Fótbolti

Í beinni: Dregið í Evrópudeild UEFA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Dregið er í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu í dag.

16-liða úrslitunum í báðum keppnum lauk nú í vikunni en þess má geta að sex spænsk lið eru eftir í þeim - þrjú í Meistaradeild Evrópu og þrjú í Evrópudeild UEFA.

Fyrri leikirnir í 8-liða úrslitunum í báðum keppnum fara fram dagana 5.-7. apríl og síðari leikirnir viku síðar. Allir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hliðarrásum.

Beina textalýsingu frá drættinum má lesa hér fyrir neðan.

Liðin í Evrópudeild UEFA

Tékkland: Sparta Prag

England: Liverpool

Þýskaland: Dortmund

Portúgal: Braga

Spánn: Athletic Bilbao, Sevilla og Villarreal

Úkraína: Shakhtar Donetsk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×