Konum á flótta komið til hjálpar Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Hópur kvenna og barna notaði tækifærið til að flýja þegar hlé varð á átökum íraskra sérsveita við vígamenn Íslamska ríkisins í Mosúl fyrr í mánuðinum. Nordicphotos/AFP Rúmur mánuður er síðan íraski herinn hóf ásamt hersveitum Kúrda sókn sína gegn vígasveitum Íslamska ríkisins svonefnda í Mosúl. Nærri sjötíu þúsund manns hafa flúið átökin og margir þeirra leitað á náðir hjálparstofnana sem hafa sett upp flóttamannabúðir á nálægum svæðum. Frá því vígasamtökin náðu Mosúl og nágrenni á sitt vald, fyrir meira en tveimur árum, hafa hundruð þúsunda manna flosnað upp af heimilum sínum og eru á vergangi.Vígamennirnir eru á undanhaldiAllan þennan tíma hafa konur á þessum slóðum verið einangraðar og mátt þola gróft ofbeldi. Margar þeirra hafa verið teknar í gíslingu og notaðar sem kynlífsþrælar, en margar hafa horfið sporlaust. Þessar konur flýja nú borgina og eru allslausar. Samtökin UN Women á Íslandi efna af þeim sökum til neyðarsöfnunar fyrir konur í Írak.„Konur í Mosúl eru í hræðilegri stöðu,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Þær hafa verið innilokaðar heima hjá sér undanfarin tvö ár og hvorki mátt eiga né nota síma, snjallsíma, internet, horfa á sjónvarp né eiga í samskiptum við umheiminn á nokkurn hátt. Þær hafa verið sviptar lífsviðurværi sínu, reisn sinni og valdi yfir eigin lífi.“ Hún hvetur Íslendinga til að taka þátt í söfnuninni með því að senda sms-ið KONUR í 1900. Það kostar 1.490 krónur og verður andvirðið notað til þess að útvega konum í Írak svonefnd sæmdarsett, en þau innihalda dömubindi, sápu og vasaljós.Sæmdarsetti frá UN Women komið til konu í Írak.Mynd/UN Women„Neyðin er gífurleg,“ segir Inga Dóra. „Nú er mikilvægara en nokkru sinni að hlúa að þessum hópi.“ UN Women hafa sett á fót sérstaka griðastaði í búðum suðaustur af Mosúl. Samtökin tryggja að þar sé veitt kvenmiðuð neyðaraðstoð þar sem tekið er tillit til þarfa kvenna á svæðinu. Inga Dóra segir að þar sé konum veitt áfallahjálp vegna kynferðisofbeldis. Þær fái sálrænan stuðning, vernd og öryggi. „Fyrsta skrefið er að veita þeim sæmdarsett með helstu nauðsynjum sem gera konum kleift að halda í virðingu sína. Aftur á móti skortir fjármagn til að geta brugðist við neyðinni og haldið því áfram,“ segir hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fleiri fréttir Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Sjá meira
Rúmur mánuður er síðan íraski herinn hóf ásamt hersveitum Kúrda sókn sína gegn vígasveitum Íslamska ríkisins svonefnda í Mosúl. Nærri sjötíu þúsund manns hafa flúið átökin og margir þeirra leitað á náðir hjálparstofnana sem hafa sett upp flóttamannabúðir á nálægum svæðum. Frá því vígasamtökin náðu Mosúl og nágrenni á sitt vald, fyrir meira en tveimur árum, hafa hundruð þúsunda manna flosnað upp af heimilum sínum og eru á vergangi.Vígamennirnir eru á undanhaldiAllan þennan tíma hafa konur á þessum slóðum verið einangraðar og mátt þola gróft ofbeldi. Margar þeirra hafa verið teknar í gíslingu og notaðar sem kynlífsþrælar, en margar hafa horfið sporlaust. Þessar konur flýja nú borgina og eru allslausar. Samtökin UN Women á Íslandi efna af þeim sökum til neyðarsöfnunar fyrir konur í Írak.„Konur í Mosúl eru í hræðilegri stöðu,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Þær hafa verið innilokaðar heima hjá sér undanfarin tvö ár og hvorki mátt eiga né nota síma, snjallsíma, internet, horfa á sjónvarp né eiga í samskiptum við umheiminn á nokkurn hátt. Þær hafa verið sviptar lífsviðurværi sínu, reisn sinni og valdi yfir eigin lífi.“ Hún hvetur Íslendinga til að taka þátt í söfnuninni með því að senda sms-ið KONUR í 1900. Það kostar 1.490 krónur og verður andvirðið notað til þess að útvega konum í Írak svonefnd sæmdarsett, en þau innihalda dömubindi, sápu og vasaljós.Sæmdarsetti frá UN Women komið til konu í Írak.Mynd/UN Women„Neyðin er gífurleg,“ segir Inga Dóra. „Nú er mikilvægara en nokkru sinni að hlúa að þessum hópi.“ UN Women hafa sett á fót sérstaka griðastaði í búðum suðaustur af Mosúl. Samtökin tryggja að þar sé veitt kvenmiðuð neyðaraðstoð þar sem tekið er tillit til þarfa kvenna á svæðinu. Inga Dóra segir að þar sé konum veitt áfallahjálp vegna kynferðisofbeldis. Þær fái sálrænan stuðning, vernd og öryggi. „Fyrsta skrefið er að veita þeim sæmdarsett með helstu nauðsynjum sem gera konum kleift að halda í virðingu sína. Aftur á móti skortir fjármagn til að geta brugðist við neyðinni og haldið því áfram,“ segir hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fleiri fréttir Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Sjá meira