upplifað það form af spillingu sem hér er rætt um. Ekki nokkurn tímann komist í tæri við hana á ævinni. Það þýðir þó ekki að það þurfi ekki að fylgjast með, en við þurfum að hafa varann á áður en við gefum út mjög glannalegar yfirlýsingar,“ sagði Gunnar Helgi. Um skynjun fólks sé að ræða, sem ekki endilega endurspegli raunveruleikann. Þá töldu kjósendur Sjálfstæðisflokksins frekar að spilling sé vandamál í íslensku samfélagi en kjósendur annarra flokka.Grefur undan trausti og trúverðugleikaÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og fyrrverandi umhverfisráðherra, tók einnig til máls á fundinum. Hún sagði að ef upplifun fólks sé sú að á landinu sé spilling, þrátt fyrir að hafa ekki beina reynslu af henni, þá grafi það undan almennu trausti á hið opinbera. „Ég held að skynjunin, eins og henni var líst áðan, sem virðist vera að almennt séð séu íslenskir embættismenn og aðrir sem fari með opinbert vald skussar sem kunna ekki að fara með vald. Það eitt og sér er mikið vandamál ef reyndin er önnur. Ef það er skynjun fólksins í landinu að hér sé grasserandi spilling þá grefur það undan trausti og trúverðugleika stofnana og í raun lýðræðislegum samskiptum. Ef maður treystir engum hvernig á maður þá að eiga uppbyggileg samskipti um það sem skiptir mestu máli í samfélaginu?“ sagði hún.Þórunn hætti að fá gjafir frá fyrirtækjum þegar hún birti lista yfir þær opinberlega.vísir/sksÍslendingar spilltir?Þórunn velti því jafnframt fyrir sér hvort skattaundanskot Íslendinga megi ekki túlka sem spillingu, en samkvæmt ríkisskattstjóra nema þau um áttatíu milljörðum króna. „Ég velti því fyrir mér hvort við sem samfélag séum svo rosalega upptekin af því að hugsa að allir aðrir séu spilltir eða að stinga undan, að við tökum öll þátt í þessum leik. Notum glufurnar sem gefast til að borga ekki skattana okkar. Kannski er það mesta spillingin á Íslandi. Kannski ekki. Samfélag sem skýtur undan áttatíu milljarða króna á ári er að grafa undan sjálfu sér,“ sagði Þórunn.Hætti að fá gjafirHún tók jafnframt dæmi frá því þegar hún gegndi starfi ráðherra en þá hún ákvað að birta lista yfir allar gjafir sem hún fékk hverju sinni. „Þetta þótti nú hjá ýmsum í byggingunni ekkert endilega góð hugmynd en ég gaf ekkert eftir. Allt frá stærsta blómvendi sem ég hef fengið, frá Alcoa, kampavín frá Arion, og líka ljótu flíshúfuna frá Gámafélaginu,“ sagði Þórunn. Áður en leið á löngu hætti henni að berast gjafir. „Þá var tilganginum náð. Málið var upplýst. Ef þú ætlaðir að gefa þessum ráðherra gjafir þá færi það á lista og hann birtur. Mjög einfalt dæmi um gagnsæi. Mjög einfaldar leiðir til að snúa niður ákveðnar hefðir sem eru í samfélaginu.“ Leki og spilling í lögreglu Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Það er útbreidd trú Íslendinga að á landinu þrífist spilling. Það er stærsta vandamálið, óháð því hvort hér þrífist spilling eða ekki, því það eykur líkur á að fleiri taki þátt í henni. Fæstir landsmenn hafa beina reynslu af spillingu. Þetta kom fram í máli Gunnars Helga Kristinssonar, stjórnmálafræðings á hádegisfundi í Háskóla Íslands um spillingu á Íslandi. Félag stjórnmálafræðinga og stjórnmála við HÍ stóðu fyrir fundinum, sem var undir yfirskriftinni „Spilling á Íslandi: Hagsmunaárekstrar, fyrirgreiðsla og spilling“. Ísland var lengi vel talið eitt minnst spillta ríki heims. Árið 2005 skipaði landið fyrsta sætið yfir minnst spilltu löndin, samkvæmt samtökunum Transparency International sem reiknar út hve mikil spilling viðgengst í stjórnkerfinu að mati sérfræðinga. Það breyttist þó eftir hrun. Ísland var árið 2014 metið spilltasta ríki Norðurlandanna, en skipaði þó tólfta sætið yfir minnst spilltu lönd heims.Kjósendur Sjálfstæðisflokks telja spillingu frekar líðast í íslensku stjórnkerfi en kjósendur annarra flokka.vísir/sksFæstir komist í tæri við spillinguFélagsvísindasvið Háskóla Íslands kannaði afstöðu landsmanna til spillingar árið 2014. Könnunin leiddi það í ljós að drjúgur hluti landsmanna trúir því að spilling þrífist á landinu. Sérfræðingar sem tóku þátt töldu spillingu þó almennt minni en aðrir kjósendur. „Bein reynsla af spillingu, sérstaklega alvarlegri spillingu, er ekki mikil. Stærstur hluti fólks á Íslandi hefur ekki upplifað það form af spillingu sem hér er rætt um. Ekki nokkurn tímann komist í tæri við hana á ævinni. Það þýðir þó ekki að það þurfi ekki að fylgjast með, en við þurfum að hafa varann á áður en við gefum út mjög glannalegar yfirlýsingar,“ sagði Gunnar Helgi. Um skynjun fólks sé að ræða, sem ekki endilega endurspegli raunveruleikann. Þá töldu kjósendur Sjálfstæðisflokksins frekar að spilling sé vandamál í íslensku samfélagi en kjósendur annarra flokka.Grefur undan trausti og trúverðugleikaÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og fyrrverandi umhverfisráðherra, tók einnig til máls á fundinum. Hún sagði að ef upplifun fólks sé sú að á landinu sé spilling, þrátt fyrir að hafa ekki beina reynslu af henni, þá grafi það undan almennu trausti á hið opinbera. „Ég held að skynjunin, eins og henni var líst áðan, sem virðist vera að almennt séð séu íslenskir embættismenn og aðrir sem fari með opinbert vald skussar sem kunna ekki að fara með vald. Það eitt og sér er mikið vandamál ef reyndin er önnur. Ef það er skynjun fólksins í landinu að hér sé grasserandi spilling þá grefur það undan trausti og trúverðugleika stofnana og í raun lýðræðislegum samskiptum. Ef maður treystir engum hvernig á maður þá að eiga uppbyggileg samskipti um það sem skiptir mestu máli í samfélaginu?“ sagði hún.Þórunn hætti að fá gjafir frá fyrirtækjum þegar hún birti lista yfir þær opinberlega.vísir/sksÍslendingar spilltir?Þórunn velti því jafnframt fyrir sér hvort skattaundanskot Íslendinga megi ekki túlka sem spillingu, en samkvæmt ríkisskattstjóra nema þau um áttatíu milljörðum króna. „Ég velti því fyrir mér hvort við sem samfélag séum svo rosalega upptekin af því að hugsa að allir aðrir séu spilltir eða að stinga undan, að við tökum öll þátt í þessum leik. Notum glufurnar sem gefast til að borga ekki skattana okkar. Kannski er það mesta spillingin á Íslandi. Kannski ekki. Samfélag sem skýtur undan áttatíu milljarða króna á ári er að grafa undan sjálfu sér,“ sagði Þórunn.Hætti að fá gjafirHún tók jafnframt dæmi frá því þegar hún gegndi starfi ráðherra en þá hún ákvað að birta lista yfir allar gjafir sem hún fékk hverju sinni. „Þetta þótti nú hjá ýmsum í byggingunni ekkert endilega góð hugmynd en ég gaf ekkert eftir. Allt frá stærsta blómvendi sem ég hef fengið, frá Alcoa, kampavín frá Arion, og líka ljótu flíshúfuna frá Gámafélaginu,“ sagði Þórunn. Áður en leið á löngu hætti henni að berast gjafir. „Þá var tilganginum náð. Málið var upplýst. Ef þú ætlaðir að gefa þessum ráðherra gjafir þá færi það á lista og hann birtur. Mjög einfalt dæmi um gagnsæi. Mjög einfaldar leiðir til að snúa niður ákveðnar hefðir sem eru í samfélaginu.“
Leki og spilling í lögreglu Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira