Fótbolti

De Jong slapp með gult spjald fyrir groddatæklingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hollenski harðjaxlinn Nigel de Jong afgreiddi leikmann í MLS-deildinni svo harkalega að sá fór af velli í hjólastól.

Það var leikmaður Portland Timbers, Darlington Nagbe, sem varð fyrir barðinu á De Jong að þessu sinni. De Jong slapp með gult spjald fyrir brotið við litla hrifningu Portland-manna.

Þessi tækling rifjaði það upp fyrir mörgum bandarískum knattspyrnuáhugamönnum er De Jong fótbraut bandaríska landsliðsmanninn Stuart Holden í vináttulandsleik árið 2010.

„Það er ekki hægt að afsaka svona tæklingu. Leikurinn þarf ekki á svona að halda. Þetta er viðbjóðslegt,“ sagði Holden eftir leikinn en hann vinnur sem sjónvarpsmaður og fjallar helst um MLS-deildina.

De Jong, sem spilar með LA Galaxy, er þekktur afbrotamaður á fótboltavellinum og flestir muna líklega eftir því er hann fór illa með Xabi Alonso í úrslitaleik HM árið 2010.

Tæklinguna má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×