Coutinho var kosinn besti leikmaður tímabilsins að mati liðsfélaga sinna og stuðningsmanna auk þess sem hann fékk verðlaun fyrir mark ársins og frammistöðu ársins.
Þessi 23 ára gamli Brassi gekk í raðir Liverpool frá Inter fyrir þremur árum síðan. Hann kostaði 8,5 milljónir punda og er lykilmaður í liði Jürgens Klopp sem á fyrir höndum úrslitaleik í Evrópudeildinni gegn Sevilla.
Coutinho skoraði átta mörk í 26 leikjum fyrir Liverpol á tímabilinu en gullfallegt mark hans gegn Manchester United í Evrópudeildinni var valið það fallegasta á tíambilinu.
„Ég vil þakka öllum stuðningsmönnunum,“ sagði Coutinho sem vann einnig fern verðlaun á lokahófi Liverpool á síðustu leiktíð.
„Markið var fínt en það mikilvæga er að við unnum Manchester United og erum nú komnir í úrslitaleik,“ bætti Philippe Coutinho við.