Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2016 18:30 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Pírata gagnrýna að leynd skuli vera yfir gögnum sem varða flutning bankanna sem risu upp úr bankahruninu í hendur erlendra kröfuhafa. Engin haldbær rök séu fyrir leyndinni en hún komi í veg fyrir eðlilegar umræður. Eftir hrun gömlu bankanna fengu slitabú þeirra nýju bankana Íslandsbanka og meirihluta Arion banka frá ríkinu upp í skuld en ríkið hélt eftir stærstum hluta Landsbankans. Með nýlegu samkomulagi stjórnvalda við slitabúin er Íslandsbanki kominn í hendur ríkisins og ríkið á enn 13 prósenta hlut í Arion. Þingmenn hafa um nokkurn tíma haft aðgang að gögnum sem varða færslu eignarhalds á nýju bönkunum í hendur slitabúanna í lokuðu herbergi á nefndarsviði Alþingis, þar sem aðeins einn þingmaður í einu má skoða gögnin sem bundin eru trúnaði. Þingmenn mega ekki afrita gögnin og ekki vitna í þau opinberlega en sín á milli kalla þingenn herbergið leyniherbergi. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir málið varða hundruð milljarða færslu á ríkiseignum. „Sem voru færðar yfir í þrotabú og lögum var breytt þannig að þrotabú gætu eignast banka, sem er ekki heimilt samkvæmt lögum. Við getum ekki afgreitt þetta að mínu áliti eins og átti að afgreiða Icesave, það er að segja það var sagt við okkur þingmenn á sínum tíma að það ætti að vera leynd yfir þeim samningum,“ sagði Guðlaugur Þór á Alþingi í dag. En þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sátu hjá þegar greidd voru atkvæði um ráðstöfun bankanna til slitabúanna í tíð síðustu ríkisstjórnar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Guðlaugi Þór varðandi leyndina yfir skjölunum. Við skoðun gagnanna hefði hann þó hvorki rekist á samsæri eða landráð en til að fá álit sérfræðinga á gögnunum þurfi að aflétta leyndinni. „Ég legg því til að kröfur háttvirtra þingmanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Vigdísar Hauksdóttur verði teknar alvarlega og eins mikilli leynd verði svift af þessum gögnum og frekast er unnt. Að því leyti sem það er ekki mögulegt þarf að vera mjög skýrt hvers vegna og það þarf að vera svo skýrt að við háttvirtir þingmenn getum sammælst um það,“ sagði Helgi Hrafn. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Pírata gagnrýna að leynd skuli vera yfir gögnum sem varða flutning bankanna sem risu upp úr bankahruninu í hendur erlendra kröfuhafa. Engin haldbær rök séu fyrir leyndinni en hún komi í veg fyrir eðlilegar umræður. Eftir hrun gömlu bankanna fengu slitabú þeirra nýju bankana Íslandsbanka og meirihluta Arion banka frá ríkinu upp í skuld en ríkið hélt eftir stærstum hluta Landsbankans. Með nýlegu samkomulagi stjórnvalda við slitabúin er Íslandsbanki kominn í hendur ríkisins og ríkið á enn 13 prósenta hlut í Arion. Þingmenn hafa um nokkurn tíma haft aðgang að gögnum sem varða færslu eignarhalds á nýju bönkunum í hendur slitabúanna í lokuðu herbergi á nefndarsviði Alþingis, þar sem aðeins einn þingmaður í einu má skoða gögnin sem bundin eru trúnaði. Þingmenn mega ekki afrita gögnin og ekki vitna í þau opinberlega en sín á milli kalla þingenn herbergið leyniherbergi. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir málið varða hundruð milljarða færslu á ríkiseignum. „Sem voru færðar yfir í þrotabú og lögum var breytt þannig að þrotabú gætu eignast banka, sem er ekki heimilt samkvæmt lögum. Við getum ekki afgreitt þetta að mínu áliti eins og átti að afgreiða Icesave, það er að segja það var sagt við okkur þingmenn á sínum tíma að það ætti að vera leynd yfir þeim samningum,“ sagði Guðlaugur Þór á Alþingi í dag. En þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sátu hjá þegar greidd voru atkvæði um ráðstöfun bankanna til slitabúanna í tíð síðustu ríkisstjórnar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Guðlaugi Þór varðandi leyndina yfir skjölunum. Við skoðun gagnanna hefði hann þó hvorki rekist á samsæri eða landráð en til að fá álit sérfræðinga á gögnunum þurfi að aflétta leyndinni. „Ég legg því til að kröfur háttvirtra þingmanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Vigdísar Hauksdóttur verði teknar alvarlega og eins mikilli leynd verði svift af þessum gögnum og frekast er unnt. Að því leyti sem það er ekki mögulegt þarf að vera mjög skýrt hvers vegna og það þarf að vera svo skýrt að við háttvirtir þingmenn getum sammælst um það,“ sagði Helgi Hrafn.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira